Vikan


Vikan - 28.05.1970, Page 7

Vikan - 28.05.1970, Page 7
Eldgos hefur jafnan þótt mikils- háttar viðburður hér á landi, enda gerist ekki slíkt á hverjum degi. Það er því ekki nema von, þótt eitthvað fari úr skorðum, þegar slíkt ber að höndum öll- um að óvörum. Hitt er rétt, að ckki virðast menn gera sér næga grein íyrir því nú á tímum hins mikla öryggis, að eldgos eru hættuleg fyrirbæri, og aldrei að vita nema stórtjón hljótist af þeim. Okkur finnst óvarkárni vera hið eina, sem setja má út á hegðun manna og fjölmiðla í sambandi við Heklugosið nýja. í einu blaðinu stóð til dæmis, að nú væri „hátíð“ blaðainanna. Svona skrif ná auðvitað engri átt. Aldrei heima Kæri Póstur! Ég hef skrifað þér einu sinni áður og fékk þá svar, sem var kannski ekki sem verst, en ég gat hins vegar ekki hugsað mér að fylgja þeirri ráðleggingu, sem þú gafst mér. En nú er það mál löngu úr sögunni. Það leystist af sjálfu sér, svo að ég hefði ekki þurft að hafa neinar áhyggjur af því. En er þetta ekki alltaf svona: Við gerum okkur stöðug- ar áhyggjur, oft alveg að ástæðu- lausu. Og nú er ég enn komin með áhyggjur út af persónulegu einkamáli mínu. Ég er nýlega gift og hef verið afar hamingju- söm, en það er þó eitt sem varp- ar skugga á hamingjuna og veldur mér miklum áhyggjum. Fyrstu vikur hjónabandsins var maðurinn oftast nær heima á kvöldin, þegar hann var kominn heim úr vinnunni. En það hélzt ekki Jengi. Nú eru þau kvöld orðiri fá. sem hann er heima, og honum dettur sjaldan í hug að stinga upp á því. að við förum saman út. Það er komið í ljós, að hann á sér óteljandi áhuga- mál, eða segir mér það að minnsta kosti. Hann er farinn að spila golf (það gerði hann ekki áður en við giftum okkur), hann er kominn í einhverja nefnd í pólitísku félagi, og segir mér, að það séu fundir í nefndinni oft í viku og stundum standa þeir langt fram á nótt (það er víst vegna væntanlegra kosninga). Ég geri mér ljóst, að það er ekk- ert við það að athuga, þótt menn taki þátt í félagslífi og eigi sér ýmiss konar áhugamál í tóm- stundum sínum. En það sem veldur mér áhyggium er tillits- levsi hans. Það er engu líkara en það sé miklu meira en sjálf- saet mál, að hann fari þetta og hitt, sem hann segist „verða að fara“ og „þurfa alveg endilega að fara“ og „ekki geta komizt hjá að fara“. Hann veit fullvel, að ég sit heima og prjóna (við eigum von á fyrsta barninu okk- ar). Það þarf enginn að segja mér, að hann „verði“ eða „þurfi“ að vera svona oft að heiman á kvöldin. Hann langar einfald- lega til þess og dettur ekki í hug að taka tillit til mín, sem má sitja heima og bíða eftir honum. En það er nú svo, að þegar mað- ur er látinn bíða kvöld eftir kvöld, þá sljóvgast tilfinning- arnar og manni fer að verða al- veg sama hvort hann er heima eða ekki. Ég óttast þetta tilfinn- ingaleysi mitt, og er sannfærð um, að hann á alla sök á því. Ef hann væri oftar heima, þá mundum við tengjast miklu traustari böndum. Jæja, Póstur minn!. Þú hefur víst heyrt annað eins og þetta áður, og ég vil biðja þig að ráða mér nú heilt. Sérstaklega vil ég fá að vita, hvort ég á að ræða þetta mál við hann, en ég hef enn ekki minnzt einu orði á það. Eða á ég að láta mér þetta lynda? Hvað gera aðrar konur? Með þökk fyrir hjálpina. S. S. Þú ert bersýnilega orðin sár- gröm í garð eiginmanns þíns, og ef til vill hefur þú fulla ástæðu til þess. Það er alltaf erfitt að dæma, hversu oft mönnum á að leyfast að fara út til að leggja stund á það sem þeir hafa áhuga á. En okkur finnst framkoma mannsins þíns óvarkár í meira lagi. Þið eruð jú nýgift og eigið von á ykkar fyrsta barni. Þú neyðist til að vekja máls á þessu við hann og segja honum hrein- skilnislega, að þér líki ekki, hversu oft hann sé að heiman á kvöldin. Vel getur hugsazt, að hann hafi alls ekki hugsað út i þetta og muni því bæta ráð sitt þegar í stað. Rithandarlestur Kæri Póstur! Mikið værir þá nú góður (góð?), ef þú gætir sagt mér, hvað Unnur Þorsteinsdóttir, sem þú sagðir frá hér í vetur, tekur fyrir að lesa úr skrift. Og hvort hún sendir svör út á land. Segðu mér: Ertu karlkyns eða kvenkyns? Hafðu svo þökk fyrir allt. Virðingarfyllst, Norðlendingur. Fyrir nokkru kostaði 500 krón- ur að lesa vcl og nákvæmlega úr skriftarsýnishorni, en kannski hefur það liækkað eitthvað síð- an. Jú, hún sendir ábyggileea hvert á land sem er. Pósturinn er karlkyns og hefur alltaf verið bað hvað sem síðar kann að verða. brún á einni nóttu með QT... Q.T. gerir yður eðlilega sólbrún, meðan þér sofið. Notið Q.T. inni sem úti, í regni sem sól og á 3 til 5 tímum verðið þér eðlilega sólbrún. Q.T. er framleitt af COPPERTONE. Heildsölubirgðir: Heildverzl. Ýmir s.f., sími 1491 og Haraldur Arnason heildv. h.f., Hamarshúsinu h.f., sími 15583. VIÐARÞILJUR i miklu úrvali. * Viðartegundir. eik, askur, álmur, beyki, lerki, fura, valhnota, teak, mansonia, caviana. HARÐVIÐUR og þilplötur, ýmsar tegundir. PLASTPLÖTUR, Thermopal, ýmsir litir. * Harðviðarsalan sf. Þórsgötu 14, símar 11931 og 13670.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.