Vikan - 11.06.1970, Page 33
„Ekki enn, þeir eru hinsvegar við fyrsta klettinn. En við hljótum að sjá
þá mjög fljótlega."
Ég tók eftir hjólförum eftir bíl. Bíllinn og kofinn hlutu að vera í dæld
bak við klettana, sem þeir Desmond og Luca höfðu farið fram hjá.
„Við verðum að fara hærra til að sjá lengra," sagði ég við Önnu. „En
við erum víst búnar að stelast nógu hátt."
Ég leit aftur í kíkinn, og enga hreyfingu var að sjá framundan. En skyndi-
lega stirðnaði ég upp. Greinilegt riffilskot heyrðist.
„Hafa þeir skotið eitthvað?" spurði Anna spennt. „Lofaði mér að sjá."
„Bíddu! Ég held, að það hafi komið hærra frá en þeir eru. Þar er eitt-
hvað sem hreyfir sig núna . .
Eitthvað kom hægt eftir hlíðinni. Ég sá fljótlega, að það var dýr, sem
féll á kné og barðist við að rísa upp aftur.
„Vesalingurinn," sagði ég full samúðar, rétti Önnu kíkinn og benti. An
kíkisins gat ég einnig séð sært dýrið, sem reyndi að umflýja örlög sín.
Aftur heyrðist riffilskot, og Anna kallaði upp: „Hann drepur það. En
hvað karlmenn geta verið miskunnarlausir! Bíddu bara þangað til Desmond
kemur aftur."
„Það er ekki Desmond, sem er að skjóta," svaraði ég. „Það er mað-
urinn, sem skuldar Desmond."
„Þá vona ég, að Desmond takist að fá hann til að borga hvern einasta
eyri. Hann . . ." Hún þagnaði og kíkti af áhuga. „Nú sé ég hann. Já, það
er maður með riffil. Hann gengur hægt móti dýrinu."
„Láttu mig sjá!" Ég greip kíkinn úr titrandi höndum hennar. Maður
nálgaðist dýrið, mjög hávaxinn og grannur að sjá. Hann lagði riffilinn frá
sér og kraup á kné.
„Hvað er hann að gera?" spurði Anna.
„Gerir út af við það og sker af því stykki í miðdagsmatinn."
„Er ekki andstyggilegt að drepa dýr bara til að geta sett hornin af því
upp á vegg?"
„Ástæðan gæti verið önnur. Ég held, að þennan mann hafi vantað
eitthvað í pottinn."
Nú tók Anna við kíkinum og gall við: „Ég sé kofa."
„Hvar þá?"
„Milli trjánna til vinstri. Hann sést yfir klettabrúnina. Ég vona, að Des-
mond bíði eftir honum. En mundum við ekki sjá þetta betur, ef við færum
hærra upp?"
„Jú," svaraði ég með semingi. „En . . ."
Ef þetta hús hefur staðið í fimm aldir, því skyldi það þá endilega hrynja
í dag?"
Þetta var hárrétt hjá Önnu. Ég komst ekki hjá að ganga enn lengra til
óhlýðni við Desmond.
7. KAFLI
Næsti slgi fyrir ofan lá upp á brjóstvörnina, og þrepin voru mörg. Þegar
við komum upp ! efsta turnherbergið, var þar ekkert að sjá. En stein-
veggirnir voru að sjá eins sterkir og þeir hlutu að hafa verið, þegar
Arabar og aðrir árásarmenn sóttu að þeim. Ég kíkti út um eina skotraufina
og hrökk við, er ég sá, hvað langt var niður. En þaðan gátum við séð
greinilega veiðikofann og þorpið.
„Gólfið er ekki að finna neitt fúið, eins og Desmond sagði," varð
Önnu að orði. Það er aldrei hægt að trúa karlmanni.
„Mér dettur í hug, að þeir Desmond og Luca gætu séð okkur," sagði
ég. „Við skulum ekki láta bera mikið á okkur."
Nú sá ég manninn hvíla sig og tendra í vindlingi. „Geturðu séð Des-
mond eða Luca?" hvíslaði Anna, eins og hún héldi, að einhver annar en ég
gæti heyrt til sín.
„Nei, en þarna er bíll. Stór, svartur sedan. Þetta hlýtur að vera ríkur
maður."
„Desmond sagði líka, að hann væri innundir hjá ráðherrunum."
Ég kinkaði kolli. „Aðalatriðið er, að hann hafi ávísanaheftið með sér.
Hérna taktu við kíkinum. Gáðu, hvort þú getur ekki séð Desmond."
Ég rétti henni kíkinn, og hún .virti landsvæðið fyrir sér. Skyndilega
kallaði hún upp: „Lísa! Hurðinn hreyfist!"
Mér létti og svaraði hlæjandi: „Gott, Anna. Þá bíður Desmond sjálfsagt
eftir honum. En láttu ekki eins og hér sé um líf og dauða að tefla."
„Ég get vel ímyndað mér svipinn á honum, þegar hann sér Desmond."
Ég tók við kíkinum af henni. Nú var maðurinn með vi11ibráðina á að
gizka hundrað metra frá kofanum, og dyrnar opnuðust hægt. Maðurinn sá
hreyfinguna og stanzaði. Einhver kom út um dyrnar, einhver með riffil.
En þessi maður var of stór til að geta verið Desmond. Líklegast var það Luca.
Maðurinn kastaði frá sér byrðinni, og næstum samtímis var riffillinn
kominn á öxl hans, og skaut í áttina að Luca. Skothljóðið rann saman við
hræðsluóp Önnu. Mér varð svo um, að ég missti kíkinn.
„Þeir skjóta hvor á annan!" æpti Anna upp.
„Hitti hann?"
„Ekki held ég það. Luca hljóp inn í húsið og skellti hurðinni í lás."
Með. titrandi höndum brá ég kíkinum aftur fyrir augun. Maðurinn
hljóp nú burt frá kofanum og hélt um riffilinn með báðum höndum. Þeg-
ar hann var kominn nok'kurn spöl niður brattann, nam hann staðar svo
snöggt, að hann féll á annað héð.
Ég sá, hvað hafði stöðvað hann. Desmond kom út milli trjánna og
miðaði á hann með riffli. Maðurinn hóf á loft sinn riffil, og aftur heyrð-
ist snarpur hvellur, er hann skaut á Desmond.
Við Anna æptum nú báðar upp af skelfingu. En þetta var eins og að
horfa á sjónvarp, allt var svo fjarlægt og óraunverulegt.
Maðurin vatt sér við og tók að hlaupa upp brattann. Ég hélt niðri í mér
andanum, er Desmond miðaði með rifflinum, en ekki hleypti hann af.
Aftur á móti hraðaði Desmond sér á eftir manninum, sem leit um
öxl. Fjarlægðin milli þeirra varð styttri. Og allt í einu skildi ég, hvers
vegna Desmond fór sér svona hægt í eltingaleiknum: Luca kom nú fram
milli furutrjánna og virti hlaupandi manninn fyrir sér.
Ég varð altekin angist, bjóst við, að maðurinn hleypti af á hverju
andartaki, en hann einungis leitaðist við að komast undan. Desmond
lyfti upp hönd eins og til að gefa Luca merki.
Maðurinn sá Desmond koma og snéri alveg gegn honum og miðaði
rifflinum.
„Nei!" veinaði ég og greip um handlegg Önnu. Ég sinnti ekki lengur
að nota kíkinn.
Framhald á bls. 49.
24. tbi. VIKAN 33