Vikan


Vikan - 28.05.1970, Qupperneq 3

Vikan - 28.05.1970, Qupperneq 3
22. tölublaö - 28. maí 1970 - 32. árgangur VIKAN „Dansinn er mér allt", segir Henný Hermanns, sem kjörin var alþjóSleg fegurðardrottning á heimssýningunni í Japan, eins og kunnugt er. ViS birtum í þessu blaSi viStal viS Henný og mikinn fjölda mynda af henni. A8 auki er á forsíðunni falleg litmynd af Henný Hermanns í Reykjavík, tekin í blíðviðri þessa tíðindasama vors. Hilmar Jónsson, bókavörSur i Keflavík, hefur sent Vikunni sögukorn, sem nefnist „Þegar Kisi kom aftur". Sagan er byggð á sönnum atburði og er skemmtiieg lýsing á litlu atviki úr daglega lífinu. Hilmar er kunnur fyrir skorinorðar greinar og ritgerðir um bókmenntir og þjóðfélagsmál. Við höldum enn áfram að segja frá ævintýralegu lífi rithöfundarins fræga, Jack London. Siðast var greint frá hinni ótrúlegu hrakför hans á óhappaskipinu „Snarken". I næstu grein er Jack aftur kominn heim og hagur hans réttist ögn, en aðeins um stundarsakir. SKIPTIR EKKI MÁLI HVORT SOFIÐ ER HJÁ EINUM EÐA FLEIRI... „ísland — landið, þar sem hinir látnu lifa". Þetta er fyrirsögn á grein, sem birtist i næstu Viku. Hún er tekin saman upp úr greinum i sænsku blaði, er hafa að geyma frásögn sænsks blaðamanns um andatrú á íslandi. /V.eðal annars eru birt viðtöl við Hafstein Björnsson og Láru Agústsdóttur og minnzt á marga aðra kunna íslendinga. Og frá andatrúnni liggur leiðin beint til svartagaldurs, sem nú er aftur farið að leggja stund á, sérstakiega i Bandarikjunum. Þessi tiðindi koma vissulega á óvart á sjálfri tuttugustu öld, þegar vísindaleg þekking á að sitja i fyrirrúmi. Þetta er forvitnileg grein og óvenjuleg i hæsta máta. I ÞESSARI VIKU I NÆSTU VIKU Uppreisnargirni unglinga er mjög á dagskrá um þessar mundir, enda er hér við alþjóðlegt og alvarlegt vandamál að stríða. I næstu Viku segjum við frá rauðu kveri — eins konar handbók fyrir skólanemendur — sem gefið var út i Noregi sl. vetur. Skoðanirnar i kverinu þóttu svo skelfilegar, að þegar var gefið út hvitt kver — til þess að reyna að halda i gamla og góða siði. FORSIÐAN Forsíðumyndin er af Henný Hermanns. Sjá fleiri myndir og viðtal á bls. 10—15. (Ljósm. Sigurgeir Sigurjónsson). f FULLRI ALVÖRU LAMBASYNIR DAGBLAÐANNA Mótmælaaðgerðir gegn hersetu á Islandi, stríði i Indókina og fleiru i þvi sambandi hafa verið ofarlega á baugi undanfarið, og hefur þessa að sjálfsögðu verið getið að nokkru í fjölmiðlum, eins og venja er þegar eitthvað gerist. En furðu gegnir hversu illa dagblöðunum ber saman í frá- sögnum sinum af aðgerðunum. Þegar skólanem- ar heimsóttu menntamálaráðuneytið á dögunum voru frásagnir blaðanna af því svo ósamhljóða, að erfitt hefði verið fyrir ókunnuga að átta sig á að þau væru öll að segja frá einum og sama atburði. Stjórnarblöðin drógu greinilega taum húsbændanna á staðnum og lögreglunnar og vildu meina að lögreglumenn hefðu ekki farið nema mjúkum höndum um unglingana og yfir- leitt sýnt af sér mikila skapstillingu, þótt þeir hefðu bæði verið bitnir og sparkaðir í staðinn. Stjórnarandstöðublöðin kváðu lögregluna hins- vegar hafa hnuðlað krakkana fullhranalega og jafnvel slasað nokkra þeirra. Ekki bar blöðunum betur saman um herstöðva- gönguna 10. maí. Þannig var þeim ekki nokkur leið að vera sammála um hversu margir hefðu verið í göngunni, þegar hún lagði af stað af Hvaleyrarholti. Eitt blaðið kvað göngumenn þá hafa verið eitthvað á annað hundrað, annað sýndi þá rausn að hækka töluna upp í tvö hundruð, það þriðja kom henni upp i „á þriðja hundrað" og það fjórða kvað á fjórða hundrað manns hafa lagt af stað af holtinu, og mun það næst sanni. Á siðustu árum hefur því oft verið haldið fram íslensku blöðunum til hróss að þau væru nú orð- in regluleg fréttablöð í stað þess að vera hlut- drægar málpipur stjórnmálafiokkanna, sem varla birtu svo frétt að hún væri ekki skekkt og skæld i það form, sem bezt var talið henta málstað Flokksins. Greinilegt er að það hrós hefur verið fullsnemma á ferðinni. Um Gunnar Lambason er sagt, að „um allar sagnir hallaði hann mjök til en ló frá víða", er hann sagði frá Njálsbrennu. Ritstjórar íslenzkra dagblaða virðast eindregið temja sér álíka sann- leiksást, enda hafa þeir ekki til þessa þurft að óttast að þeim væri jafn rausnarlega launaður villandi fréttaflutningur og Gunnari við hirð Orkneyjajarls. dþ. VIIVMn Útgefandl: HUmir hí. Ritstjóri: Gylfi Gröndai. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Matthildur Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteikning: Hall- dóra Halldórsdóttir. Auglýsingastjóri: SigriOur >or- valdsdóttir. — Ritstjóm, auglýsingar, afgreiSsla og dreifing: Skipholti 33. Símar 35320 - 35323. PósthóU 533. Verö í lausasölu kr. 50,00. ÁskriftarverO er 475 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, 900 kr. fyrir 26 tölublöð misserislega. — ÁskriftargjaldlO grelOlst fyrirfram. Gjaldd. eru: Nóv., febrúar, mai og ágúsl 22. tbi. VIKAN 3

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.