Vikan - 11.06.1970, Qupperneq 6
Verðlistinn
Telpnafatnaður
Táningafatnaður
Frúarfatnaður
Glæsilegt úrval, munið að við leggjum áherzlu á að vera
með allar stærðir. Góð þjónusta.
Verðlistinn
Kápudeiid (Hlemmtorgi) sími 83755.
Kjóladeild við Laugalæk sími 33755
22-24
1:30280-32262
Vel hirt eign er
verðmætari
Umskurn í Ameríku
Kæri Póstur!
Ég vil byrja á að þakka Vik-
unni fyrir gott lestrarefni und-
anfarin ár.
Mig langar til að biðja þig að
leysa úr miklu þrætumáli sem
ég á aðild að. Ég held því fram
að flest sveinbörn sem fæðast í
Bandaríkjunum séu umskorin,
bæði vegna þrifnaðar og vegna
þess að fram hefur komið að
óumskornir karlmenn geta ver-
ið valdir að krabbameini í leg-
hálsi vegna óþrifa sem þeir bera
í leghálsinn með samförum. Ég
vona að þú svarir þessu bréfi
mínu ef þú getur fljótt og vel,
því mikið liggur við og ég vil
ekki fara með rangt mál.
P.S. Hvernig er skriftin?
Ein sem á sveinbarn.
Hér hlýtur þú að hafa á röngu
að standa. Bandaríkjamenn eru
allflestir kristnir og hjá þeim
trúarflokki er umskurn ekki
tíðkuð. Einhverjar undantekn-
ingar munu að vísu vera f!rá
þeirri reglu, en eftir því sem við
bezt vitum eru þær ekki mjög
algengar. Þær undantekningar
munu þá yfirleitt gerðar af heil-
brigðisorsökum, þar á meðal ef
til vill þeim, sem þú nefnir. En
eftir því sem við bezt vitum eru
einu Bandaríkjamennirnir sem
láta umskera syni sína upp til
hópa Gyðingar, en þeir eru að-
eins sex milljónir í landinu af
yfir tvö hundruð milljónum íbúa
alls.
Skriftin er falleg.
Hæfir mér hér um bil
Kæri Póstur!
Ég hef aldrei lagt í að skrifa
þér áður, því að þú átt það til
að snúa svo út úr hjá sumum.
En slepptu mér við það. Það
þunna sem ég ætla að fara fram
á við þig er að biðja þig um að
gagnrýna þessa vísu sem ég orti,
eða láta fjöldann gagnrýna hana.
En hún er svona og ort um kær-
astann, auðvitað.
Hann er eins og klísturkúkur
sem kemur af og til
En ber sig sem Hvannadals-
hnjúkur
og hæfir mér hér um bil.
Viltu einnig segja mér hvern-
ig vatnsberinn og bogmaðurinn
eiga saman, og vatnsberinn og
steingeitin.
P.S. Kanntu að lesa úr skrift?
Bless, þín Gunna.
Vísan er bærileg rímreglum
samkvæmt að öðru leyti en því,
að öðru háinu í síðustu línunni
(í ,,hér“) er ofaukið. En í þinum
sporum mundi sá sem þessu
svarar ekki vilja eiga kærasta,
sem væri eins og klísturkúkur en
stritaðist þó við að bera sig eins
og Hvannadalshnjúkur.
Vatnsberi og bogmaður eru
báðir mikið fyrir hugsjónir og
laðast því fljótt hvor að öðrum.
Þeim gengur yfirleitt sambúðin
vel, nema þá helzt ef þeir þreyt-
ast á hugsjónunum þegar lengra
kemur fram, eins og fyrir kem-
ur þegar illa stendur á með
stjörnurnar. Vatnsberi og stein-
geit eiga einnig heldur vel sam-
an, sökum þess einkum að bæði
hafa þau mikla hneigð til þess
að komast að kjarnanum í hlut-
unum, leita svokallaðra eilífra
verðmæta.
Sérfróðir erum við ekki i
skriftarúrlestri, en við gerum
okkar bezta.
Fjarrl heimsins glaumi
Þórshöfn ?/5 1970.
Elsku Póstur! (Ehemm).
Við ætlum að byrja á því að
þakka þér fyrif allt gamalt og
gott. Þetta er í fyrsta skipti sem
við skrifum þér og vonum að
þetta bréf lendi ekki í rusla-
körfunni. Okkur langar að
spyrja þig hvort það eigi ekki
að fara að sýna í sjónvarpinu
leikritið „Fjarri heimsins
glaumi“. Þótt þér finnist að það
sé ekki í þínum verkahring að
svara þessu, þá vonum við nú
samt að þú látir það eftir okkur.
Að síðustu: Hefur nokkuð annað
stríð verið á íslandi en hið fræga
„þorskastríð". Vertu nú blessað-
ur og sáell og þökk fyrir birting-
una.
Huldís og Ragga.
P.S. Hvernig er skriftin?
Okkur vitanlega hefur ekkert
leikrit verið gert eftir þessari
skáldsögu Thomasar Hardys, en
hins vegar hefur hún verið kvik-
mynduð og er nú verið að sýna
myndina í Gamla bíói með Julie
Christie, Terence Stamp, Peter
Finch og Alan Bates í aðalhlut-
verkum. En sýning á myndinni
í sjónvarpinu mun ekki standa
til.
fslendingar hafa að vísu aldr-
ei háð stríð við aðrar þjóðir,
nema þá þorskastríðið við Breta,
en það varð ekki blóðugt til allr-
ar guðslukku. En á Sturlunga-
öld var ástandið hjá okkur
þannig svo áratugum skipti að
0 VIKAN
24. tbl.