Vikan - 11.06.1970, Page 36
Vel varið hús fagnar vori....
Eyðingaröfl sjávar og se/tu ná lengra en til skipa
á hafi úti. Þau ná /angt inn i /anc/.
Hygginn húseigandi ver þvi þök og tréverk með
HEMPELS
skipamá/ningu
Hún er þrautreynd við erfiðustu aðstæður hér/endis.
Hygginn húseigandi notar Hempe/s
Framleiðandi á íslandi:
Slippfélagið íReykjavíkhf
Málningarverksmiðjan Dugguvogi — Símar 33433 og 33414
Logar...
Framhald af bls. 35.
geta æft upp nægilega gott „pró-
gramm“ til að koma með „suð-
ur“.
— En platan sem einu sinni
var svo mikið talað um, hvernig
gengur með hana?
— Það gengur ekki neitt, því
það var aldrei neitt ákveðið með
þá plötu. Við höfum að vísu leitt
talið að henni öðru hvoru, en
aldrei ákveðið neitt, og að auki
erum við hálfhræddir við það.
— Já, bættri Henrý við, —
það er alltaf eitthvað í okkur
sem heldur aftur af okkur. Það
sem við þurfum er gott stuð í
afturendann sem myndi hvetja
okkur áfram, en heldur þykir
mér ólíklegt að það komi héðan
frá Vestmannaeyjum. f Reykja-
vík er þetta allt öðruvísi; þar
eru heilu klíkurnar með hljóm-
sveitunum, sem hvetja þær á-
fram af fullum krafti, en hér
er ekkert um það. Fólk kemur
jú á dansleikina hjá okkur og
segir sem svo: „Já, þetta er allt
í lagi,“ en svo skeður ekkert
meira.
Ég tel það ráðlegt að í
sumar æfðu Logar af kappi og
kæmu svo til Reykjavíkur í
haust, tækju upp plötu, jafnvel
sjónvarpsþátt og héldu nokkra
dansleiki. Annað eins hefur svo
sem heyrst í útvarpi, sjónvarpi
og á dansleikjum.
Aðfararnótt annars dags hvíta-
sunnu, var haldinn dansleikur í
Samkomuihúsinu í Vestmanna-
eyjum, þar sem Logar léku fyr-
36 VIKAN 24- tw-
ir dansi. Troðfullt var og allir
virtust skemmta sér hið bezta,
enda hljómsveitin góð dans-
hljómsveit, og ekki er hægt að
kvarta yfir því að þeir hafi hátt.
Helgi Hermannsson hafði komið
til Eyja sama kvöld og mest-
um hluta dansleiksins eyddi
hann á sviðinu með lögum, söng,
lék á munnhörpu og skemmti
sér engu síður en gestir húss-
ins. Tvísöngur þeirra bræðra var
góður og það er greinilegt að
Helgi á miklum vinsældum að
fagna meðal Eyjaskeggja, rétt
eins og Logar. Ég er ekki í
nokkrum vafa um að það sama
væri hægt að segja um Loga
hér í Reykjavík - - og auðvitað
víðar - - gæfu þeir hið minnsta
tilefni til þess. ó. vald.
Dagblöðin á veggnum
og sjónvarp í dós
Framhald af bls. 20.
á sjónvarpskvikmyndum. Þá
er hægt að kaupa sjónvarps-
myndir, með tónbandi, bæði
skemmti- og fræðslumyndir.
Með því að setja aukatæki á
sjónvarpið, er hægt að setja
myndahylki í samband við
sjónvarpsskerminn, og þá
getur sjónvarpseigandinn
ráðið ]>ví hvað hann horfir
á, rétt eins og að spila hljóm-
plötu á grammófón.
Japanska fyrirtækið
„Sony“ liefur hafið fram-
leiðslu á sjónvarpsmyndum í
hylkjum. Þau vega tæplega
hálft kíló og kosta um það
bil 2000,00 krónur, en verða
fljótlega miklu ódýrari, og
jafnvel verður fljótlega hægt
að fá sjónvarpsmyndir leigð-
ar fyrir lítið verð. Aukatæk-
ið, sem „Sony“ framleiðir,
verður nokkuð dýrt i byrj-
un, liklega kringum 25 þiis-
und krónur. Fyrirtæki i
Evrópu, eins og Philips og
Grundig, munu innan
skamms hefja sarns konar
framleiðslu eftir sama kerfi
og Japanir. Fleiri fyrirtæki
liafa hafið framleiðslu á
s j ónvar psk vik myndum, en
þetta japanska virðist vera
einfaldast.
Eitt er það sem vekur
nrilda athj^gli í Osaka og það
er baðvélin. Fyrir utan að
]ivo og þurrka líkamann,
gefur hún líka stuttbylgjur
og nudd. Það eru sem sagt
lítil takmörk fyrir þeim nýj-
ungum, sem eru á næsta
leiti.... *