Vikan


Vikan - 16.04.1970, Blaðsíða 3

Vikan - 16.04.1970, Blaðsíða 3
16. tölublað — 16. apríl 1970 — 32. árgangur FORSlÐAN Á forsíðunni er sigurvegarinn i Ijósmyndakeppni VIKUNNAR. Sjá nánar um hana inni í blaðinu. (Ljósm. Sigurgeir). Róbert Arnfinnsson er með beztu skapgerðarleikurum, sem við eigum. Hann hefur eins og kunnugt er leikið hvert stórhlutverkið á fætur öðru í Þjóðleikhúsinu undanfarin ár og hlotið frábæra dóma og miklar vinsældir. I þessari viku birtum við ítarlegt viðtal við Róbert ásamt myndum af honum í nokkrum helztu hlutverkunum, sem hann hefur leikið ( á listferli sínum. Ljósmyndakeppni Vikunnar er lokið og hefur dómnefnd lokið störfum slnum. Keppnin heppnaðist með mikilli prýði. Alls bárust rösklega 300 myndir frá 80 Ijósmyndurum. í þessari viku eru úrslitin kunngerð og birtar þrjár myndir, sem verðlaun hlutu og sjö að auki, sem hljóta viðurkenningu. Myndirnar eru prentaðar á sérstakan myndapappír. Táningaþátturinn Heyra má, sem verið hefur I umsjá Ómars Valdimarssonar að undanförnu, nýtur mikilla vinsælda, enda jafnan skýrt frá því allranýjasta sem er að gerast í poppheiminum. I þetta sinn er meðal annars viðtal við Gunnar Jökul, trommuleikara Trúbrots. „Mér er sagt, að þér hafið góða rödd" nefnist viðtal við Stefán íslandi, óperusöngvara. Fáir hafa borið hróður landsins víðar en hann. í viðtalinu rekur hann þó ekki hinn glæsilega söngferil sinn, heldur rifjar upp minningar frá bernskuárum sínum í Skagafirði og segir frá því, hvernig það atvikaðist, að hann fór út í heim til að syngja og sigra. „Það var glatt á hjalla i Vínarborg árið 1880. Aðalsmenn og fyrirfólk sveiflaði sér eftir valsatónum og skartgripirnir Ijómuðu á hefðarfrúnum." Þetta er upphaf nýrrar framhaldsögu, sem hefst í næsta blaði og nefnist HENNAR KEISARALEGA TIGN eftir Hugo M. Kritz. Hún byggir á sannsögulegum atburðum og er spennandi frá upphafi til enda. Um siðustu páska efndi Æskulýðssamband íslands til hungurvöku. Um tvö hundruð manns, mest unglingar, en einnig ýmsir aðrir, svo sem biskupinn yfir íslandi, séra Jóhann Hannessson og fleiri, föstuðu ( 31 klukkustund. Blaðamaður Vikunnar tók þátt í hungurvökunni og segir frá reynslu sinni í næsta blaði. í ÞESSARI VIKU I NÆSTU VIKU I FULLRI ALVÖRU BIBLfAN SEM B0GGLAÐ R0Ð Talsverða athygli vakti um páskahelgina það tiltæki útvarpsmanna að hringja í nokkra hlust- endur og spyrja þá út úr fræðum þeim, er við þá daga eiga. Báru svörin vitni um heldur slaka kunnáttu, og hvað minnsta hjá þeim, er mestir virtust trúmenn. Skrifað stendur: Sælir eru fátækir i anda, því að þeirra er himnaríki. En kannski gætu þeir, sem urðu útvarpsmönn- um að bráð að þessu sinni, tekið undir með þeim sem kvað: Biblían er sem bögglað roð fyrir brjósti mínu; gleypti ég hana alla í einu, en ekki kom að gagni neinu. Atvik sem þessi vekja ósjálfrátt þá spurn- ingu, hvort kirkjuskipan og kristnifræðsla sé ekki meðal þess, sem meira en mál væri að taka til endurskoðunar i samræmi við breytta tíma. Samkvæmt stjórnarskránni ríkir trúfrelsi á landi hér, en sá bókstafur verður hlægilegur þegar höfð eru ( huga þau sérréttindi, sem Lútherskristni hefur hérlendis framyfir önnur trúarbrögð. Þorri barna er skirður og fermdur inn í þjóðkirkjuna áður en þau eru orðin sjálfráða og þess umkomin að ákveða sjálf hvort þau vilji tilheyra einhverjum trúarflokki eða engum. Og segi maður sig úr þjóðkirkjunni, er hann sekt- aður með því að láta gjald það, er hann áður reiddi af höndum tíl kirkjunnar, ganga til Há- skólans, sem meðal annars hefur deild til að sjá þeirri sömu kirkju fyrir embættismönnum. Og i skólum landsins verður trúarbragðafræðslan ( reynd einhliða áróður fyrir kristindómnum eins og íslenzka þjóðkirkjan túlkar hann. Spurning væri hvort að á þessum tímum and- legrar upplýsingar og lýðræðis væri ekki mál til komið hjá sæmilega siðmenntuðum þjóðum að breyta kristnidómskennslunni í skólmu þannig að í stað þess að verða einhliða lestur á bibKu- sögum yrði hún alhliða fræðsla um trúarbrögð mannkyns yfirleitt, og yrði þá í meginatriðum gerð grein fyrir viðhorfum helstu trúarbragð- anna, kristni, búddisma, múhameðsku o.s.frv. Þesskonar kennsluform væri til þess fallið að gefa nemendum aukna innsýn í gildi trúarbragða almennt, fyrir utan að það ætti að verða ólíkt skemmtilegra og fjölbreytilegra en það sem nú tíðkast. Væri það upptekið, gæti skeð að bibKan bögglaðist ekki fyrir brjósti jafnmargra landsins barna og hún nú gerrr. dþ. VIKAN Útgefandi: Hllmir hf. Ritstjóri: Gylfl Gröndal. Blaöamenn: Dagur Þorieifsson, Matthlldur Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteiknlng: Hall- dóra Halidórsdóttir. Auglýsingastjóri: Sigriöur Þor- valdsdóttir. — Ritstjóm, auglýsingar, afgreiösla og dreifing: Skipholti 33. Símar 35320 - 35323. PósthóU 533. Verö í lausasölu kr. 50,00. Áskriftarverð er 475 kr. fyrir 13 tölublöö árafjóröungslega, 900 kr. fyrir 26 tölublöö misserlslega. — ÁskriftargjaldiÖ grelðlst fyrirfram. Gjaldd. eru: N6v.t febrúar, mai og ágúst 16. tbi. VIKAN 8

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.