Vikan - 21.05.1970, Síða 31
O Fyrst verður hann að læra að
tala ....
O Hann verður að æfa sig eins og
barn. Fyrst æfir hann sig á sérhljóð-
um ....
O Svo reynir hann að setja orðin
saman, — gera sig skiljanlegan...
O Daglega bætir hann við skiljan-
legum setningum ....
© Á þessari mynd er Jiirgen með
Berbel konu sinni og syninum Dirk,
sem er tveggja ára. Feðgarnir læra
oft það sama....
© Jiirgen þarf ekki eingöngu að læra
að tala, hann verður líka að læra að
skrifa. Gunther Fojuth er iðinn við
að kenna honum. Bárbel hlustar með
athygli á þá .. ..
O Með hjálp Fojuths lærir JUrgen
eittlivað daglega. Kennarinn æfir með
honum hvert orð, og er mjög ánægð-
ur með árangurinn ....
Vestur-þýzki fimleikameistarinn Jiirgen Bischof slasaSizt í keppni. Eftir venjulega skurðaðgerð
var hann meðvitundarlaus í margar vikur. Þegar hann rankaði við sér, var hann
að miklu leyti máttlaus og mállaus. Það er hinni duglegu, ungu konu hans að þakka, að
Jiirgen Bischof er að ná sér. Hann verður að læra að lesa og skrifa
á ný. En þau hjónin eru nú orðin vongóð um að hann geti náð fullri heilsu...............
Berbel Bischof er lagleg
kona, 25 ára gömul, gift og
tveggja barna móðir. Hún
reynir að brosa, þótt hún liafi
sannarlega meiri ástæðu til
að gráta. Eiginmaður lienn-
ar, sem hún elskar heitt, varð
fvrir skelfilegum örlögum.
Maðurinn hennar, Júrgen
Bischof, sem er nú 28 ára,
tók í sina tið mjög gott stúd-
entspróf, fór í framhaldsnám
og var nýbúinn að fá góða
stöðu. Hann var líka frægur
fimleikamaður. Nú verður
hann að ganga í einkatima
til að læra að skrifa.
En Berbel Bischof er dug-
leg og bjartsýn. Hún reynir
að brosa og vera glöð, því að
hún veit að það gleður mann-
inn hennar. Það örvar hann
líka til að halda áfram \dð
endurhæfingu sína.
örlagaríkur dagur.
Fram að 15. marz 1969
hrosti lifið við Bischof-fjöl-
skyldunni. Þau voru öll heil-
hrigð og glöð. Júrgen sjálfur
var mjög hamingjusamur, á
lieimili sínu, við vinnuna og
i íþróttunum, sem voru hon-
um svo liugleiknar. Fimleik-
ar voru honum næstum
ástríða.
Þennan örlagaríka dag, 15.
marz, var mikið íþróttamót
i Múnchen. Júrgen stóð sig
með afbrigðum vel og fagn-
aðarlátum ætlaði aldrei að
linna. En i síðasta heljar-
stökkinu skeði óhappið. Við
upphlaupið féll Júrgen sam-
an. Hann vissi strax að há-
sinin hafði slitnað. Hann
liafði ekki svo miklar áhyggj-
ur af þvi, hann vissi að auð-
velt var að gera við það með
skurðaðgerð.
Tveim dögum siðar gekk
hann undir aðgerðina. En þá
skeði það sem varð lionum
örlagarikt. Blóðþrýstingur
Júrgens var ekki i lagi, en
læknunum láðist að athuga
það. Hann var svæfður, eins
og venja er til, en hann vakn-
aði ekki eftir svæfinguna,
sem lamaði hringrás blóðs-
ins.
Fyrsta orðið.
Hann var algerlega með-
vitundarlaus í fjórar vikur.
Næstu vikurnar var hann í
því ástandi, sem læknar köll-
uðu veika meðvitund. Stund-
um opnaði liann augun og
þekkti konuna sína, en hún
var yfir honum dag og nótt.
En liann gat ekki gert henni
skiljanlegt að hann þekkti
liana. Júrgen gat ekki talað
og hann gat ekki heldur
lireyft sig eðlilega.
Það liðu margar vikur, ]>ar
til Júrgen gat gert konu sinni
skiljanlegt að hann þekkti
hana. Hann gat klórað á blað
að hann vildi láta Helmut
Herpe, vin sinn, hjálpa sér.
Júrgen hafði þekkt íþrótta-
og sjúkraþjálfarann i fjögur
ár, og liann hafði áður hjálp-
að honum, þegar blóðrásin
angraði liann.
í trássi við alla spádóma.
Nú hefur Herpe unnið með
Júrgen Bischof i marga mán-
uði. Þeir vinna sex klukku-
tíma á dag að endurhæfing-
unni. Það er nú skeð, sem
lælcnarnir héldu að væri
ómögulegt: Júrgen Biscliof
liefur farið mikið fram.
Hann er smátt og smátt að
lifna við. Hann lærði að
ganga, eins og smábarn,
lærði að grípa bolta og kasta
bolta. Hann lærir líka að
tala. Fyrst gat hann sagt eitt
orð, svo fimm, svo tíu. Nú
er hann kominn það langt,
að það er vel hægt að skilja
hann. Talkennari lians, Gúnt-
her Fojuth, segir:
— Það er furðulegt hve
ört honum fer fram, mig
Framhald á næstu síðu.
21. tbi. VIKAN 31