Vikan


Vikan - 16.04.1970, Blaðsíða 22

Vikan - 16.04.1970, Blaðsíða 22
Það er reyndar ekki staðfest ennþá að Paola og Albert verði næstu konungshjón Belgíu. En barnleysi ko n u ngshjónanna getur orðið til þess að ríkiserfðir flytjizt yfir í fjölskyldu Alberts. - VERBUR HANN KONUNGUR? Öðrum megin við þjóðveginn sem liggur til Brussel stendur höllin Laeken. Þar búa konungshjón Belgíu, Fabiola og Badou- in. Hinum megin er höllin Belvedera. Þar búa verðandi kon- ungshjón, Paola og Albert. Belgar eru mjög hrifnir af konungi sínum, hinum Ijúf- mannlega Badouin, og þeir tilbiðja hina glaðlegu Fabiolu drottningu. En hún getur ekki eignazt börn, enga erfingja krúnunnar. Og konungssinnaðir Belgar vilja umfram allt hafa konung. Svo að allar líkur eru til þess að núverandi ríkiserfingi, Albert prins, yngri bróðir konungsins, verði að taka við völdum, ef konungurinn lætur af stjórn. Gerir hann það? Líklega ekki að svo stöddu. En það getur komið að því. Það er sagt að hann vilji gjarnan losna við konungdóm og búa í rólegheitum með Fabiolu, án þess að þurfa að sinna opinberum störfum. Albert og hin ftalska Paola eiga þrjú myndarleg börn, þar af tvo syni, svo þau eru vel til þess fallin að verða konungshjón, enda er sagt að þau hafi ekkert á móti því. Þau giftu sig fyrir tíu árum og fluttu þá í Belvedere höllina. Paola er nokkuð einráð, og það leið ekki á löngu þar til hún átti í útistöðum við Lilian prinsessu, sem er stjúpa bræðranna. (Leopold konungur var neyddur til að segja af sér konungdómi árið 1951. Hann gerði það með því skilyrði að hann héldi konungstitli og að Badouin yrði kon- ungur). Liliane, sem Badouin sæmdi prinsessutitli, lét gera upp Belvedere höll handa stjúpsyni sínum og ungu konunni hans. En Paola var ekki hrifin af þeirri ráðstöfun, og lét það óspart í Ijós. Albert, sem hefir yfir 10 milljónir króna í árslaun frá rík- inu, er formaður Rauða krossins í Belgíu og hefir mörgum öðrum störfum aij gegna. Paola er sögð nokkuð mikið fyrir að láta bera á sér, en hún sinnir börnum sínum mjög vel. Börnin eru: Philippe, 9 ára, Astrid, 7 ára og Laurent, sem er 6 ára. Paola er alltaf vel klædd, og hugsar mjög mikið um útlitið. Hún ber alltaf af í klæðaburði við hátíðleg tækifæri. En Belgunum finnst hún ekki nógu „alvarleg", þeir taka Fabi- olu langt fram yfir hana. Albert og Paola hafa margt til sfns ágætis sem verðandi konungsfjölskylda, og það er ekki sízt að þakka hinum myndarlega barnahópi. Þau hafa Ifka mikið yndi af opinberu lífi, og eru mjög glæsileg hjón. Og svo er líka sagt að Paola sé farin að spekjast. 22 VIKAN 18-tbl- — Við klifrum upp á við, segir Paola. — Ertu nógu stór til að verða kóngur? Albert mælir hæð sonar síns.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.