Vikan


Vikan - 16.04.1970, Blaðsíða 30

Vikan - 16.04.1970, Blaðsíða 30
HUSGAGNAVERZLUNIN AUÐBREKKU 59 SÍMI: 42400 mmm Bk B A SIMI: 42400 DUNAkúpavogi Yfirlitsmynd úr Dúna í Kópavogi. Þarna sjást ýmsar gerðir húsgagna, sem þar eru fáanlegar, m.a. þriggja og fjögurra sæta sófasett og mikið úrval sófaborða og innskotsborða. Úrvalið er hjá okkur Við sendum hvert á land sem er Myndalfstar fyrir hendi HUSGAGNAVERZLUNIN DÚNA AUÐBREKKU 59 SÍMI: 42400 KÓPAV0GI Frú Robinson Framhald af bls. 19. fyrir hálfu andlitinu. Benjamín stökk til hliðar til að komast framhjá herra Robinson, en hann færði sig til hliðar. Benjamín reyndi hina hliðina en þá stökk herra Robinson á hann og greip um mittið á honum. Benjamín tókst að slíta sig lausan en áður en hann gat náð til Elaine fann hann herra Robinson koma aftan að og grípa um hálsinn á sér. Svo heyrði hann er herra Robin- son reif skyrtuna hans niður eft- ir bakinu. Benjamín sneri sér við og barði herra Robinson með krepptum hnefanum í andlitið, svo hann þeyttist út í horn og iá þar. Benjamín stökk í áttina að El- aine og hún kom til móts við hann. Hann tók í hönd hennar. Komdu, sagði hann. - Láttu ekki líða yfir þig. Hann dró hana aftur á bak til dyranna en skyndilega kom maðurinn í svörtu sunnudaga- fötunum og skellti dyrunum áð- ur en Benjamín tókst að komast út. Komdu þér í burtu! hvæsti Benjamín. Maðurinn hreyfði sig ekki. Beniamín beygði sig lítið eitt í hnjáliðunum og ætlaði að fara að stökkva á manninn og að dyr- unum þegar einhver læsti hand- leggnum um hálsinn á honum. Hann féll áfram. Carl Smith stóð fyrir aftan hann og blés þungt úr nös. Hvíta blómið hafði fallið af honum. Benjamín leit til skiptis á Carl Smith og manninn við dyrnar en skyndilega greip hann stóran bronzkross af litlu altari við hliðina á sér og setti hann á öxlina. Svo ruddist hann á Carl Smith, sem féll aftur á bak og flýði svo til hinna gest- a:ma. Benjamín tók í hönd El- e'ne, eins fast og hann gat og hljóp til dyra. - - Komdu! sagði hann, og lag- færði krossinn á öxlinni á sér. Maðurinn í svörtu fötunum flýtti sér í burtu. Benjamín lét kross- inn falla og dró Elaine með sér út um dyrnar, gegnum ganginn, út um aðrar dyr og út á gang- stéttina. Hlauptu! sagði hann og dró hana á eftir sér. - Hlauptu, El- aine! Hlauptu! Hún hrasaði og féll. —- Benja- mín .. . kjóllinn minn ... sagði hún. - Komdu! sagði hann og tos- aði hana upp. Þau hlupu nokkra vegalengd. Sem þau voru að hlaupa yfir götu þurfti óheppinn ökumaður að snarhemla og keyra á tré svo hann yrði ekki fyrir því að keyra á þau. Loks sá Benjamín stræt- isvagn rétt fyrir framan þau, sem var að taka farþega. — Þarna! sagði hann og benti. Dyrnar á bílnum lokuðust í sama mund og þau komu að hon- um. Benjamín barði með kreppt- um hnefa og bílstjórinn opnaði Hann ýtti Elaine inn á undan sér og lyfti slóðanum sjálfur. - Hvert ert þú að fara? sagði hann við bílstjórann, um leið og hann reyndi að ná andanum. Bílstjórinn starði á Elaine og svaraði ekki. ■— Hvert fer þessi bíll! — Morganstræti. — Gott, sagði Benjamín, dró upp handfylli af smámynt og lét í baukinn. Svo sleppti hann slóð- anum og fylgdi henni aftur í vagninn; hönd í hönd. Bílstjórinn stóð upp og starði á eftir þeim. Flestir farþeganna voru öfugir í sætum sínum og störðu á rifna garmana sem Benjamín var í og brúðarskart Elaine, sem dróst yfir sígarettustubba og tyggi- gúmmíklessur á gólfinu. Lítil stúlka sat ein sér í aftasta sæt- inu. — Afsakið, sagði Benjamín og hjálpaði Elaine við að setjast við gluggann og settist svo sjálfur við hliðina á henni. Nú voru all- ir farþegarnir staðnir upp, eins og bílstjórinn, nema að gamall maður sat enn í sæti sínu og hall- aði sér fram fyrir þann sem sat nær ganginum til að geta horft á þau. — Af stað! sagði Benjamín. Eða ertu kominn í sumarfrí? Bílstjórinn stóð eins og stvtta og deplaði ekki auga. — Af stað með tíkina! hróp- aði Benjamín og stóð upp — Komdu þessari druslu af stað! Bílstjórinn hikaði andartak en settist svo og ýtti á hnapp til að loka dyrunum. Benjamín settist aftur. Elaine var enn að kasta mæð- inni. Hún sneri sér að Benjamín. Nokkur augnablik sat hún og horfði á hann en svo tók hún í hönd hans. Benjamín? — Já, Elaine? Bíllinn fór af stað. SÖGULOK. ó.vald þýddi — Geturðu ekki tekið svefntöfl- ur, eins og aðrar konur? 30 VIKAN 16-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.