Vikan


Vikan - 25.06.1970, Page 10

Vikan - 25.06.1970, Page 10
AUGNARÁÐ HENNAR HVARFLAÐI UM HERBERGIÐ OG STAÐNÆMDIST VIÐ DÝRINDIS LJOSAKRÚNU. HÚN LÍKTIST KÖRFU í LAGINU OG MINNTI Á VÖGGU FYRIR KEISARABARN. LOKSINS NÚNA VAR HÚN NÆSTUM VISS. ÞAÐ VAR LIÐINN HÁLFUR MÁNUÐUR FRAM YFIR TÍMANN ... DRAUMIR UM SON Joséphine geispaði og lagði bréfið frá sér. Hún ætlaði að lesa það til lilítar eflir hádegi. Einmitt nú var liún syfjuð og þreytt. Ferðalagið var erfitt, allur þessi skítur og ryk og rólegar máltíðir. Napoleon hafði látið lagfæra Palazzo Serbelloni i Milano, tók á móti konu sinni opnum örmum og logandi hjarta og í von um að herbúðalifið yrði henni ekki of þunghært í þessari aurnu borg. Næst mundi hann laga til í Róm fyrir hana og efna til mikillar veizlu á Forum Romanum. Hann varð aðeins að koma páfanum og nokkrum öðrum ómerki- legum smáfurstum á kné áður. — En þú ert svo föl, elskan mín litla, sagði Napoleon áhyggjufullur og har liana inn i svefnherbergi fóðrað glil- vefnaði. — Hefur ferðin verið þreytandi? Josepliine kinkaði kolli dauflega og lét leggja sig í skraut- legt viðreisnarrúm Serbellonis. Hún vatnaði músum nokkrum vikum siðar, þegar Napo- leon neyddist til að yfirgefa hana. Og Napoleon sór við tár liennar, að austurríski marskálkurinn W.urmeser skyldi fá að gjalda hátt verð fyrir þessa dýrmætu dropa. En að lolc- um, er hann kom aftur, rykugur og í sigurvímu frá Arcole, var ekki lengur nein Josephine í Milano. Henni hafði leiðzt og hún var farin lil Genua ásamt hinum unga vini sínum. Napoleon strunzaði um auða sali hallarinnar og heyrði aðeins bergmál eigin raddar, unz honum datt það loksins í liug, að það væri eitthvað bogið við siðferði elskunnar hans. Fyrst eftir svefnlausa nótt varð honum ljóst, að það var hann sjálfur, sem var heimskingi. Þegar maður liafði náð í jafndásamlega konu fyrir maka, varð maður að skilja, að freistingarnar væru henni óyfirstiganlegar. Gat liún nokk- uð gert að því, að aðrir en hann, Napoleon, urðu líka frá- vita gagnvart fegurð hennar. Nei. En þessi ungi glæfra- maður, Hippolyte, sem snapaði eftir lijarta liennar, skyldi verða sendur i járnum á einhvern mátulega afvikinn stað! Ronapartehjónin urðu samferða aftur til Parísar í desem- ber 1797. Hann var hetja dagsins, frelsari ítaliu og liinn ungi herkænskusnillingur Frakklands. Parísarbúar köstuðu hlómum, pálmablöðum og hjörtum sínum fyrir framan sigurvagninn. Joséphine sá allar fallegu, ungu stúlkurnar, sem dönsuðu fyrir framan hestana og kösluðu blómum yfir þau, og hún var ánægð yfir að liafa yngt sig upp um fjögur ár í hjúskaparsáttmálanum. Það leið nokkur timi, áður en skyldurnar kölluðu að nýju á Napoleon. Þau hjuggu áfram i Rue Chantereine. .Tosépine varð þess að vísu vör, að Napoleon var ekki al- veg eins glóandi í ástaryfirlýsingum sínum og fyrir hina APOLEON BONAPARTE fæddist í Ajaccio á Korsíku 1769, og voru því tvö hundruð ár liðin frá fæðingu hans á síðasta ári. Þess var minnzt víða um heim, og þó &érstaklega í Evrópu. — Skoðanir manna á Napoleoni hafa alltaf verið skiptar, en þó má óhikað telja hann til stór- menna sögunnar, hvort sem menn álíta starf hans hafa orðið til góðs eða ills. 1 stjórnarbylt- ingunni var Napoleon Jakobíni, og munaði litlu að hann yrði tekinn af lífi, þegar Robespierre var steypt úr valdastóli. Á þeim árum kvæntist Napoleon Josephine Beauharnais. Hún var ekkja herforingja, sem tekinn var af lífi í stjórnarbyltingunni, átti tvo börn frá fyrra hjóna- bandi, en þeim Napoleoni varð ekki barna auðið. í frásögn þeirri, sem hér birti&t, segir frá tíraumi Josephinu um að ala eiginmanni sínum, Napoleoni keisara, son. 10 VIKAN 26-tbl-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.