Vikan


Vikan - 11.06.1970, Side 25

Vikan - 11.06.1970, Side 25
Spennandi fpamhaldssaoa eftir Huoo M. Kritz 8. ktígaralega tígn að það hafi verið mistök. En það kom af stað fyrstu skriðunni. Keisarinn skipaði hon- um að skilja strax við Mariu, Rudolf datt auðvitað ekki í hug að taka það til greina. — Og svo? spurði Milly. Hún gat ekki ann- að en hugsað til Mariu Vetsera. Það var óhamingja hennar að elska manninn, sem hún gat aldrei gengið að eiga. Var hún sjálf ekki í svipaðri aðstöðu? Gianni starði hugsandi fram fyrir sig. — Hvað hefir skeð, veit enginn. En ég get svo sem ímyndað mér það. Það hefir örugglega komið til nýrra árekstra milli feðganna. Keisarinn, sem aldrei hækkar róminn, öskr- aði svo hátt að það heyrðist um alla höllina. — Var það út af Mariu? — Það var ekki hægt að heyra orðaskil, en það var greinilega út af stjórnmálum í það skiptið. Aðstoðarforingi, sem var í her- bergjum hirðmeistarans, sagði mér þetta. Og það skilur enginn. Almennt var álitið að Rudolf hefði ekki nokkurn áhuga á stjórn- málum. Það vissi enginn um Ungverjalands- málið. Milly varð skelkuð. — Getur það verið að keisarinn hafi fengið vitneskju um það, — ég á við byltingaráformin? — Ég reikna með því, Milly. — Góði Guð, þá getur hann hafa fengið að vita að þú hafir verið við það riðinn, Gi- anni! Hann tók hana í faðm sér. — Ástin mín, sagði hann. — Ef þeir hefðu vott af grun um að ég væri við þetta riðinn, sæti ég fyrir löngu bak við lás og slá! Ru- dolf hefir haft samband við einhverja aðra, meðan ég var fjarverandi, einhverja, sem ekki hafa verið ábyggilegir. Það getur líka verið að hann hafi gengið í einhverja gildru. Ég veit það ekki. Þetta mál verður aldrei upplýst. En hvað sem öðru líður, þá er ég ekki settur í samband við það, þeir væru þá fyrir löngu búnir að ná mér á sitt vald, og örugglega með mikilli ánægju! Milly þrýsti sér að honum. Það sem hann sagði róaði hana, en samt var hún hrædd. — Þetta er allt svo hræðilegt, Gianni, sagði hún lágt. — Ó, bara að við værum komin langt burt frá þessu öllu, í eitthvert annað land, þar sem við værum frjáls... — Elsku Milly, ég hugsa ekki um annað, dag eða nótt. Ungverjaland var mín von, en hún brást. Rudolf er dáinn. — Og Maria Vetsera. — Og Maria Vetsera. Hann tók hana með sér. Hann vár of veikur fyrir, ef hægt er að kalia það veikleika að yfirgefa veröld, sem maður fyrirlítur. — Ég... sagði Milly, hljóðlátlega og hugs- andi, — ég vil líka deyja með þér, ef þú . . . — Uss, sagði hann. — Við skulum lifa, Milly. Lifa og vera frjáls. Ég kem ekki auga á neina leið ennþá, en við finnum ráð. Við verðum ... Um kvöldið, þennan sama dag, kom Yvonne Galatz til Vinar, og tók sér íbúð á Imperial hóteli. Hún sendi kort til Millyar og bauð henni að borða með sér, daginn eftir. Þegar Milly kom inn í hinn glæsilega marmarasal, sat barónsfrúin við borð með ungum manni. En hún stóð strax upp, flýtti sér til Millyar og faðmaði hana að sér. — Vina mín, en hve það er dásamlegt að sjá þig aftur! Milly var líka mjög glöð, en hún stóð samt hálf hikandi. — Þú ert ekki ein, Yvonne . .. Barónsfrúin hló. — Það skiptir ekki máli með hann! Hún sneri sér við og veifaði til mannsins, eins og hann væri þjónn. — Hann hefir elt mig í þrjár vikur. Hann er alveg kolvitlaus. Ungi maðurinn gekk til þeirra, og brosti vandræðalega. Hapn var mjög ljós yfirlitum, mjög laglegur og glæsilega búinn. — Þetta er André Swdenborg frá Svíþjóð, kynnti barónsfrúin. — Og André, þetta er madmoiselle Milly Stubel, sem ég hefi sagt yður svo mikið frá. André Swedenborg kyssti hæversklega á hönd Millyar. En Milly hafði það á tilfinn- ingunni að hann tæki ekkert eftir henni. Hann hafði aðeins augu fyrir barónsfrúnni Augu, sem voru eins og Ijósblátt flauel, þung- lyndisleg augu. — Og nú, sagði barónsfrúin með skipandi rödd, — nú vil ég gjarnan fá að vera ein, André. André Swedenborg hneigði sig og fór. Barónsfrúin tók undir arm Millyar. — Er hann ekki ljómandi? Hlýðir eins og vel upp alinn hundur. Hann segist elska mig! Hún hló. — Og ég gæti sem bezt verið móðir hans. — Er það nú ekki nokkuð orðum aukið. — Ekki þegar maður byrjar lífið eins fljótt og ég. Ég veit ekki hve oft ég hefi reynt að hrista hann af mér, en hann sprettur alltaf upp aftur, hann er eins og húsdraugur! En ég hlusta ekki á hann, ég lofa honum að sprikla. Það getur verið að hann geti ein- hvern tíma gert mér greiða. Það er ágætt að hafa trygga þræla . . . Þær gengu inn í matsalinn. Auðvitað barst talið að þeim atburðum, sem voru í hugum allra, sjálfsmorð ríkis- erfingjans. Milly létti á hjarta sínu. Þessi ltona hafði gert svo mikið fyrir hana, að það var óhætt að trúa henni fyrir öllu. Hún sagði henni frá hugmynd Rudolfs um framtið Ung- Barónsfrúin starði á Rússana, skelfingu lostin. HvaS hafði hún rótaS sér inn í? Átti hún að svíkja beztu vini sína? HvaS yrði nú um Johann Salvator og Milly? verjalands og vonir Giannis, sem nú voru orðnar að engu. — Það var erfitt fyrir hann að þurfa að fara úr hernum. Hann er bitur núna og vill komast héðan. Hann þarfnast viðfangsefna. En hvað á maður, sem er erkihertogi, að gera? Þjónninn bar þeim rádýrasteik. Forvitin augu litu á þær, allir þekktu Milly, ástmær Jóhanns Salvator. Allt í einu lagði Barónsfrúin hnífapörin frá sér og horfði á Milly, með undarlega áköfum svip. — Jóhann Salvator er keisaralegur prins, hann ætti að hafa möguleika á að verða fursti í Búlgaríu. — Fursti í Búlgaríu? Hvernig þá? spurði Milly og skildi ekkert hvert hún var að fara. — En góða barn, lestu ekki blöðin? Búlg- arska hásætið er autt, Alexander Battenberg hefir afsalað sér völdum. Hann er kominn til Lissingen og neitar að snúa aftur til Sofiu. Þar er allt á öðrum endanum. — En hvernig dettur þér Gianni í hug? — Ég er nýkomin frá Sofiu; Ég talaði við forsætisráðherrann. Hann er vinur mannsins míns sem var. Þeir leita allsstaðar að ein- hverjum konunglegum prinsi, sem vill setj- ast í hásætið. Það kemst ekki ró á í landinu, meðan á þessari stjórnarkreppu stendur. Milly starði á barónsfrúna. — Þér getur ekki verið alvara. Hvernig ætti Gianni allt í einu að geta orðið búlgarskur fursti? — Hversvegna ekki. Þegar maður af Batt- enbergættinni gat orðið það. Þessutan er Jó- hann Salvator eins og skapaður fyrir þessa stöðu. Hann, sem bæði er greindur og dug- legur. Og Milly, þá væri hann sinn eigin herra? Þú yrðir furstafrú. Milly varð bljóðrjóð. Furstafrú ... Hún gat ekkert sagt, sat aðeins kyrr, með ljómandi augu. — Ég hefi ágæt sambönd, heyrði hún að barónsfrúin sagði, — og ég get komið honum í samband við yfirvöldin þar. Ég skrifa for- sætisráðherranum strax í dag ... Einn fagran morgun í marz, sat Yvonne Galatz á svölunum í hótelíbúð sinni og borð- aði morgunverð. Trén við Ringstrasse voru ber ennþá, en það var vor í lofti. Sólin skein í heiði og frá Vínarskógum andaði hlýjum vorvindi. Barónsfrúin virti fyrir sér umferðina. — Afsakið barónsfrú .. Hún hrökk svolítið við. Hótelþjónninn rétti henni nafnspjald. — Herrann biður um að fá viðtal við yður. Hún las: Pierre Rabecque, Lyon, án þess að nokkur svipbrigði væru sjáanleg á andliti hennar. Hún þekkti engan herra Rabecque frá Lyon, en hún vissi hver maðurinn var, það hlaut að vera Golowin ofursti frá fjórðu Framhald á bls. 43 24. tbf. VIKAN 25

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.