Vikan - 11.06.1970, Page 17
Þær rifu í hárið hvor á annarri og börðust í iogandi bræði. Þær féllu í gólfið og veltust fram og
aftur...
SMÁSAGA EFTIR BRANKO COPIC
Fréttin breiddist út eins og eldur í
sinu um þorpið: Amma er orðin veik.
Hin gamla og einmana amma liggur
fyrir dauðanum.
Kyrr og sólríkur vordagur rennur
upp. Þú gengur eftir skuggsælum vegi
umvafinn grænum heimi nýs laufs; þú
heyrir í spörvunum; þú minnist hinnar
veiku ömmu og finnur til gleði yfir þvi.
— Guð fyrirgefi þér — að þessi gamli
og málugi kvenvargur er nú að svngja
sitt síðasta, á meðan þú — guð veri lof-
aður — ert iiraustur og glaður og held-
ur til vinnu þinnar. Og á morgun kaup-
ir J)ú þér nýjan hatt og hefur engar
áhyggjur af lifinu.
Umliverfis húsið hennar ömmu voru
nú nánir og fjarskyldir ættingjar farn-
ir að safnast saman. Þeir héldu áfram
að safnast saman umhverfis húsið eins
og hrafnar og hrægammar yfir gil, sem
bóndi liefur kastað sjálfdauðu svíni i.
Húsið hennar ömmu stendur á hæð-
ardragi og er umvafið gömlum og þurr-
um kirsuberjatrjám með rifnum berki
og afbrotnum greinum. Amma á nú
ekld annað land en það sem liúsið henn-
ar stendur á, liitt befur liún selt fvrir
löngu. En amma á peninga á banka, —
live mikið, það veit hins vegar enginn.
Og amma á húsgögn og heimilistæki.
Kommóðurnar hennar ömmu eru full-
ar af teppum, lini og serkjum, sem allt
liggur gleymt og grafið og lyktar af
margra ára ryki og skit.
Amma á engin „eftirlætisbörn“.
Hennar eigin börn eru látin fyrir löngu,
dóu ])egar í barnæsku, og maðurinn
hennar hljóp frá lienni og dó einhvers
staðar i veröldinni. Af nánustu ættingj
um á bún aðeins bræðra- og systrabörn
eftir og óteljandi afkomendur þeirra,
heilan hóp af berfættum og liálfnökt-
um rollingum, sem erfitt gat verið að
þekkja i sundur.
Af öllum þessum ættingjum hafði
annna alltaf tekið einhvern sérstakan
að sér. Eitt árið bafði þessi verið henn-
ar yndi og eftirlæti; hitt árið hafði það
vcrið einliver annar. Hin duttlungafulla
annna gat skyndilega skipt um skoðun
og rekið „eftirlætið“ sitt frá sér og
kvartað sáran j7fir því, að ])að bafi stol-
ið öllu steini léttara úr húsinu liennar.
Þá var röðin komin að þeim næsta, sem
vann kappsamlega að því að sverla fyr-
irrennara sinn eins og hann mögulega
gat og fyrir bragðið var annna gamla
uppfull með lygi, baktali og níði af ein-
liverju tagi. Svona net fléttast oft, þeg-
ar peningar og erfðagóss er annars veg-
ar — árangur af striti annarra.
— Kæra amma. þú mátt ekki yfir-
gefa okkur, hvíslaði systurdóttirin
Maria yfir henni með grátstafinn í
kverkunum um leið og hún hlustaði
með athygli á þungan andardrátt gömlu
konunnar. Hún virtist ekki eiga langt
eftir.
Hún liggur í svitakófi, snýr höfðinu
og umlar eitthvað.
— Amma, kæra anima, hvar eru
lyklarnir að kistlunum þinum? Ég ætla
að láta þig fara í eitthvað breint — ef
. . . æ . . . nei.... Guð gefi....
Amma, kæra amma, volar frænka
hennar. Hvar eru lyklarnir, amma?
Kisturnar hennar ömmu eru fullar af
fötum, og hendurnar hennar Maríu eru
þegar farnar að skjálfa, og hún fær
kökk í hálsinn, þegar hún hugsar um
öll þau auðæfi. Hægt og rólega opnast
dyrnar með eilitlu ískri og inn um dyra-
gættina gægist andlit Stefaníu. Hún lík-
ist mest þjófi.
— Æ, nei, æ, nei, hvað er nú að okk-
ar kæru ömmu! Þú sem liefur verið
mér sem bezta móðir. Kæra amma,
stattu á fætur, liér kemur hún Stefanía
þin.
María færir sig nauðug örlítið til lilið-
ar frá gömlu konunni og segir með
uppgerðarsvip:
Sjáðu, hérna er hún Stefanía. Og
ég sit bara hér og bíð eftir að einhver
komi. Hefurðu elcki lalað við hina,
systir?
— Og ])ú ert hérna, María, segir
Stefanía og hnyklar brúnirnar reiði-
lega.
Þegar fyrir hádegi var stofan orðin
full af kvenfólki. Einnig voru þarna
nokkur böi*n, sem mæðurnar liöfðu
lekið með sér, til þess, að „elsku amma
fengi nú að sjá þau einu sinni enn.“
— Amma, sjáðu litla barnið þitt,
amma. Ó, mig auma! Ég skammast
min fyrir barnið. Það er berfætt og
nákið eins og sígauni.
— Hvers vegna er draugurinn hún
Latinka komin? Það þætti mér gaman
að vita, hvíslaði María að þeim sem
næsl henni stóðu.
— Hún er komin, tæfan sú arna, í
von um að fá eitthvað verðmætt með
sér heim. Ykkur er óhætt að hafa mig
fyrir því. En nei: Ég skal svo sannar-
lega sem ég heiti María sjá um, að ekk-
ert komist í hendurnar á henni.
Gamli gigtveiki bróðirinn hann Mi-
liailo sat boginn á rúminu og fitlaði
ástúðlega við fallegt teppi, sem amma
gamla liafði ofan á sér. í hlöðunni þar
sem hann svaf á nóttunni var kalt, sér-
staklega í morgunsárið. Þá hnipraði
maður sig saman og gróf sig dýpra nið-
ur i lieyið. Svona þungt ullarteppi
mundi koma sér vel fyrir hann. Og
þegar annnan lirykki upp af, ætlaði
hann að krækja sér í teppið. Hugsunin
um, að ef til vill mundu aðrir klófesta
það, gerði honum gramt í geði og gerði
það að verkum, að liann áleit alla f jand-
menn sina og hann var reiðubúinn til
að slást af öllum kröftum og fórna
blóði sínu fyrir „eign“ sína. Fingur
annarrar handar lians fitluðu við kögr-
ið á teppinu, en hin höndin hríðskalf.
— Annna, væri ekki gott að fá sér
kaffidropa, hóf Jeka máls.
Annnan þagði og andaði þungt og
erfiðlega. Það var allt litlit fvrir, að
liinztu stundir hennar væru að liða.
Komdu, komdu, Jeka, við skulum
laga kaffi eða eitthvað svoleiðis, sagði
Stefanía æst.
— Biddu, sjáðu, hérna er kanna . . .
nei, stanzaðu, við skulum heldur taka
])essa körinu. Hún er stærri. Þú veizt
Framhald á bls. 41
24.tbi. VIKAN 17