Vikan


Vikan - 28.05.1970, Qupperneq 8

Vikan - 28.05.1970, Qupperneq 8
Oft verður lítið af því höggi, sem hátt er reitt. íslenzkur málsháttur. # fólk í fréttunum Margir höfðu gaman af að sjá Gary Grant, sem nú er orðinn gráhærður öldungur, þegar hann kom fram við afhendingu Óscarsverðlauna í ár. Sjónvarpið sýndi eins og kunnugt er mynd af afhending- unni, sem var hin bezta skemmtun á að horfa. í þessari mynd voru meðal annars sýnd nokkur atriði úr myndum Gary Grants og þá sérstaklega ástarsenurnar, en fáir kvikmyndaleikarar hafa notið slíkrar kvenhylli sem Gary Grant. Fyrir nokkrum árum féll hann í þá freistni eins og margar filmstjörnur að skrifa ævi- minningar sínar. Auðvitað hafði hann frá ýmsu merkilegu að segja, einkum fyrrverandi eiginkonum sínum, Virginu Cherill, Barböru Hutton og Betsy Drake. Bók sína byrjaði Gary Grant á þessa leið: Nú er ég reiðubúinn til að segja kynbræðrum mínum þetta: Konur kjósa miklu fremur þá menn, sem verða ástfangnir af þeim, án þess að skilja þær, en þá, sem skilja þær, án þess að verða Frank Sinatra drekkur whisky upp á hvern einasta dag og getur alls ekki verið án þess. Skömmu eftir forsetakosningarn- ar í Bandaríkjunum 1960, bauð John F. Kennedy honum í siglingu á lystisnekkju sinni. Þegar Sinatra kom um borð í snekkjuna eftir 50 mílna ferðalag, var hann eðlilega orðinn mjög þyrstur. En þar tók ekki betra við. Kennedy forseti var heldur lítill vínmaður og átti ekkert whisky um borð. Sinatra var í öng- um sínum og leitaði til hinna farþeganna, en því miður átti enginn whisky. Frank Sinatra fór því skrælþurr í kverkunum í land og við það tækifæri sagði hann: — Eitt hef ég lært um þessa djöfullegu helgi. Ég fer aldrei fram- ar að heiman, án þess að hafa með mér bar á hjólum. Það hefur verið heldur hljótt um Lyndon B. Johnson, síðan hann hvarf úr Hvíta húsinu, eins og títt er um forseta, þegar þeir hafa látið af embætti. Þó hefur LBJ ekki með öllu horfið úr sviðsljósinu. Hann flutti til dæmis nú síðast ræðu á demó- krataþingi, þar sem hann studdi eindregið stefnu Nixons í Kambodiu. Og nokkru áð- ur náði blaðaljósmyndari þessari mynd af honum. Hún birtist í mörgum blöðum vestra og var prjónaður með henni alls konar texti. Eins og sjá má er engu lík- ara en Johnson sé að reyna að fylgjast með fízkunni í útliti. Hann er með hár niður á herðar og gríðar- stóran trefil um hálsinn. En hvað sem útlitinu líður, þá hafa skoð- anir Johnsons sýnilega ekkert breytzt. Úlfurinn er bezti vinur hans Amman Valentine Nikiticha Minakova er með öllu áhyggju- laus, þegar barnabarnið hennar, Vadik, ráfar um í stóra skógin- um, sem umlykur heimili þeirra, sem er lítið timburhús i Síberíu. Hún veit, að hann er undir góðri vernd, því að úlfurinn Dingo fylgir honum ei.ns og skuggi. Einu sinni var Dingo villtur úlfur, sem sást dag nokkurn leika sér við hund ömmunnar, sem heitir Verny. Það fór bersýni- lega vel á með Dingo og Verny, en þó var úlfurinn fjarska mann- fælinn og styggur. Smátt og smátt gerðist hann þó djarfari, og e'tt sinn tókst ömmu að hand- sama hann. Á nokkrum mánuð- um tókst henni að vinna sér trúnað úlfsins og temia hann, og alltaf var Vadik litli með þeim. Loks rann sá dagur upp, að hún gat falið drenginn umsiá úlfsins, og síðan hafa þeir verið óaðskili- anlegir vinir. HveitibrauSsdagar eftir 57 ára þrældóm — Nú er tími til kominn að við förum í brúðkaupsferðina, Signe. Nú höfum við loksins ráð á því og það er ekki seinna vænna. STUTT OG LAG- GOTT Heimilið er sá staður, sem maðurinn leitar til, þegar hann er orðinn leiður á að vera vingjarnlegur við fólk .... Það var Hugo Karlsson, 82 ára gamall fyrrverandi skógarhöggs- maður í Svíþjóð, sem sagði þetta við konu sína, sem er tveimur árum yngri en hann. Hugo og Signe eru foreldrar 15 barna. Þau eiga nú 45 barna- börn og 20 barnabarnabörn. Allt lífið hafa þau fórnað sér fyrir börnin, og þegar þau giftu sig fyrir 57 árum voru þau svo fá- tæk, að þau áttu naumast til hnífs og skeiðar. En loksins nú hefur hagur þeirra vænkast, og þess vegna ætla þau að fara í brúðkaups- ferðina, sem aldrei gat orðið af á sínum tíma, og njóta hveiti- brauðsdaganna í ellinni. 8 VIKAN 22. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.