Vikan


Vikan - 28.05.1970, Blaðsíða 19

Vikan - 28.05.1970, Blaðsíða 19
UMSJÓN: DRÖFN H. FARESTVEIT, HUSMÆÐRAKENNARI Rækjusalat með ávöxtum 2 bananar V2 bolli mandarínur 1 appelsína 1 pera 1 epli hnetukjarnar rækjur Bananarnir skornir í sneiðar. Epl- ið og peran skorið í smáteninga. Magn af hnetukjörnum og rækjum eins mikið og þér viljið. Öllu bland- að saman. Sem sósu á þetta salat notum við mayonese blandað með þeyttum rjóma og bragðbætt með appelsínusafa og sítrónusafa. Hellið dálitlu af sósunni yfir salatið en berið síðan það sem eftir er með í skál. Gott er að bera fram ristað brauð og blaðsalat með þessu salati. Hversdagssalat 1 salathöfuð 3 tómatar V2 ágúrka 6 soðnar kartöflur 2 harðsoðin egg dill, hvítlaukur sósa: 3 msk. matarolía 1 msk. edik V2 tsk. sinnep V2 tsk. sykur salt, pipar Salatið þvegið vel og skorið í strimla. Skerið tómatana, agúrkuna og kartöflurnar í sneiðar eða bita og eggin í báta. Salatskálina er gott að núa að innan með hvítlauk. Klippið dill og stráið yfir. Sósunni blandað saman og henni hellt yfir salatið rétt áðúr en það er borið fram. Tómatsalat Tómatar snaiddir niður og stráð á þá lauksalti eða sellerisalti. Eða: hrista saman franska sósu og hella yfir og klippa síðan grænt yfir. Eða: blanda saman við niður- sneiddum laukhringjum eða púrru- hrirgjum og hella franskri sósu yfir. Eða: þunnar appelsínusneiðar og saxaður laukur blandað saman við tómathringina og hella síðan súr- mjólkurmayonese yfir. Gulrótaeplasalat 2 epli 3 gulrætur hvítkál sítróna, appelsínur Gulræturnar rifnar fínt, eplið rifið gróft og hvítkálið. Appelsínan og sítrónan er skorið í bita og borið með. Með þessu salati er engin sósa borin þar eð appelsínurnar og sítrón- an gefa safann. Sólskinssalat 2 grapealdin 3—4 gulrætur sósa: 2 hl. olía 1 hl. sítrónusafi salt, sykur, hvítur pipar. Skerið grapealdinið ( helminga, holið það út, og skerið aldinkjötið í smáa bita. Gulræturnar rifnar á rif- járni og þeim síðan blandað saman við grapealdinbitana. Sósan hrist saman og henni hellt yfir. Sem til- breytni við framreiðslu á þessu salati má klippa grænt yfir eða þá nota dökk vínber. 22. tbt. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.