Vikan


Vikan - 16.04.1970, Blaðsíða 11

Vikan - 16.04.1970, Blaðsíða 11
Róbert ásamt Bryndísi Pétursdóttur i Góða t dátanum Svæk, eftir Jaroslav Hasek. Fyrir frammistöðu sína i því hlutverkl hlaut Róbert silfurlampa leikdómenda. Róbert Amfinnsson og Guðbjörg Þorbjarn- ardóttir sem Gant-hjónin í Engill horfðu heim, sem gert er eftir ævisögu skáldsins Thomasar Wolfes. Róbert Arnfinnsson (Salarinó), Baldvin Halldórsson (Gratíanó) og Gunnar Eyjólfsson (Sólaníó) i Kaup- mannlnum í Feneyjum sem Leikfélag Reykjavíkur sýndi 1945. Svo skemmtilega vildi til að þetta var f fyrsta sinn, sem þessir þrír ástsælu leikarar komu fram á sviði, svo að nú á dögunum gátu þcir haldið upp á aldarfjórðungs leikafmæli sameiginlega. -qp. Tek Miller fram yfir Shakespeare RÆTT VIÐRÓBERT ARNFINNSSON, LEIKARA Texti: Dagur Þorleifsson Róbert sem Guðmundur í kvikmyndinni Sjötiu og níu af stöðinni, gerðrl eftir samnefndri skáldsögu Indriða G. Þorsteinssonar. Sem Eddie Carbone í Horft af brúnni eftir Arthur Miller. ■jm* Sem Kári í Fjalla-Eyvindi ásamt Ingu Þórðardóttur f hlutverki Höllu. Hæpið er að nokkur núlifandi leikara okkar njóti meiri vin- sælda en Róbert Arnfinnsson. Nú er liðinn aldarfjórðungur síðan hann byrjaði að skemmta okkur á sviðinu; fyrsta hlutverk hans var Salarino í Kaupmanninum í Feneyjum hjá Leikfélagi Rvíkur 1945. Síðan hefur hann leikið hátt á annað hundrað sviðshlutverk, auk ótal hlutverka í útvarpsleik- ritum, einu sinni í kvikmynd (Sjötíu og níu af stöðinni) og jafnvel í sjónvarpi. Hann hlaut silfurlampa Félags íslenzkra leikdómara 1956 fyrir frammi- stöðu sína í aðalhlutverkinu í Góða dátanum Svæk eftir Jaro- slav Hasek og aftur í fyrra (1969) fyrir Puntila í samnefndu leikriti og Tevje í Fiðlaranum á þakinu og silfurskjöld fyrir „fagran flutning íslenzkrar tungu í útvarp“ úr minningarsjóði Daða Hjörvar, árið 1961. Róbert er fæddur 1923 og nam leiklist hjá Lárusi Pálssyni og síðan í leikskóla Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn. Hann hefur verið fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið frá stofnun þess 1949, en hefur auk þess leikið hjá Leikfélagi Reykja- víkur og fleiri aðilum, var til dæmis um hríð með eigin leik- flokk. Kvæntur er Róbert Ólöfu Stellu Guðmundsdóttur frá Vest- mannaeyjum. Hér verður leikferill Róberts ekki rakinn nánar, enda er hann leikhúsgestum ógleymanlegur úr miklu fleiri hlutverkum en hér sé rúm upp að telja. Við gætum rétt drepið á Eddie Carbone í Horft af brúnni, Jón í Nashyrn- ingunum, George í Hver er hræddur við Virginíu Woolf, Monsjör í Gíslinum, de Sade markgreifa í Marat-Sade, Punt- ila, Tevje, svo fátt eitt sé nefnt. Sem stendur fer Róbert með hlutverk Walter Franz í Gjaldi Arthurs Millers og æfir jafn- framt hlutverk Njáls í Merði Valgarðssyni Jóhanns Sigur- jónssonar. — Það var síðla einn regnvotan laugardag að blaða- maður Vikunnar brá sér niður í Þjóðleikhús og hitti Róbert að máli í búningsherbergi hans í hléi milli æfingaatriða. Það hefur heyrzt að Róbert hafi í hyggju að flytja héðan af landi alfarinn, og yrði það ein- hver hryggilegasti viðburður í allri sögu íslenzkrar leiklistar ef svo færi. Ég spurði Róbert því umsvifalaust hvort þetta væri virkilega rétt, hvort hann væri að fara. — Ja, það hefur nú svona verið að brjótast í mér, svaraði Róbert. — En nú skilst mér að standi til einhverjar breytingar hérna, það er víst búið að skipa nefnd til endurskoðunar og jafn- vel uppstokkunar á lögum Þjóð- leikhússins, og hugsanlegt að leikarar njóti einhvers góðs af því. Nú, mér skilst að eitt og annað sé í endurskoðun þar fyr- ir utan, og ég vil nú ekki full- yrða neitt um utanferð fyrr en sést hvað út úr því kemur. — Hvaða breytingum er von á? — Þetta er enn á því frum- stigi að ég get raunar ekkert um það sagt ennþá. Það eru sérstak- lega skipaðar nefndir sem vinna að þessu. Frá Félagi ísl. leikara og svo þingnefnd. Ég hygg þær eigi að vinna saman að einhverju leyti. En sú hlið þessa alls sem einkum snýr að okkur leikurun- um er launaspursmálið. Því það er sannast sagna að miðað við fjölda vinnustunda og laun á tímann höfum við ekki einu sinni Dagsbrúnarkaup. Vinnu- vika okkar við leikhúsið, bara starfið í leikhúsinu sjálfu, hún er svona frá fimmtíu og fjórum upp í sextíu vinnustundir í viku, stundum meira, og tveir þriðju hlutar þessa tíma er nætur-, kvöld- eða helgidagavinna. Og ef maður reiknar tímakaup út eftir því, þá er hægt að ímynda sér hver útkoman verður. En hér er ekki innifalin öll sú mikla vinna, sem hver og einn verður að leggja á sig heimafyrir, í sín- um frítíma. Ef maður er að læra stór hlutverk, er ekki nóg að lesa þau í gegn á æfingu, mað- ur verður að eyða svo og svo miklum tíma í það heima. Það kemur oft fyrir að maður verð- ur að lesa ýmsar bækur í kring- um þetta. Þegar um söguleg leik- rit er að ræða, þarf maður að kynna sér tímabilið, sem þau gerast á. Svo ég nefni dæmi, þá las ég bókina um Tevje mjólk- urmann eftir Sjolom Aleikem þegar Fiðlarinn á þakinu var æfður, og sömuleiðis heilmikinn doðrant, ógurlegt torf, um Gyð- ingatrú. Og þegar við lékum héma Marat-Sade, þá urðum við að fara að grufla í og rifja upp frönsku byltinguna. Og núna er eins gott að hafa einhverja hug- mynd um Njálu, sem flestir okkar kannast þó sjálfsagt eitt- hvað við. — Því hefur heyrzt fleygt, að Þjóðleikhúsið hefði fullmarga fastráðna leikara, en legði á þá mjög misjafnlega mikla vinnu, án þess að þeir, sem hvað mest hafa verið í sviðsljósinu, hefðu nokkru betri kjör en hinir, sem sjaldan sjást þar. — Ég segi það nú kannski ekki að enginn munur sé hér gerður. Þetta eru launaflokkar samkvæmt launaskrá starfs- manna ríkisins, en hlutföllin milli launaflokkanna eru ekki jafnmikil og milli þeirra leikara sem mest eru notaðir og svo annarra, sem eru minna notaðir. Eg á að heita í hæsta launa- flokki, en fæ engin óskapa laun fyrir því. Það er að segja, það er hæsti launaflokkurinn, sem leikari við Þjóðleikhúsið getur komizt í. Að sjálfsögðu eru margir launaflokkar ríkisins þar fyrir ofan. En bilið á milli þeirra mörgu launaflokka, sem þar eru fyrir neðan, það er ekki svo voðalega breitt. — Hvaða hlutverk hefur þér þótt skemmtilegast? — Ég get eiginlega ekki drep- ið fingri á neitt sérstakt. Þar gætu mörg komið til greina. En maður vonar alltaf að næsta hlutverk verði það skemmtileg- asta. — En manstu eftir nokkru, sem þér hefur þótt sérstaklega erfitt að fást við, umfram önn- ur? — Öll hlutverk í leikritum, sem teljast til hinna meiri bók- mennta, eru erfið, finnst mér. Þau eru erfiðari að því leytinu til að höfundurinn gerir miklar kröfur. Eins og núna til dæmis í Gjaldinu eftir Arthur Miller. Hann kafar svo djúpt í sálarlíf- ið. Og það er raunar mjög erfitt að komast til botns í persónunni, sem ég leik þar, svo að það verði tæmandi. Svo geta önnur hlut- verk, þótt þau séu nauðaómerki- leg, í verkum eftir léleg leik- skáld, aftur á móti verið enn erfiðari, vegna þess að þar er ekkert! Það sem í svoleiðis hlut- verk verður að leggja, verður maður að grípa í lausu lofti og eiginlega dikta inn i. En þess konar hlutverk geta verið svo laus í reipunum, að það sé virki- lega erfitt að fá nokkurn botn í þau. Það er sem sagt erfitt að setja nokkUrn kvarða á hvaC erfiðara sé en annað. — Hvaða leikskáld meturðu mest? — Ég er persónulega miklu meira gefinn fyrir nútímaleik- 10 VIKAN 16-tbl- 16 tbl VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.