Vikan


Vikan - 21.05.1970, Side 4

Vikan - 21.05.1970, Side 4
Svo kólnar hjartað frá samvizk- unni sem kroppurinn þornar af elli. íslenzkur málsháttur. # fólk í fréttunum f nærri því heilan áratug var Ahmed Ben Salah gulldrengurinn í stjórnmálum í Túnis. Hann var ungur og ákveðinn og vann aldrei minna en 16 tíma á dag sem innanríkisráðherra — en það hafði í för með sér að hann varð að vinna sem við- skipta- iðnaðar- landbúnaðar- áætlunar- fjármála- og menntamálaráðherra. Og Ben Salah hafði mikil völd, því hann var persónulegur vinur forsetans, Habibs Bourguiba. En nú hefur gulldrengurinn verið rekinn úr öllum sínum fínu em- bættum og í marz síðastliðnum var hann handtekinn og ákærður fyrir landráð, glæpur sem hægt er að dæma hann til dauða fyrir. Almenningur í Túnis tók því ekki illa. — Það ætti að henda Ben Salah út á götu, sagði bóndi nokkur, — og hann yrði ekki skotinn. Hann yrði étinn! Samstarfsmenn Ben Salah’s í stjórninni halda því fram að hann sé spiiltur og valdagráðugur svikari, sem hafi aldrei hugsað um ann- að en að skara eld að eigin köku, en raunverulega ástæðan fyrir skyndilegum óvinsældum hans er sú að allt frá upphafi hefur Ben Salah verið látinn fylgja úr hlaði óvinsælum frumvörpum -— og yfirleitt átti hann frumkvæðið að þeim sjálfur. Öll misheppnuðust þau og það svo illilega að ástandið í landinu versnaði æ meir; stjórn- kerfið, sem byggt er á einum flokki, riðaði til falls og Bourguiba sá sér ekki annað fært en að fara svona með vin sinn til að halda sjálfur velli. — Myndin sýnir þá félaga, Ben Salah og Bourguiba káta og hressa árið 1962. „Hin alvarlega hætta sem ég lagði mig í við að komast frá borði, ætti að gefa nokkra hugmynd um hversu mjög mér er alvara...“ Svo segir í yfirlýsingu 25 ára gamallrar, rússneskrar stúlku, sem beðið hefur um hæli í Bandaríkjunum, sem pólitískur flóttamaður. Sagan hófst þegar Daina Palena, þerna um borð í rússneskum togara tók inn stóran skammt af svefnpillum þegar skip hennar var statt 130 mílur austur af New York. Skipið sendi þegar neyðarkall og bandaríska landgæzlan kom á staðinn. Stúlkan var flutt með þyrlu til lands og þar var henni bjargað úr lífshættu. Þeg- ar hún hafði náð sér gaf hún þessa yfirlýsingu og hefur ákveðið að standa við hana, þrátt fyrir það að sovézkir embættismenn hafi gert allt sem í þeirra valdi hefur staðið til að fá hana til að snúa heim aítur. Einn þeirra sagði henni að móðir hennar myndi verða mjög miður sín, en Daine hefur ekki trú á að það hafi verið hótun. Því hefur verið haldið fram að hann eigi svo mikið sem 100 milljónir dollara og því hefur líka verið haldið fram að hann eigi ekki meira en 500.000 doliara. Vinir og kunningjar vilja samt halda því fram að Miehael J. Brody, yngri, hafi gefið meira en 500.000 dollara síðan hann ákvað, í janúar, að gefa alla peningana sína. Hver sem sann- leikurinn er, þá er ekki hægt að segja að heppnin hafi elt þennan 21 árs gamla milljónaerfingja undanfarið. Vanfær kona hans hvarf frá heimili þeirra í Scarsdale, New York, á meðan Brody hélt ókeyp- is hljómleika í Californíu — en hann hefur gert eitthvað af því að syngja og spila rokktónlist. Stuttu síðar birtist hann á flugvelli í San Francisco og kvaðst vera Messías og hélt því fram að honum hefði verið rænt og gefin örvandi lyf. iSSSIi STUTT OG LAG- GOTT Spánskur vínframleiðandi ákvað að flytjast búferlum til Afríku. Áður en hann fœ.ri úr landi, vildi liann selja upp allar vínbirgðir sínar. Vínið var bœði gott og ódýrt, en hann átti slíkt magn af því, að enda þótt verðið lœkkaði með hverj- um deginum, gekk svo að segja ekkert á birgðirnar. Loksins fór að ganga eitt- hvað á þœr, þegar honum datt í hug að selja vínið þannig, að menn máttu drekka eins og þeir gátu gegn ákveðinni borgun. Brjóstgóður slátrari Slátrarinn Geoff Hadgett hefir slátrað þúsundum kinda. En þrátt fyrir þetta ógeðfellda starf, þykir honum yfirleitt vænt um allar skepnur. Og nýlega fékk hann tækifæri til að bjarga lífi óborins lambs, og þá hikaði hann ekki. Hann vann í sláturhúsi í Great Harwood. Hann sá að ein af án- um, sem átti að slátra, var komin að burði. Hann deyfði ána, áður en hann aflífaði hana og náði lambinu lifandi. — Ég náði slíminu úr nösum lambsins og blés lofti í munninn á því og það lifnaði vel við, segir Geoff. Svo vafði hann peysu utan um það og flýtti sér með það heim til sín, þar sem það lifir góðu lífi. Hann ætlar svo að koma þvi fyrir á býli vinar síns. 4 VIKAN 21. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.