Vikan


Vikan - 16.04.1970, Blaðsíða 17

Vikan - 16.04.1970, Blaðsíða 17
 Ijóðrænt en valsar lians. Það var ekki laust við að áheyrend- um dytti i hug Bizet og Carmen, og allir voru mjög hrifnir“. Hann hafði aldrei grunað sjálfan að þessi lango ætli eftir að bera frægðarorð lians um víðan heim, eins og raun bar vitni. Og hann lifði það að fá vitneskju um þetta. Hann lézl árið 1963, 84 ára gamall og næstum blindur. En hann var þá orðinn auðugur maður, félck ótrúlega háar tekjur sem stefgjald fyrir þetta eina lag, og liann borgaði eiginlega einn alla skatta litla fiskimannaþorpsins, þar sem hann hafði aðsetur sill og átti liús í Thoröhus. Hann hafði búið í barnlausu hjónabandi, en þegar konan lians andaðist árið 1954, þá stofnaði hann sjóð til styrktar ungum tónlistarmönnum. Sjálfur hafði liann átt erfiða æsku og þurfti mikið að leggja á sig námsins vegna, þegar liann kom til Kaupmannahafnar frá Vejle, þar sem hann hafði spilað í hljómsveit föður síns. Tónlistin var honum í blóð borin, og hann taldi ekki eftir sér að vera matarlaus og var það oft, meðan á náminu stóð. Og alla ævi fann liann fyrir því að hann hefði ekki fengið nægilega menntun, og vildi stuðla að því að styrkja efnilega tónlistarmenn. Daninn Jacob Gade getur veriS ánægður í himni sínum, því það er sannað mál að ekk- ert lag er spilað oftar en „Tango Jalousie“, sem hann samdi árið 1925. Það er haft fyrir satt að það sé spilað á hverri einustu mínútu, einhversstaðar í heiminum................. Sú liefur sannarlega orðið raunin. Á hverjum afmælisdegi Jacobs Gade er úthlutað 40.000.00 dönskum krónum, og nú síðast var mikið um að vera. Styrkinn hlutu Marianne Jen- sen, 16 ára gömul, sem er að læra fiðluleik og ungverskur flautuleikari Andreas Adorjan, sem er við tannlæknanám jafnframt, fengu þau sín 20.000.00 hvort. Andi Jacobs Gade átti að svífa yfir vötnunum við þetta hátíðlega tækifæri. Anker Buch, sem var einn af þeim fyrstu sem fékk styrk úr sjóðnum, hann fékk 20.000.00 lcrónur (danskar) þrjú ár í röð, átti að spila Tango Jalouise. Og það sem meira var, kvikmyndin „Don Q“ var sýnd, og var hún tiltölulega óskemmd og búið að setja við liana hljómlist, þar sem Tango Jalousie var uppistaðan. Myndin er auðvitað rómantiskur ævintýrafarsi, en Doug var samur við sig. Á veggnum fyrir ofan flygilinn var stór mynd af Jacob Gade, og það var eins og hann horfði niður á Anker Buch, sem lék lagið af mikilli snilld. Þar á eftir tólc formaður sjóðsins, héraðsdómslögmaður- inn Ove Bisgaard til máls: Framhald á bls. 39. 16. tbi. VIICAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.