Vikan


Vikan - 25.06.1970, Síða 4

Vikan - 25.06.1970, Síða 4
Stríðshetja Thieu’s í stríði því sem áður var kallað Vietnam-stríðið, en nú er kallað Indó-Kína-stríðið, hefur frá upp- hafi verið lítið um hetjur, alla- vega innfæddar hetjur. En nú hefur herforingjastjórnin í Sai- gon eignast sína hetju, og er það suður-víetnamískur herforingi, Do Cao Tri, 40 ára gamall, sem hér á myndinni er að yfirheyra ungling, sem grunaður er um að hafa átt einhver samskipti við skæruliða Þjóðfrelsisfylkingar- innar. Það hefur verið þyrnum stráð braut, sem Do hefur þurft að ganga upp á tindinn, þar sem hann er nú. Hann sótti stríðsskóla bæði í Frakkland og Bandaríkj- unum, og árið 1964, eftir að hann hafði stutt ranga menn í nokkr- um uppreisnartilraunum var honum bolað út úr hernum og þá settist hann að í íbúðarholu i Hong Kong. En eftir að Nguyen Van Thieu „forseti" komst í þá aðstöðu sem hann er í nú, var Do veitt uppreisn æru og hann var gerður að yfirmanni 3. herdeildar Saigon-hers, sem hefur það hlut- verk að gæta höfuðborgarinnar. Ástæðan fyrir því að Do fékk embættið er sögð vera sú að Thieu vildi ekki gefa neinum vini Ky‘s varaforseta, feitan bita, en töluverður ágreiningur ríkir nú á milli þessara tveggja manna. Eins og kunnugt er þá stunda margir Víetnamískir hershöfð- ingjar og kaupsýslumenn það að flytja úr landi, smátt og smátt, peninga og önnur verðmæti sem þeir ætla svo að lifa á eftir að stríðinu lýkur — eða að þeir verða reknir úr landi af fólkinu sem þeir láta nú berjast fyrir sig. Tveir öldungardeildarþingmenn, víetnamískir, báru nýlega upp á Do að hann væri einn þessara manna og jafnframt að hann væri „skelfilega spilltur“. Do þrætir auðvitað fjrrir allt svona: „ Ég nýt návistar fagurra kvenna," segir hann. „Fagurra, höfðinglegra hástéttarkvenna ... Sú er ein ástæðan fyrir því að fólk öfundar mig. Ég umgengst ekki mikið fólk af lágstéttum — ég vil heldur viðhalda stolti mínu í umgengni minni við annað fólk.“ Við spillingarákæruna segir Do: „í þessu landi og á þessum erfiðu timum er ekki gott að vera kominn af fínu og ríku Hvimleiður sá öllum er, sem allt- af segir: Gefðu mér. íslenzkur málsháttur. fólki, því þá öfundar almen.%ing- ur mann, og ég tala nú ekki um ef rnaður hefur hlotið góða menntun. En einkalíf mitt kem- ur ekki opinberu lífi mínu við. Ef ég á peningana til þess, þá finnst mér ég hafa rétt til að kaupa loftræstingu í húsið mitt og bíl og lúxusvillu handa sjálf- um mér.“ Þess má geta að þegar Do heyrði af ákæru öldungar- deildarþingmannanna, skoraði hann annan þeirra á hólm! Og í hernum hefur Do orðið sér úti um stöðutákn — hann á sinn eig- in helikopter! „Ef hann verður of vinsæll,“ segir Bandaríkjamaður nokkur i Saigon, sem sagður er þekkja víetnamísk stjórnmál út og inn, „þá verður hann gerður ábyrgur fyrir þeim mistökum sem kunna að vera gerð í stjórn hermála hér í Víetnam. Stjórnmálamennirnir kollvarpa honum. Hér fær enginn að vera hetja nema í stuttan tíma — en þeir gætu svo sannarlega notað hetju hér.“ ☆ STUTT OG LAG- GOTT Sá maður, sem eitt sinn fellur á kné fyrir stúlku, verður aldrei þess megn- ugur að standa á eigin fót- um. Lífgar upp á sjónvarpsfréttirnar Dóttir Ingrid Bergman, Pia Lindströmd, er sjónvarpsfrétta- maður og hefur átt mikilli vel- gengni að fagna í starfi sínu að undanförnu. Hún er búsett í Bandarikjunum og í desember- mánuði síðastliðnum fluttist hún til New York, þar sem hún starf- ar nú við stærstu sjónvarpsstöð Bandaríkjanna CBS. Það hefur kostað hana mikið erfiði og þrot- lausa vinnu að ná þessu tak- marki. Pia er hávaxin og ljós- hærð og líkist nokkuð móður sinni í útliti. Hún er vel menntuð og eðlisgreind. Hún er einn af fáum kven-fréttamönn- um, sem vinna hjá CBS og sú eina, sem er látin lesa frétiir á skerminum. Hún nýtur nú mik- illa vinsælda og sakir fegurðar sinnar þykir hún lífga upp á sj ón varpsfréttir nar. Pia hóf feril sinn fyrir fjórum árum í San Francisco. Fyrst í stað var hún aðeins látin vinna minniháttar störf, en fljótlega komu hæfileikar hennar í ljós og óvenjuleg fjölhæfni. Hún vakti fyrst verulega athygli, er hún fékk það verkefni í hendur að Arlington fyllist Rétt fyrir utan höfuðborg Bandaríkjanna er Arlington- kirkj ugarðurinn, þar sem m.a. eru grafnir þeir Kennedy-bræð- ur, svo og 150 þúsund aðrir Bandaríkjamenn sem hafa látið lífið „fyrir fósturlandið" eða þjónað því í einkennisbúningi einhverntíma á ævinni. Nú þegar er búið að leggja 517 ekrur und- ir dauða Ameríkana og unnið er að því að stækka garðinn um 190 ekrur til viðbótar, en sam- kvæmt upplýsingum frá her- málaráðuneytinu verður ekki fylgjast með hjartaflutningum við Stanford-sjúkrahúsið. Eftir það voru henni fengin stærri verkefni í hendur, meðal annars að eiga viðtöl við þekkta stjórn- málamenn og vísindamenn. Síð- ustu tvö árin, sem hún starfaði í San Francisco, hafði hún eigin þátt til umráða. hægt að hola fleirum þarna eftir 15 ár. En það kann að vekja furðu að það eru ekki hermenn sem fallið hafa í Vietnam, sem eru helzta aukningin. Á síðasta ári voru nærri því 40.000 manns grafnir í herkirkjugörðum víðs- vegar um Bandaríkin, en aðeins 7% þeirra höfðu fallið í bardaga. Hinir voru flestir gamlir menn sem höfðu barizt í fyrri heims- styrjöldinni. Þeim, sem börðust í síðari heimsstyrjöldinni, mun fara fjölgandi um 1985. Og það sem verst þykir er það að þingið hefur ekki sýnt ýkja mikinn áhuga á málinu og hefur ekki úthlutað nýjum herkirkju- garði síðan 1948. „Þeir hafa ekki mikinn áhuga ennþá,“ sagði einn herforinginn, “en biðum þar til þingmennirnir komast að því að það verður ekkert pláss fyrir þá í Arlington.“ Bannsettir skattarnir. Lítill amerískur drengur átti sér þá ósk heitasta að eignast hundrað dollara. Hann velti lengi fyrir sér, hvernig hann gæti eignazt þá og loks ákvað hann að biðja guð um að gefa sér þá. Hann bað og bað viku eftir viku, en allt kom fyrir ekki. Loks settist hann niður og skrif- aði bréf til guðs. Starfsmenn pósthússins fengu bréfið í hend- ur og þeir ákváðu eftir miklar vangaveltur að senda það til Hvíta hússins. Nixon forseti las bréfið og bað einkaritara sinn að senda drengnum fimm doll- ara. Drengurinn varð að sjálfsögðu glaður yfir því, að bæn hans hafði verið heyrð, enda þótt upphæðin væri raunar langt frá því, sem hann hafði búizt við. Hann settist aftur niður og skrif- aði guði þakkarbréf, en gat ekki stillt sig um að bæta við svo- hljóðandi athugasemd í bitrum tón: Ég skil ekkert í þér, guð, að þú skyldir láta þér detta í hug að senda bréfið gegnum Washington, því að eins og venjulega tóku þeir 95% af upp- hæðinni í skatta. 4 VIKAN 26. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.