Vikan


Vikan - 16.04.1970, Blaðsíða 19

Vikan - 16.04.1970, Blaðsíða 19
SERSTAKLEGA SKEMMTILEG FRAMHALDSSAGA — Ég veit það ekki, sagði frú Robinson. — Ég skal spyrja hann. Ertu vopnaður, Benjamín? Hann hristi höfuðið. — Nei, ég held ekki. Hún kinkaði kolli. — Já, takk fyrir. Hún skellti á. Þau stóðu öll þrjú í algjörri þögn. Frú Robinson með hönd- ina enn á símanum, maður henn- ar í varnarstöðu fyrir framan Benjamín og sjálfur stóð hann og starði á frú Robinson. — Má ég ekki bjóða þér ör- lítið í glas? spurði frú Robin- son. Herra Robinson settist aftur, hægt og rólega. Hann andaði djúpt og þungt, tók upp blaðið og hélt því fyrir andlitinu. Frú- in settist aftur og hélt áfram að stara út í garðinn. Benjamín gekk á eftir henni nokkur skref en sneri svo við og gekk að herra Robinson, sem fletti síðu og byrjaði að lesa á nýjan leik. — Hvað hefur þú gert henni? — Hvað sagðir þú, Benjamín? -— Ég verð að vita það! — Jæja. — Já. —• Ben segist verða að vita hvað við höfum gert af Elaine, kallaði herra Robinson til konu sinnar. Hún svaraði ekki. — Jæja, Benni minn, sagði herra Robinson. ■— Hvers vegna kemur þú ekki aftur eftir svona eina viku? — Hvað? — Já, komdu aftur eftir viku eða svo, og þá skaltu fá að heyra þetta allt saman. Benjamín þreif af honum blaðið. — Hún. . . . Hún er ekki að fara að. . Hann hristi höf- uðið. Þeir voru ekki með sírenuna á, en Benjamín heyrði þegar bíll sveigði upp að húsinu og hurð- um var skellt. Hann leit upp, sleppti blaðinu, hljóp upp og í geenum borðstofuna, gegnum eldhúsið, rak miöðmina í borðið og út um bakdyrnar. Hann tók skóna sína með sér. Þá heyrði hann fótatak á stéttinni. Hann hlmp út að girðingunni og henti sér yfir í næsta garð. Þar lá hann um stund en þeyttist svo af stað og hljóp eins og hann ætti lífið að leysa. 8. KAFLI Daginn eftir var laugardagur. Rétt fyrir dögun lenti Benjamín á flugvellinum í San Francisco, flýtti sér inn í flugstöðvarbygg- inguna og inn í símaklefa. Það var aðeins einn Carl Smith í símaskránni og í því númeri svaraði enginn. Þá reif hann blaðsíðuna úr skránni og tók sér leigubíl á heimilisfangið. Úti- dyrnar voru ólæstar svo Benja- mín fór inn og að dyrunum að íbúð Carl's Smith. f sama mund og hann ætlaði að banka kom hann auga á hvítt umslag fest á milli stafs og hurðar. Hann þreif það af og fór með það út að glugganum til að geta lesið það. Á umslagið var skrifað Bob. — Benjamín reif upp bréfið. Bob: Búðu þig undir virkilega óvæntingu, gamli vinur. Hvort sem þú trúir því eða ekki, þá er búið að negla mig. Elaine Ro- binson, stúlkan sem ég kom með í partýið hjá þér í síðasta mán- uði, hefur játazt mér, og er al- veg gallhörð á því að við rugl- um saman reitum okkar fyrir fullt og allt nú um helgina. Eg á sjálfur bágt með að trúa heppni minni og er í svoddan ofsastuði að ég veit ekki mitt rjúkandi ráð, svo þú fyrirgefur að ég skuli hafa slúffað öllum okkar áætlunum. Það var gengið frá þessu öllu í miðnæturheimsókn hjá henni og föður hennar. Það er heil- mikið af stórskrítnum uppátækj- um í sambandi við þetta, en ég hef ekki tíma til að segja þér það allt. Elaine er nú í Santa Barbara hjá fjölskyldu minni og ég er á leiðinni þangað. Við verðum gift í First Presbyterian- kirkjunni á Allen stræti í S.- Barbara klukkan 11 á laugar- dagsmorguninn. Ef þú færð þetta bréf nógu snemma reyndu þá að skella þér þangað og ég lofa þér ágætis sýningu. Eaine er um allt að leita að brúðar- meyjum og mamma sendir boðs- kort símleiðis um allt. Pabbi er of hissa til að geta gert neitt. Ég kem aftur fyrripartinn í næstu viku -— með frúna í för með mér og sé þig þá — ef ekki fyrr. Hallelúja! Carl. Vélin lenti í Santa Barbara rétt fyrir klukkan ellefu. Benja- mín varð fyrstur út og niður landganginn. Örfáum minútum síðar renndi leigubíllinn upp að First Presbyterian-kirkjunni á Allen stræti. Hann stökk út og fleygði seðli í bílstjórann. Kirkjan var í hverfi stórra og íburðarmikilla íbúðarhúsa og var sjálf geysilega stór bygging, hvítmáluð með stórum, steind- um glermyndum að framanverðu og marmaraþrepum upp að dyr- unum sem voru læstar. Benja- mín tróð sér á milli stórra bíl- anna og reyndi við nokkrar dyr sem allar voru læstar, þar til hann sá stiga liggja upp með byggingunni og að dyrum sem voru ofarlega á turninunm. Hann fór þar upp og inn og hljóp eftir gangi í dynjandi orgeltónlist. Þá stanzaði hann. Gestirnir voru fyrir neðan hann, og stóðu allir. Flestir sneru sér aftur og horfðu í áttina að dyrunum fyrir enda kirkjunnar; konurnar með hvíta hanzka. Ein hélt á vasaklút og þurrkaði sér í sífellu um augun. Maður nokk- ur, sem stóð framarlega í kirkj- unni, brosti með öllu, rauðu and- litinu aftur í kirkjuna. Carl Smith og annar ungur maður stóðu upp við altarið. Báðir voru í svörtum smóking fötum með hvít blóm í hnappagatinu. Á fremsta bekk var frú Robinson, með lítinn hatt á höfðinu. Benja- mín starði á hana um stund en þá birtist allt í einu stúlka í grænum kjól undan svölunum og gekk hún að altarinu. Önnur kom, eins klædd, þá sú þriðja og loks sú fjórða. Brúðarmeyjarnar. Og allt í einu kom Elaine. Benja- mín þrýsti sér að handriðinu og starði niður á hana. Hann kreppti hnefana í sífellu fyrir framan sig. Hún gekk arm í arm við föður sinn og var íklædd hvítu brúðar- skarti og dró á eftir sér langan slóða. Benjamín starði á hana, hristi höfuðið og hélt áfram að kreppa hnefana. Gestirnir fylgdu henni eftir með augunum, sem hún gekk framhjá og upp að alt- arinu. Stúlkurnár fjórar stilltu sér upp beggja vegna altarisins, tvær hvoru megin. Þá barði Benjamín báðum höndum í handriðið og æpti. — Elaine!!! Orgeltónlistin þagnaði skyndi- lega. — Elaine!!! Elaine!!! Elaine!!! Presturinn leit forviða upp frá altarinu. Grænklæddu stúlkurn- ar litu allar upp í áttina til Benjamíns. Frú Robinson steig út. úr röðinni og horfði á hann um leið og hún hristi höfuðið. Mað- urinn með rauða andlitið leit upp og hætti að brosa. Benjamín barði höndunum af ofsa í handriðið. — Elaine!!! Elaine hafði snúið sér við og horfði upp til hans. Bak við hana var Carl Smith og horfði á hann með pírð augu. Herra Robinson fór fram í kirkjuna og dró Elaine með sér til prestsins. Hann sagði eitthvað við prestinn sem beygði sig fram á við og hváði. Herra Robinson endurtók það sem hann hafði sagt og benti á Carl Smith. Herra Robinson tók í höndina á Carl og dró hann fram fyrir prestinn líka, sem opnaði litla bók sem hann var með í hönd- unum. — Nei!!! Benjamín snarsnerist við. Svo lyfti hann annarri löppinni yfir handriðið. Kona æpti. Nokkrir gestanna ruddust til og frá fyrir neðan hann svo þeir yrðu ekki fyrir er hann stykki. Elaine sneri sér við aftur og sté nokkur skref í áttina til hans, starði upp á svalirnar og hélt höndunum fyr- ir neðri hluta andlitsins. Faðir hennar tók í handlegginn á henni og dró hana til baka. Benjamín tók fótinn aftur inn fyrir, hljóp af stað, í gegnum dyrnar og eftir gangi sem lá fram í kirkjuna. Fyrir enda gangsins voru tvennar dyr. Hann sparkaði öðrum opnum og maður í svört- um sunnudagsfötum reis upp frá stól bak við skrifborð. Benjamín sneri sér við og opnaði hinar dyrnar, sem lágu að tréstiga nið- ur. Hann hentist niður stigann og fann fyrir tvennar aðrar dyr. Einskær tilviljun réði því hvorar dyrnar urðu fyrir valinu og hann hrinti þeim opnum. Herra Robinson beið eftir hon- um. Þarna stóð hann beint fyrir framan Benjamín með útbreidd- an faðminn og fyrir aftan hann var Elaine með hendurnar enn Framhald á bls. 30. 16. tbi. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.