Vikan


Vikan - 16.04.1970, Blaðsíða 16

Vikan - 16.04.1970, Blaðsíða 16
TANGO JOLOUSIE LOGID, SEM OFTOST ER LEIKIÐ Það er ábyggilegt að Jacob Gade hefur ekki átt von á þeim vinsældum sem danslagið hans „Tango Jalousie“ hlaut. En það er staðreynd, að ekkert lag hefir verið jafnlengi vinsælt, eða mokað inn jafnmiklum peningum eins og þessi tango. Danski lögfræðingurinn, sem hefir með innheimtu að gera fyrir sjóðinn, sem stofnaður var við lát höfundarins, segir að tekjur af þessu lagi séu um 200.000.00 dansk- ar krónur árlega, og að það bregðizt aldrei. Höfuðstóllinn er nú meira en hálf milljón danskar krónur, þótt árlega séu veittar 40.000.00 danskar krónur. Jacob Gade fékk hugmyndina að þessu lagi við að lesa smáklausu í dagblaði um afbrýðisemi. Hann var á gangi í trjágarði við sumarbústað sinn, og hripaði lagið niður á tæpum hálftima. Já, svo einfalt var það í upphafi, en er nú milljónafyrir- tæki. Jacob Gade var fiðluleikari og hljömsveitarstjóri, lék á veitingahúsum og annaðist undirleik í kvikmýndahúsum, meðan kvikmyndirnar voru þöglar. Hann var í sumardvöl í Tidsvillemölle árið 1925. Um morguninn hafði hann lesið 16 VIKAN 16-tbl- um afbrýðisemiharmleik i Kaupmannahöfn, og það vék ekki úr lmga hans á þessari morgungöngu. Hann segir svo frá sjálfur: — Skyndilega varð lagið til, það kom einfaldlega. Ég varð að flýta mér að ná í nótnapappír og eftir hálftíma var það komið á blað. Jacob Gade var sjálfur mjög ánægður með lagið sitt og ætlaði að gefa það út strax, því hann var þá nýlega búinn að stofna músikútgáfufyrirtæki. En samstarfsmaður hans, Jens Warny, sem lílca var fiðluleikari, réði frá þvi. Hann haíði ekki trú á að það myndi borga sig . . .. En Gade gaf sig ekki. 14. september árið 1925 var frum- sýning á kvikmyndinni „Don Q“ á Paladsleikhúsinu i Kaup- mannahöfn. Dpuglas Fairbanks lék aðalhlutverkið og það var mikil eftirvænting i loffcinu. Gade spilaði undir og liann nolaði tækifærið og spilaði í fyrsta sinn opinberlega lagið sitt. Daginn eftir stóð i Poliliken: „I hléinu kom fiðluleikarinn Jacob Gade fram fyrir tjald- ið og lék einleik á fiðlu við undirleik hljómsveitar, lag eftir sjálfan sig „Tango Tsigane Jalousie“. Þetta lag var ekld síður

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.