Vikan


Vikan - 28.05.1970, Page 31

Vikan - 28.05.1970, Page 31
inu. — Þetta er rosi, segir hann. svo. — Það er Hka til annar góður maður á svipaðri línu, Keith Emer- son í Nice. Mér finnst hann stórkostlegur. Já, allir eiga að fá að njóta sín. Með þessum hljómleikum sem ég er að tala um, getum við flutt fólkinu það sem við höf- um að segja. Mér finnst ég vera fæddur til að bæta heiminn . . . er það ekki, kona? segir hann og faðmar Rósu að sér og kyssir. — Mér finnst ég hafa tekið sinnaskiptum undan- farið, bætir hann við. — Nú á ég orðið góða konu sem hefur hjálpað mér og haft mikil áhrif á mig. Við ætlum að gifta okkur. — Nú, hvenær á það að verða? — Bara einhverntíma fljótlega. — Ef við snúum okkur frá rómantíkinni, hver var ástæðan fyrir því að þú sagðir upp í hljómsveit- inni? — Eg hef áhuga á því að mennta mig í tónlist, bara það sem mig langar til að spila. Ég vil spila fyrir fólk sem vill hlusta á mig og taka þátt í því sem ég er að gera. Það er orðið langt síð- an ég kynntist Karli Sig- hvatssyni og aldrei hef ég heyrt hann tala á þennan hát — eða tala af eldmóði yfirleitt, fyrr en ( kvöld. Það sama segir Rósa: — Mér finst hann hafa breytzt, segir hún og horf- ir beint á mig. — Fyrst þegar ég kyntist honum fannst mér hann stefnu- laus, rótlaus, hann þvæld- ist um og vissi ekkert hvað hann var að gera eða að hverju hann stefndi. — Þetta er alveg satt, grípur Karl fram í. — Ég hrærðist í umhverfinu af því að ég vissi ekki bet- ur. Svo var það góður vinur minn, Þröstur Ólafs- son (formaður SÍNE), sem sagði við mig nokkuð sem vakti mig til umhugsunar: —Það er enginn munur á því sem þú ert og því sem þú gerir. Þetta vakti mig, því ég vil láta vera mun á vil gera mitt bezta til að kenna fólki eithvað um lífið og reyna að bæta það. Af hverju þarf alltaf að vera að berjast? Stríð er það ómanneskjulegasta sem til er, og hefur aldrei orðið neinum til góðs. — Ja, nú hefur brezkur þjóðfélagsfræðingur Stani- slav Andreski, sagt eitt- hvað á þá leið að án stríðs væri menningin tví- mælalaust enn á steinald- arstigi. Hvað viltu segja um það? — Ekkert. Ég pípa á þennan Andreski þinn. Allt líf á að lifa. Popp- menningin getur gert, og er á góðri leið með að gera byltingu í heiminum. Ég er alveg sammála þeirri skoðun sem hefur komið fram, að ,,poppið" hafi haft víðtækari áhrif en nokkuð annað sem kom- ið hefur fram í margar ald- ir. — Er það eitthvað fleira sem hefur orðið til þess að þú tókst sinnaskiptum og ákvaðst að breyta heiminum? — Það eru fyrst og en ekki hjá mér. — Að lokum: Fær nokk- uð breytt ákvörðun þinni um að hæta í Trúbrot? — Ekkert. Ég er ham- ingjusamur eins og þetta er í dag, og held að ég komi til með að verða mun hamingjusamari með því að gera þá hluti sem hugur minn stefnir að. Það var og. Forvitnilegt verður að fylgjast með Karli Sighvatssyni í fram- tíðinni. í spjallinu hér á undan hefur hann lofað stórum hlutum og við skul- um vona að hann geti staðið við þá. Það er Magnús Kjartans- son, organisti Júdasar sem kemur í stað Karl i hljóm- sveitinni, og enn sem kom- ið er virðist framtíð þeirr- ar hljómsveitar (Júdasar) á huldu. Þó hefur heyrst að þeir félagar hafi hug á að halda eitthvað áfram — og fá jafnvel Karl með sér! Sú hljómsveit yrði þá væntanlega skipuð þeim Vigni, Ingva (söngvara Júdasar), Karli og þeim félögum úr Pops, Pétri Ég vil gera mitt bezta til að kenna fólki eitthvað um lífið og reyna að bæta það. Poppmenningin er á góðri leið með að gera byltingu í heiminum... M BJET* KEIMINN VIÐTAL VIÐ KARL SIGHVATSSON UM „KALLA f TROBROT14 og samhliða því er ekki hægt að vera í hljómsveit eins og Trúbrot. Mig lang- ar til að læra meira á mitt hljóðfæri, mig langar til að geta skrifað tónlist og samið af viti. I rauninni hef ég enga undirstöðu- þekkingu í tónlist og úr því vil ég bæta, og ætla að reyna að byggja nám- ið upp á sjálfum mér mun meira en ég hef gert hing- að til. — Og ætlarðu þá í skóla, til dæmis Tónlistar- skólann ! Reykjavík? — Auðvitað fer ég í skóla — og það sem ég get ekki lært þar læri ég i aukatímum hjá einhverj- um góðum mönnum útí bæ. Og vissulega mun ég spila eitthvað áfram, en því sem ég er og því sem ég geri. — En ef þú ert annað en það sem þú gerir — hvernig geturðu þá verið einlægur í því sem þú gerir? Hvernig geturðu verið einlægur í þ(nu skapandi starfi? Jú, ég er ekki að meina það .... — Hann er að meina, segir Rósa Björg, — að hann vill ekki láta benda á sig og segja: — Þarna er hann Kalli í Trúbrot, heldur: — Þetta er Karl Sighvatsson. Hann vill vera maður en ekki ein- hvgr almenningseign. — Rétt, segir Karl og þau kyssast. — Ég vil tala nýtt tungumál í mús(k, heldur hann áfram. — Ég fremst tveir hlutir: Konan mín og cannabis. Eftir að ég kynntist þessu hvoru- tveggja fór ég að sjá sjálf- an mig, lífið og tilveruna í nýju Ijósi. Það var canna- bis sem opnaði mig og konan mín sem leiddi mér fyrir sjónir hvað ég var á rangri braut, sífellt að leita að sjálfum mér þó að ég vissi það ekki. Maður var eins og stjórnlaust rekald sem barst með straumn- um. En ég vil að það komi skýrt fram að ég mæli alls ekki með cannabis við einn eða neinn. Það hjálp- aði mér, en svo getur meira en verið að það hjálpi engum öðrum. Þeir verða þá alla vega að finna það hjá sjálfum sér og Ólafi. Horfur fyrir slíka hljómsveit eru frábærar. Magnús sagðist hafa átt í miklum erfiðleikum með að taka þá ákvörðun að hætta í Júdas, því þeir félagar væru ekki einung- is góðir hljóðfæraleikarar, heldur og afbragðs piltar. — Það verður í byrjun júlí, á ársafmæli Trúbrots, sem Magnús fer að leika með hljómsveitinni. í næsta blaði verða m.a. nokkrar myndir frá Dan- merkurferð Trúbrots. óvald. Ég hef tekið sinnaskiptum... Ég á góða konu sem hefur hjálpað mér og haft mikil áhrif á mig. Við ætlum að gifta okkur bráðlega ... 22 tbl- VIKAN 31

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.