Vikan


Vikan - 16.04.1970, Blaðsíða 32

Vikan - 16.04.1970, Blaðsíða 32
HERBERGID En hann var kominn til að veita henni ýmsa aðstoð, og hún sagði við hann: „Maður þyrfti reyndar að ráða hingað ýmsa fagmenn, eins og mál- ara, trésmið og garðyrkjumann." „Og húsgagnasmið. Það var mikil skömm, hvernig pabbi hefur rúið húsið. Þú gætir ekki ímyndað þér, hvað huggulegt var hér einu sinni." „Þér þykir vaent um þennan stað, er það ekki, Jim?" Hann leit í kringum sig og brosti. „Jú, það geri ég. Héðan á ég svo margar minningar frá því ég var barn." „Ertu fæddur hérna?" „Já, bæði ég og systir mín . . . „Er það einn ættinginn í viðbót, sem ég kannast ekki við?" „Nei, hún var eldri en ég. Það er svo langt síðan, að flestir eru búnir að gleyma henni." Hann neri hendurnar og horfði niður fyrir sig. En hvað Lori langaði til að bera með honum það, sem skyggði á gleði hans. „Segðu mér eitthvað frá henni, Jim, ef það gæti létt eitthvað á þér." „Þú vilt vera mér til hughreystingar," sagði hann hlæjandi en án gleði. „Þú ert góð stúlka, Lori, og veizt það ekki sjálf. Þú ert öðruvísi en Peggy. Ekki þarftu að halda, að Aline frænka kunni ekki vel við þig. Það sem gengur að henni er hræðsla, hrein og bein hræðsla. Við eigum eftir að sýna þér meiri sanngirni, þegar frá líður." „Ég er ekki góð f að reikna karlmenn út, sérstaklega ekki menn eins og þig. Þegar ég minntist á systur þína, breyttirðu alveg um svip, eins og þú værir kominn í rifrildisskap." „Mary fann Ifka að því, að ég væri duttlungafullur. Ég er að minnsta kosti viðkvæmur, og þessvegna er ég sjálfsagt veikur fyrir músik. Systir mín, sem var fjórum árum eldri en ég, var fædd bækluð, og við tölum aldrei um hana. En segðu mér nú, hvað þú ætlar að gera við þetta stóra hús án húsgagna?" „Gætum við ekki farið f göngutúr út f skóg?" stakk Lori upp á. „Jú, við ættum að geta skroppið í smátúr fyrir sólarlag. En þá skaltu sækja kápuna þfna." „Látum það þá bíða þar til á morgun, Jim. Spilaðu heldur fyrir mig núna. Æ, settu nú ekki upp þennan svip . . ." „Ég er ekki í neinni æfingu, og píanóið hefur ekki verið stillt í mörg ár." „Það gerir minnst til." Hún næstum dró hann inn í músikherbergið og að pfanóinu. „Hvað á ég að spila fyrir þig, Lori?" Hún benti sigri hrósandi á efsta blaðið. „Þetta hérna, ég elska Fantasi Imprumptu eftir Chopin." Enn sáust á honum svipbrigði og hann greip nótnablaðið og reif það í tætlur. „Nei, aldrei framar þetta verk. Það er músik dauðans, Lori, músik dauðans." Þegar hann stóð upp, greip hún í hann. „Jim, þú verður að spila, þú þarfnast þess. Æ, hvað mig langar til að hjálpa þér." Hann þrýsti henni að sér, en reyndi ekki að kyssa hana, og hún strauk höndunum um hnakka hans. Hann sleppti henni, og hún horfði særð og rugluð í dapurt andlitið. „Fyrirgefðu, Lori, fyrirgefðu mér. Ég hafði engan rétt til þess arna. Hvorki til þess arna né að kyssa þig." „Já, en góði Jim, ég vil gjarna að þú kyssir mig. Æ, segðu mér nú, hvað gerir þig svona hikandi." ( stað þess að svara gekk hann hröðum skrefum út úr herberginu. Hún hafði andartak verið gripin hamingjukennd, en nú var allt orðið svo dapurlegt aftur. Hún lét sig falla niður í körfustólinn. Hún var dálítið smeyk við að hitta hann við miðdegisverðarborðið, en þegar hann deplaði til hennar auga og brosti, varð hún rólegri. Spennandi framhaldssaga Aline var í þetta sinn öðruvísi en áður, næstum vingjarnleg. Og Peggy var lfka breytt. Hún var nú klædd fallegum kjól og hafði sett hárið upp. Og hún hafði raðað þannig niður við borðið, að hún sat við hlið Jims. „Þú fékkst hann til að spila," sagði hún við Lori, næstum ásakandi. „Það var ekki mikið. En hvaðan hefurðu þetta?" „Frá hitaleiðslunum. Þær leiða hljóðið vel." „Það var ekki ætlunin að leggja þessar leiðslur um allt húsið," sagði Aline, „og þegar þér verður kalt geturðu bara klætt þig betur í staðinn fyrir að vera í einhverju híalíni eins og þú ert að galgopast í núnal" „Frænka, — Lori hefur lofað að leggja peninga í sjóðinn og hjálpa þannig til." „Ætlar þú að setja þig hérna niður?" spurði Aline hvasst. „Kannske um stundarsakir. Gætirðu fellt þig við það?" „Þetta er húsið þitt," anzaði Aline kaldri röddu. „Líka þitt," flýtti Lori sér að segja. „Þú hefur gert mikið fyrir þetta hús, og ég er viss um, að hefðu meiri peningar verið til, mundi húsið vera nú miklu heimilislegra. En nú hef ég fjárráð til að kaupa húsgögn og kannske opna hliðarálmurnar. Þú getur fengið hjálp Aline frænka. Gæt- irðu ekki hugsað þér það?" Andartak horfði Aline mildum augum fram fyrir sig. „Ef þér sýnist svo. En þú hefur þá ekki í huga að selja húsið?" „Hún hefur ekki ákveðið það enn," greip Jim fljótt fram f. „Hún mundi engan veginn selja undir eins, ekki satt?" „Ég mundi ekki gera það undir eins," svaraði hún. Þegar Aline reis upp frá matarborðinu til að laga kaffi, lagði hún hnúa- bera hönd á öxl Jims og mælti: „Við verðum að reyna að gera Lori Iffið bærilegt hérna. Ef ég opnaði vesturálmuna, væri þá ekki hægt að taka eitthvað af húsgögnunum, sem þar eru?" „Jú, auðvitað, og þú, Frank getur hjálpað mér, er það ekki?" „Draugarnir . . . . Þú hleypir draugunum út, Allie," sagði Frank. „En þú veizt, að ég get hrætt þá burt." „Farðu inn í herbergið þitt, Frank," sagði Allie, skki óvingjarnlega. „Má ég hjálpa til?" spurði Lori. „Þú mátt heldur fara inn í bókaherbergið," sagði Allie ískaldri röddu. „Jim getur vel annað þessu einn. Það er dimmt þarna og kannske rottur." Eftir uppvaskið hafði Aline dregið sig í hlé, var þreytt hafði hún sagt. Og í tvo tíma sat Lori og hlustaði á þau Jim og Peggy, sem stríddu hvort öðru. Hún tók líka eftir, hvernig Peggy sat og hagræddi fótunum, svo að Jim sæi þá sem bezt. Greinilegt var, að Jim hafði gaman af að vera í návist Peggyar, en heldur ekki meira. En samt ákvað Lori með sjálfri sér að fara ekki í háttinn á undan Peggy. Og fyrst klukkan hálftólf bauð Peggy góða nótt. „Ég ætla líka í háttinn," sagði Lori við Jim. „Þetta hefur verið yndis- legur dagur." „Lori, ég vil gjarna að þú vitir, hvernig mér líður með tilliti til þess, sem gerðist í músikherberginu í dag." Hann leit aftur fyrir sig. „Stutta stund hélt ég, að þetta ætlaði að lagast fyrir mér. Og það var mér mjög mikils virði Lori, að þú reiddist ekki, hvernig ég hagaði mér. Ég þarf víst ekki að útskýra ástæðuna?" „Nei, en viltu ekki heyra hvernig mér leið?" Hann hristi höfuðið kröftuglega. „Segðu ekki neitt. Það er bezt fyrir okkur bæði að tala ekki meira um þetta." „Góða nótt, Jim." „Góða nótt, Lori." Hún gekk út úr stofunni með reist höfuð, en var þó grátur ( huga. eftir Carolyne Farr 32 VIKAN 16-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.