Vikan


Vikan - 11.06.1970, Qupperneq 45

Vikan - 11.06.1970, Qupperneq 45
Flugu getið þér drepið en VOLKSWACEN ekki Margir hafa reynt . . . en ekki tekist HVERSVECNA? Vegna þess að VOLKSWAGEN er ekkert tízkufyrirbæri . . . Árviss reynsla og tækni- þróun, án útlitsbreytinga hefir gert hann aö öruggri fjárfestingu og þeim bíl . . . sem jafnvel ai'i og amma þekkja, pabbinn vill eignast, mamma vill keyra og börnin kalla ekki bíl, heldur . . . VOLKSWACEN . . . Kynnið yður verð varahluta- og viðgerðaþjónustu. VOLKSWACEN er einmitt framleiddur fyrir yður HEKLA hf. Laugavegi 170—172 — Sími 21240. af Mario Sandoval Alarcon, sem á fleiri og stærri lóðir en flestir landar hans. Svo er það NOA (Nueva Organización Anticom- unista), sem ofstækisfullir hægri- menn úr hópi uppgjafaliðsfor- ingja mynduðu. Hvíta höndin gerði árið 1966 árás á háskólann í Gúatemala- borg, rændi skrám yfir stúdenta og hóf síðan ofsóknir á hendur þeim, að því er bezt varð séð með góðfúslegu samþykki og jafnvel aðstoð hersins. Stúdent- um var rænt og þeir látnir sæta pyndingum; sumir voru myrtir og líkum þeirra kastað í sjó. Systir skæruliðaforingjans Yons Sosa var meðal þeirra, er hlaut þau örlög. Mano blanco rændi meira að segja erkibiskupnum í Gúatemalaborg, Monsignore Ma- rio Casariego, og hélt honum föngnum í fjóra daga í marz 1968. Erkibiskupinn hafði hvað eftir annað g;lgnrýnt opinberlega hið félagslega misrétti í land- inu. Svo háttsettan mann í þjón- ustu Vatíkansins þorðu aftur- haldsböðlarnir þó ekki að myrða, og var honum sleppt ómeiddum að þessum fjórum dögum liðn- um. HANN LAGÐI SKAMMBYSSU Á BORÐIÐ OG SAGÐI: ÉG ER FORSETINN Þessi barátta milli hægri og vinstri í lýðveldi þessu, sem er lítið eitt víðlendara en ísland og lifir einkum á kaffi og ban- önum, hófst í stjórnartíð Jacobos Arbenz Guzmáns forseta (1951— ‘54). Ýmislegt var sérkennilegt við forseta þennan, til dæmis að hann var hinn fyrsti af forset- um landsins sem kosinn var á nokkurn veginn lýðræðislegan hátt. Þar að auki var hann sviss- neskur í föðurætt og umbóta- glaður sósíalisti, sem vildi rokka eitthvað við veldi og sérrétt- indum þeirra tvö þúsund fjöl- skyldna, sem áttu flest það nýti- legt í landinu er ekki var komið í klær bandarísku auðhringanna. Hann vildi gera eitthvað raun- hæft til að bæta kjör hins arð- rænda, kúgaða og ómenntaða fjölda — enn þann dag í dag er meira en helmingur allra Gúate- malabúa óiæs og óskrifandi. Þess háttar athæfi átti sér alls engin fordæmi í sögu landsins. Gúate- malamenn voru vanastir forset- um, sem urðu sér úti um alræð- isvald með hverju tiltæku ráði og notuðu embættistímann til þess eins að auðga sjálfa sig. Sem dæmi má nefna valdatöku Estrada Cabrera 1899. Fyrir- rennari hans hafði verið myrt- ur, og sem ríkisstjórnin sat á fundi og ræddi tillögur um eftir- mann, kom Cabrera inn, miðaði skammbyssu á ráðherrana og sagði: „Herrar mínir, ég er for- setinn.“ Þess má geta að Cabrera er fyrirmynd Nóbelshöfundarins Asturiasar að forsetanum í skáldsögunni Forseti lýðveldis- ins, sem þýdd hefur verið á ís- lenzku. „STEYPIÐ ARBENZ, HANN ER KOMMÚNISTI" Arbenz sagði auðvaldinu stríð á hendur og boðaði landsmönn- um félagslegt réttlæti, nokkuð sem flestir þeirra heyrðu þá nefnt í fyrsta skipti. Stórjarða- eigendurnir, sem aðeins voru tvö prósent landsmanna en réðu yfir rúmlega sjötíu prósentum ræktanlegs lands, voru hins veg- ar ekki reiðubúnir að gefa for- réttindi sín eftir átakalaust. Þannig hófst hið þjóðfélagslega borgarastríð í Gúatemala, land- inu þar sem meðalkaup land- búnaðarverkamanns er um tutt- ugu krónur á dag og fimmta hvert barn deyr áður en það hefur náð fjögurra ára aldri. í fyrstu lotu hafði Arbenz bet- ur. Hann keyrði löggjöf um víð- tækar umbætur í landbúnaðar- málum gegnum þingið, þrátt fyrir sterka andstöðu. Fyrri hluta árs 1954 gerði stjórnin upptæka samtals sex hundruð þúsund hektara lands í einka- eign og skipti því ásamt þrjú hundruð og áttatíu þúsund hekt- örum lands í ríkiseign milli hundrað tuttugu og fimm þús- und bænda. Bandaríski auð- hringurinn United Fruit Com- pany, sem með ýmiss konar bolabrögðum hafði þá gert sig svo að segja allsráðandi í at- vinnulífi landsins, missti við þetta um níutíu og fimm þús- und hektara af bananaplantekr- um sínum. Bandaríkjamenn réðu yfir tí- unda hluta ræktaðs lands í Gú- atemala og höfðu fjárfest sem svaraði tíu til tólf milljónum ís- lenzkra króna í jarðeignum í landinu. Þeir áttu járnbrautir Gúatemala eins og þær lögðu sig. Kaffið, aðalútflutningsvara landsins, sem Gúatemalamönn- um er álíka mikilvægt og fisk- urinn íslendingum, var flutt út í bandarískum skipum og obb- inn af gróðanum lenti í klóm nýnefnds bandarísks auðhrings. Forustumenn hringsins, sem hef- ur aðalaðsetur í Boston, ruku í írafári til Washington og sögðu valdamönnum landsins að Ar- benz væri vondur kommúnisti og ætti að meðhöndlast sem slík- ur. Hjálparóp þeirra mætti ekki daufum eyrum. Utanríkisráð- herra Bandaríkjanna var þá John Foster Dulles, sem ekki var einungis mikill óvinur kommún- ista, heldur og fyrrverandi starfsmaður auðhringsins og átti þar enn hlutabréf. Hann var fljótur að lýsa því yfir að Gú- atemala væri „kommúnískt hættusvæði". ÓSKIN UM RAUNVERULEGT SJÁLFSTÆÐI VAR GL.UPUR í júní 1954 marséraði svo leiguher, sem United Fruit og aðrir bandarískir aðilar höfðu hóað saman, inn í Gúatemala undir forustu útlægs stjórnmála- manns þarlends, ofursta er hét Carlos Castillo Armas. Lagt var upp frá bækistöðvum, er ná- grannaríkið Hondúras hafði lagt til. Uppreisnarmenn báru banda- rísk vopn og höfðu hlotið þjálf- un sína hjá CIA. Liðið hafði sér til fulltingis hvítmálaðar og óeinkenndar flugvélar af Thun- derbolt-gerð, er bandarískir flugmenn stýrðu. Árásir þeirra áttu drýgsta þáttinn í að brjóta niður baráttuþrek stjórnarher- sveitanna. Arbenz forseti lýsti yfir: „Glæpur okkar er umbæt- ur í landbúnaðarmálum, sem koma illa við félagsskap í hönd- um heimsveldissinna, eða nánar tiltekið að við viljum sjálfir ráða atvinnulífi lands okkar.“ Hann sagði af sér og fór til Mexíkó í útlegð. Castillo Armas, sem Colum- bia-háskólinn í New York hafði gert heiðursdoktor, varð eftir- maður hans í forsetastóli. Hann lét verða sitt fyrsta verk þar að fá stórjarðaeigendum aftur það sem af þeim hafði verið tekið, þar á meðal United Fruit. Armas sat að völdum þrjú ár og var síðan myrtur. Næstur varð forseti maður að nafni Ydí- goras Fuentes; alls hefur Gúate- 24. tw. VIKAN 45

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.