Vikan


Vikan - 16.04.1970, Blaðsíða 26

Vikan - 16.04.1970, Blaðsíða 26
Sigurvegarinn í Ljósmyndasamkeppni Vikunnar, Jóhanna Ólafsdóttir, er 20 ára gömul og býr í Reykjavík. Undanfarna 10 mánuði hefur hún verið að læra ljós- myndun hjá Kristjáni Magnússyni, fyrr- um ljósmyndara Vikunnar. Jóhanna not- ar Miranda vél, filmu: HB 4 og Agfa Brovira 1 pappír. Við spjölluðum við hana, þegar henni höfðu verið tilkynnt úrslitin. Ég tók held ég tvær myndir af þessari gömlu konu þegar hún gekk hjá. I rauninni bjóst ég ekki við að neitt al- mennilegt kæmi út úr þvi, en þegar ég fór að skoða þessa mynd og var búin að velta henni fyrir mér nokkurn tíma, fannst mér ég sjá í henni þó nokkuð af því sem ég vil hafa í ljósmynd. Það er manneskja, karakter, í myndinni. Hvað er þessi gamla kona að hugsa? Hvert er hún að fara og hvaðan kemur hún? Er þetta ekki bara venjuleg, gömul kona sem er á leiðinni heim úr mjólkur- búðinni? — Ég fékk ekki dellu fyrr en ég var orðin 18 eða 19 ára. Nei, það var ekki eftir að ég sá „Blow-up“, —- ég var búin að fá delluna áður. Það er þetta venju- lega; ég fékk ljósmyndavél í fermingar- gjöf og vildi strax fara að taka fallegar myndir. Til að byrja með vill maður hafa allt svo fallegt. En svo kom að því að ég fékk leið á því að taka myndir og fara með filmurnar beint í Hans Petersen. Ég vildi gera eitthvað meira en bara að taka myndirnar. Það er ekki nóg að taka mynd- ir — manns eigin myndir verða að vera unnar af manni sjálfri. Hvað vil ég hafa í mynd? Ég veit það ekki vel. Ég á bágt með að fara út og segja við sjálfa mig: Nú tekur þú góða mynd af þessu og þessu. Ég er hrifin af myndum af lífinu, og nú er svo komið að ég er alltaf með myndavél með mér. 26 VIKAN 16- tbl'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.