Vikan - 11.06.1970, Page 48
I Ilis í 1)V0'0'ÍI1«1I
heimtar trvoo'ino'ii
Allir húsbyggjendur leggja í talsverða áhættu.
Margir taka há lán og leggja eignir sínar
aS veði. Þeim er því afar mikilvægt að óhöpp
eða slys raski ekki fjárhagsafkomu þeirra.
Brunatrygging fyrir hús í smíðum er mjög ódýr,
tryggingartaki greiðir 1,5 af hverju þúsundi.
Ábyrgðartrygging gegn óhöppum eða slysum
á starfsliði er nauðsynleg hverjum húsbyggj-
anda, því annars kann svo að fara að skaða-
bótaskylda baki honum verulegt tjón.
ALMENNAR
TRYGGINGARS
PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SÍMI 17700
Ts
11
gg
s
• ■
hann var kosinn: „f minni for-
setatíð skal í öllu Gúatemala
verða álíka um að litast og í
Zapaca!“
Geri Arana alvöru úr hótun-
inni og reyni að réttlæta atferli
sitt með morðinu á von Spreti,
þá vonar FAR að Indíánum
landsins, sem til þessa hafa hímt
í vesöld sinni langt utan og neð-
an við alla pólitík, verði að lok-
um nóg boðið og að þeir muni
þá gera málstað hinna vinstri-
sinnuðu skæruliða að sínum.
Hvíta höndin, sem er talin
standa forsetanum nýja nær,
hefur þegar brugðizt við á þann
hátt að það ætti að glæða vonir
FAR-manna, hafi þessi verið til-
gangur þeirra með morðinu á
von Spreti. Hinir hægrisinnuðu
ofstækismenn námu á brott
mann að nafni César Montene-
gro Paniagua, sem var framá-
maður í kommúnistaflokki
landsins, sem annars er ósköp
vesæll og þar á ofan bannaður,
eins og fyrr er sagt. Lík Mon-
tenegros fannst skömmu síðar og
leyndi sér ekki að honum hafði
verið misþyrmt rækilega undir
andlátið. Á miða, sem festur
hafði verið við líkið, stóð að
þetta morð væri aðeins fyrsta
blóðhefndin fyrir von Spreti.
í Washington bað Nixon
Brandt kanslara, sem þar var í
opinberri heimsókn, að gera
ekki mjög mikið veður út af
morðinu á ambassadornum.
„Þetta land gæti áður en varir
orðið okkur annað Víetnam,“
sagði Bandaríkjaforsetinn, sem
þykist víst hafa nóg á þeirri
könnu fyrir.
☆
Jónas hættir
Framhald af bls. 34.
hljómsveitinni Toxic, sem þá óx
jafnt og þétt í áliti og að vinsældum
og þar var hann þar til óskabarnið,
Flowers, varð til á árinu 1967. Atti
Jónas stóran hlut í því að sú hljóm-
sveit varð til og ekki sízt í því hvað
sú hljómsveit varð.
Seint árið eftir (1968) kom út
plata með hljómsveitinni og til að
segja sem minnst, hlaut hann slæma
dóma fyrir söng sinn þar. Og það er
staðreynd, að þá hafði Jónasi hrakað
mjög sem söngvara og var það svo
þegar hann hætti vorið 1969. I hans
stað kom Björgvin Halldórsson og
var hann í hljómsveitinni þegar hún
hætti í fyrrasumar. Um sama leyti
fór Jónas af stað með eigin hljóm-
sveit og hafa þeir verið í stöðugri
framför. Það sem nýjast er að frétta
af vinsældum Jónasar er að kollegar
mínir á Vísi og Tímanum, þeir Þór-
arinn Jón Magnússon og Þorsteinn
Eggertsson, hafa nýlega staðið fyrir
vinsældakosningum og varð Jónas
hlutskarpastur í bæði skiptin.
En nú er Jónas sem sé hættur og er
það tjón.
Þeir félagar í Náttúru hafa þegar
ráðið nýjan söngvara, og mun sú
ráðstöfun vafalaust verða mörgum
unarunarefni — þegar þar að kemur,
í næsta blaði eða þarnæsta blaði.
óvald.
Rabbað um...
Framhald af bls. 9.
innar og hlaut sérstök verðlaun
fyrir.
Annað atvik öllu skemmti-
legra hefur einnig nokkuð ver-
ið í fréttum, en það var „inn-
rás“ vestur-þýzkra fegurðardísa
á hótel þau sem Perúmenn og
Búlgarar bjuggu á, en þeir á-
samt liðum Marokkómanna og
Vestur-Þjóðverja skipa sem
kunnugt er fjórða riðil keppn-
innar.
Hafði þessum liðum verið
skipað að hvílast fyrir lokaátök-
in og lágu leikmennirnir í mak-
indum sínum í sólbaði þegar val-
kyrjurnar geystust að þeim og
gerðu sér dælt við þá. Komu
þessir tilburðir stúlknanna leik-
mönnunum öllum í uppnám, en
til þess var leikurinn náttúr-
lega gerður. Sáu fararstjórar lið-
anna sér ekki annað fært en loka
leikmennina inni í herbergjum
sínum, þeim til sárra leiðinda.
Ekki virðist þetta athæfi stúlkn-
anna hafa borið tilætlaðan ár-
angur, því þegar þessi lið mætt-
ust í fyrsta leiknum í fiórða riðli
sýndu baéði liðin mjög góðan leik
og er það von manna að fleiri
slíkir siáist í keppninni nú. Er
það því kannski óskandi að hin-
ar þýzku fegurðardísir haldi
þessum leik áfram og heimsæki
fleiri lið, ef það mætti verða
knattspyrnuíþróttinni til góðs.
48 VIKAN 24- tb]-