Vikan - 11.06.1970, Blaðsíða 47
TERYLENE
SOLIDO: Fataverksmiðja
Bolholti 4, IV hæð.
mala nú á sjálfstæðistímabili
sínu (frá 1821, er landið reif sig
frá Spáni) haft sextíu forseta.
Undir stjórn Ydígorasar jukust
enn áhrif Bandaríkjanna á inn-
anríkisstjórnmál landsins. Hann
fékk til bandaríska ráðunauta
að þjálfa her sinn og leyfði CIA
að æfa á gúatemölsku landi þann
her kúbanskra útlaga, er gekk
á land í Svínaflóa 1961, þeirra
erinda að steypa Fidel Castro.
Sú innrás mistókst gersamlega,
eins og menn muna.
Þrátt fyrir þetta leið ekki á
löngu áður en Bandaríkjamönn-
um þótti Ydígoras ekki nógu
þægur; til dæmis hafði hann
keypt tvö kaupskip af Austur-
Þjóðverjum. Þeir voru þá ekki
lengi að sjá til þess að honum
væri steypt af stóli.
Þegar hér var komið hafði
hinn vinstrisinnaði uppreisnar-
her FAR komið undir sig fótum
í fjöllum landsins. Þeir tóku nú
að gera flesta staði ótrygga og
iðkuðu árásir, fjárkúgun og
mannrán í þeim tilgangi að grafa
undan stjórn Enriques Peralta
ofursta, eftirmanns Ydígorasar,
er einkum studdist við herinn.
„Á hverjum degi,“ sagði New
York Times um þetta leyti, „láta
að meðaltali þrjár manneskjur
lífið í vopnuðum árásum í land-
inu. í Gúatemala geisar borgara-
stríð.“
Ráðamenn í Washington fóru
að hafa áhyggjur af ástandinu,
ekki sízt með tilliti til almenn-
ingsálitsins í heiminum. Þeir
pressuðu því gúatemölsku her-
foringjastjórnina til að láta fara
fram í landinu „frjálsar“ kosn-
ingar. Vinstrisinnuðum flokkum
var þó ekki leyft að bjóða fram.
Kosningarnar vann Julio César
Mendez Montenegro, frambjóð-
andi svokallaðs „Byltingar-
flokks“ (Partido Revolucionar-
io), sem einhvern tíma hafði
verið þó nokkuð til vinstri, en
var nú orðinn íhaldssamur. —
Mendez varð forseti 1966.
Hann dró lítt úr ógnarstjórn
fyrirrennara sinna og reyndist
þar á ofan lítill garpur, svo að
í hans forsetatíð fór ástandið
versnandi, ef nokkuð var. Brezka
blaðið The Guardian skýrði fyr-
ir skömmu svo frá, að tala morð-
árása í landinu hefði í embættis-
tíð Mendezar hækkað úr átta
hundruð í tvö þúsund á ári.
Flestar þessara árása voru
framdar af þeim hægri- og
vinstrisinnuðu neðanjarðarhreyf-
ingum, sem taldar eru upp fyrr
í greininni.
Síðasta fórnarlamb FAR var
svo vestur-þýzki ambassadorinn
Karl greifi von Spreti. FAR-lið-
ar hafa sagt erlendum frétta-
mönnum að upphaflega hafi ver-
ið ætlunin að ræna bandarískum
sendiráðsstarfsmanni. En banda-
rískra diplómata er gætt strang-
lega í Gúatemala, svo að við það
V'ar hætt. Þá komst vestur-þýzki
ambassadorinn á dagskrá. „Þeg-
ar allt kemur til alls,“ sögðu
talsmenn FAR, „þá er Vestur-
Þýzkaland næst Bandaríkjunum
stærsti viðskiptaaðili Gúate-
mala, og Vestur-Þýzkaland er
ekki síður en Bandaríkin mjög
heimsveldissinnað í atvinnu- og
fjárfestingarpólitík sinni.“
EFNAHAGSLEG EINANGRUN
VÆRI TIL EINSKIS
Satt er það að vísu að Vestur-
Þjóðverjar kaupa og drekka
fimmtung þess kaffis er Gúate-
mala flytur út, en samt sem áð-
ur þýddi lítið fyrir stjórnina í
Bonn að reyna að hefna greif-
ans með þvi að slíta viðskiptun-
um, eins og fjölmargir Tiafa
krafizt, þar á meðal margir vest-
ur-þýzkir þingmenn. Gúate-
malamönnum væri leikur einn
að koma kaffi sínu áfram á
markað í Vestur-Þýzkalandi
gegnum milliliði í Bandarikjun-
um.
Ekki taka allir skýringu
skæruliðanna gilda og hafa kom-
ið upp ýmsir kvittir um hina
raunverulegu ástæðu til brott-
náms greifans. f 'Washington
gengur þannig sú saga manna á
meðal að von Spreti, sem var
sendiherra lands síns á Kúbu
1959—1963, hafi fyrstur manna
vakið athygli Bandaríkjamanna
á eldflaugastöðvunum, sem So-
vétríkin voru þá að koma sér
upp á eynni og minnstu munaði
Krommenie
Vinyl gólfdúkur og vinyl
flísar með áföstu
filti eða asbest undirlagi.
Mýkri, áferðarfallegri,
léttari í þrifum, endingarbetri.
KYNNIÐ YÐUR ÞAÐ BEZTA
Kronunenie
Gólfefni
KLÆÐNING H.F., Laugavegi 164
LITAVER S.F., Grensásvegi 24
MÁLARINN H.F., Bankastræti.
Grensásvegi 11
VEGGFÓÐRARINN H.F.,
Hverfisgötu 34
að yrðu kveikineisti heimsstyrj-
aldar. Samkvæmt sögunni er þá
morðið á greifanum hefnd
heimskommúnismans fyrir hið
mislukkaða eldflaugaævintýri
Sovétmanna og Kúbana.
MORÐINGINN FRÁ ZAPACA
í FORSETASTÓL
Vestur-þýzka utanríkisráðu-
neytið hefur skýrt svo frá, að
CIA hafi þegar eftir brottnám
greifans boðið hjálp sína til að
frelsa hann. Var því vel tekið af
hálfu Vestur-Þjóðverja, því að
þeirra eigin leyniþjónusta er
ekki upp á marga fiska. En þeg-
ar til kom gerði CIA ekki eitt
eða neitt í málinu. Vestur-þýzk-
ur embættismaður í utanríkis-
þjónustunni lét þá svo um mælt
að CIA væri líklega búið að
senda svo margt af sínu bezta
fólki til Kambódíu, að stofnun-
in yrði að halda að sér höndum
annars staðar.
Þess hefur verið getið til að
skæruliðar FAR hafi aldrei ver-
ið áfram um að skilyrðum þeirra
fyrir því að greifinn væri gefinn
frjáls væri sinnt. Morðið hafi
verið liður í útreiknaðri áætlun
þeirra til að fá hinn nýkjörna
forseta landsins, Arana Osario
ofursta, þann hinn sama og stóð
fyrir Zapaca-morðunum, til að
hlaupa á sig. „Morðofurstinn,,*
eins og Arana er maklega kall-
aður, hafði yfirlýst áður en
24. tbi. VIKAN 47