Vikan - 16.04.1970, Blaðsíða 20
HEYRAMÁ
(þó lægra sé Idtiö)
ÖMAR VALDIMARSSON
Það var snemma sumars árið
1963, að sögur fóru að heyrast
af því að það væri „ofsaklár"
trommari að spila með Tónum
niðri í Lídó, og að hann væri
aðeins 14 ára gamall. — Þetta
reyndist alveg laukrétt, þegar að
var gætt, og nú þekkja allir
þennan unga mann, sem enn í
dag er „ofsaklár" trommari, en
nú er hann orðinn tvítugur og
verður tuttugu og eins 13. maí
í vor.
Maðurinn heitir Gunnar
Jökull Hákonarson. Nokkrum
sinnum valinn bezti trommarinn
á Fróni og án efa sá sem bezt
hefur átt með að skapa sér sjálf-
stæðan stíl. Skemmtilegan stíl.
Ég hitti hann á kaffihúsi í mið-
Gunnar tekur trommusóló í Marquee-
klúbbnum, þegar hann lék með SYN.
— Ja, bara venjulegt íslenzkt
Bragakaffi.
■— Það er ekki til. Við eigum
bara mokkakaffi.
— Þá ætla ég að fá mokka-
kaffi.
— Sterkt eða dauft?
— Áreiðanlega það daufasta
sem þið eigið.
— Jú, takk — var það ekki
súkkulaði og rúnstykki fyrir
þig?
—• Jú, segir Jökullinn.
Hún fer með það, og við snú-
um okkur að efninu. Þó íslend-
ingar séu manna forvitnastir um
ættir og uppruna — og ég eng-
in undantekning frá þeirri reglu
— læt ég ekkert á mig fá en
sný mér beint að efninu:
— Hvenær byrjaðir þú að
fást fyrst við hljóðfæraleik?
— Það var þegar ég var 3
fyrsta bekk í gagnfræðaskóla,
Langholtsskólanum. Þá var ég í
skólahljómsveitinni og lék á
kviðspil, en ég hafði eitthvað
Af eigin reynslu átti cg gott með að skilja Shady þegar hún sagði allt í einu upp.
bænum ekki alls fyrir löngu, og
fékk hann til að segja mér hitt
og þetta af ferli sínum, yfir
kaffibolla.
Klukkan er rétt rúmlega sjö,
þegar Jökullinn kemur. Við fá-
um okkur sæti og hann hlær
einhver ósköp. Það sama gerir
parið sem með honum er, og
Jökull á Pickadilly í Lundúnaborg.
Jökull segist hafa orðið að biðja
bílstjórann afsökunar á öllum
þessum hlátri, en allt í einu
hefði allt verið svona geysilega
sniðugt.
Pían kemur að borðinu: —
Hvað er það?
— Kakó og rúnstykki, segir
hann.
— Kaffi, segi ég.
— Hvernig kaffi?
Úr fyrstu poppóperunnl sem samin
var og flutt af SYN: Gunnar JökuU,
Chris Squirc, Andrcw Price Jackman.
Steve Nardelli og Pcte Brockhanks.
fengizt við að læra á slíkt verk-
færi. ...
Pían kemur með kaffið handa
mér og kakóið (súkkulaðið) og
rúnstykkið handa honum. Jök-
ullinn étur eins og 300 manns,
en kaffið mitt var rekið út í
horn eftir að ég hafði rekið tung-
una í það.
— . . . Jæja, svo fór þéssi
hljómsveit á hausinn, eins og
allar aðrar skólahljómsveitir,
heldur Gunnar áfram, — já, eft-
ir mjög stuttan tíma, og þá fór
ég að leita að mönnum í mína
eigin hljómsveit. Hún var að
vísu, á því stigi málsins, búin
að fá nafn, og hét Geislar.
Nei, það voru ekki sömu Geisl-
arnir og voru fyrir norðan! í
Framhald á bls. 40
lék á kvNM í
skfllahliómsveitiimi
Rætt við Gunnar Jökul Hákonarson,
trumbuslagara Trúbrots
20 VIKAN 16-tbl'