Vikan - 11.06.1970, Side 7
varla er liægt að nefna það ann-
að en borgarastyrjöld. f mann-
skæðustu bardögóinum þá féllu
tugir og jafnvel hundruð manna.
Líka má segja að á siðaskipta-
tímanum hafi um skeið ríkt
styrjaldarástand milli kaþólskra
Norðlendinga annars vegar og
Dana og sunnlenzkra lútherstrú-
armanna hins vegar.
Skriftin er snyrtileg.
We shall overcome
Kæri Póstur!
Getur þú sagt mér hvort ís-
lenzkur texti hefur verið gerður
við ameríska friðarsönginn, We
shall overcome. Og ef svo er,
gætirðu þá gert mér þann greiða
að birta þann texta. En ef is-
lenzkur texti er enginn til,
myndirðu þá vilja birta fyrir
mig þann enska?
Með beztu þökkum fyrirfram.
Einn söngelskur
á Akureyri.
Okkur er ekki kunnugt um neinn
íslenzkan texta við þetta Iag. En
sá enski er svona:
We shall overcome
: / : We shall overcome : / :
some day.
Deep in my heart I do beleve
We shall overcome some day.
We‘ll walk hand in hand
: / : We walk hand in hand : / :
some day.
Deep in my heart...
We shall live in peace
: / : We shall live in peace : / :
some day.
Deep in my heart...
Svar til „einnar sem
er að verSa 17“
Eftir bréfi þínu að dæma er
fjölskylda þín ekki upp á það
bezta, að minnsta kosti er helzt
að sjá að bróðir þinn sé hreinn
hálfviti eða óþverri, nema hvort-
tveggja sé. Fljótt á litið virðist
okkur sem vel gæti komið til
greina fyrir þig að leita til sál-
fræðings eða ef til vill öllu frek-
ar félagsráðgjafa.
Hann er alltaf úti á
kvöldin
Elsku Póstur!
Ég hef alltaf ætlað að skrifa
þér og loksins kom ég því í verk.
Nú segi ég þér frá vandamáli
mínu. Ég er hrifin af strák sem
er alltaf úti á kvöldin og fer oft
í bíó, en ég fæ aldrei að vera úti
á kvöldin og sjaldan eða aldrei
í bíó. Ég er agalega hrifin af
honum en ég veit ekki hvaða
stelpu hann er með. Hann seg-
ist ekki vera með neinni. Ég trúi
honum ekki. Hvað á ég að gera?
Á ég að halda áfram að reyna
við hann eða hætta því? Hvað
finnst þér? Ég vona að þú birtir
þetta bréf fyrir mig.
Ein í vanda.
Hættu við hann, fyrir alla muni.
Fyrst þú ert sannfærð um að
hann sé með annarri og ljúgi
þig fulla ofan í kaupið, er erfitt
að sjá hvernig þú getur haldið
áfram að „reyna við“ svoleiðis
dela.
Þessu vil ég ekki trúa
Gjögri, 26/2 1970.
Kæri Póstur!
Mig langar til að biðja þig að
leysa úr dálitlu deilumáli fyrir
mig. Deiluefnið er uppáhalds-
söngvarinn minn, hann Björgvin
Halldórsson. Mér skildist á við-
tölum við hann í sjónvarpi og
hljóðvarpi, út af hinum alkunnu
eiturlyfjamálum, að hann væri
á móti notkun á þessum lyfjum.
Er það ekki rétt hjá mér?
Nú var mér aftur á móti sagt
í dag (af stelpu sem segist
þekkja hann) að hann sé sjálfur
neytandi þessara fíknilyfja.
Þessu vil ég nú ekki trúa fyrr
en ég má til. Þess vegna bið ég
þig nú, Póstur minn, að segja
mér það rétta í þessu máli.
Með fyrirfram þökk.
Ein átján ára
aðdáandi Bjögga.
Á það má benda að neyzla fíkni-
Iyfja er nú bönnuð með lögum
hér á landi, og fólk nákunnugt
Bjögga segist ekki vita til að
hann láti þau í sig.
Svar til
„frúar á Akranesi“
Megrunarnudd hefur oft ver-
ið reynt með góðum árangri
gegn þessu sem þú nefnir; þú
ættir að gera tilraun með það.
Svar til einnar innlegra
ástfanginnar
Blessuð hafðu samband við
drenginn, skrifaðu honum,
hringdu í hann, láttu sameigin-
legan kunningja bjóða ykkur i
partí, svo eitthvað sé nefnt. —
Hann er sjálfsagt eitthvað skot-
inn í þér svo að það ætti að geta
tekizt. Og gefðu feimninni langt
nef; nú á timum á ekki að vera
neitt tiltökumál að stúlkur fitji
að fyrra bragði upp á kunnings-
skap við pilta, sem þeim lízt
vel á.
A EVUKLÆÐUM EINUM
I UDEN EN TRÆVL |
Hin margumrædda og æsidjarfa metsölubóR á Norð-
urlöndum, eftir norska rithöfundinn Jens Björneboe,
er nú fáanleg I islenzkri þýðingu. Bókin, sem er
bönnuð í heimalandi höfundar. lýsir flestum stigum
kynlýfsreynslu ungrar stúlku i mörgum stórborgum
meginlandsins á frjálslegri. opinskárri og teprulaus-
ari hátt en tíðkast. og hefur nú þegar verið kvik-
mynduð.
Bókin verður aðeins seld til áskrifenda, á meðan hið
takmarkaða upplag endist, og geta þeir sem óska að
eignast hana. gerzt áskrifendur með því að útfylla
greinilega meðfylgjandi pöntunarseðil og senda hann
ásamt áskriftargjaldinu I ábyrgðarbréfi í Giro-reikn-
ing númer 65 við Útvegsbanka Islands i Reykjavik og
öllum útibúum hans.
Ef bókin hefur ekki borizt yður innan þriggja vikna frá
pöntun, þá látið vinsámlegast Giro-þjónustu Útvegs-
bankans strax vita.
ÚTGEFANDI
-----------------------------------------------------------1
Gíró-reikningur númer 65 í Útvegsbanka Islands:
Ég undirrit óska að gerast áskrifandi að bókinni I
A EVUKLÆÐUM EINÚM. og sendi hér meö greiðsl- j
una kr. 400.00. Bókin sendist mór burðargjaldsfrítt. ■
Nafn .................................................. |
Heimili.......
!___________________________________________________________!
24. tbi. VIKAN 7