Vikan


Vikan - 25.06.1970, Síða 15

Vikan - 25.06.1970, Síða 15
Strangur vörður er hafður um Ronald Hannen, þar eð óttazt er að Arabar sitji um líf hans. Aðra hverja klukkustund lítur lögregluþjónn við hjá honum til að athuga hvort hann sé enn á lífi. í að heyja stríð undir yfirborði sjávar og vatns. Þeir spurðu mig út úr og töluðu um sjóhernað án þess að gruna að ég hafði að- eins verið óbreyttur sjóliði. Ég veit ekkert um kafhernað og kann ekki einu sinni að synda. Ég hitti Trefor Williams í Englandi nálægt miðju ári í fyrra. Mér geðjaðist vel að hon- um, líkaði vel hvernig hann lifði. Hann virtist fullur af hug- myndum um hvernig hægt væri að græða peninga. Hann varð mér nákunnugur og kannski uppgötvaði hann að ég hafði lent í klandri við lög- regluna fyrir um tuttugu árum. Sú kann að hafa verið orsökin til þess að hann spurði mig, hvort ég gæti opnað fyrir sig peningaskáp. Ég svaraði að ég gæti það ekki, en að ég þekkti mann sem kann- ski gæti það. Og áður en varði var ég flæktur með honum í eitt skápsmálið. Við stálum skáp og opnuðum hann heima hjá Willi- ams í Berkshire. Trefor sagði að skápurinn innihéldi sex þúsund sterlingspund, en þegar til kom voru aðeins í honum tuttugu pund. Gróðatilboð Dag einn spurði Trefor hvort ég hefði áhuga á að græða veru- lega summu, hálfa milljón punda eða jafnvel heila. Ég bað um nánari upplýsingar og hann lof- aði að hringja í mig. Það gerði hann og sagði að ég skyldi hringja í mann að nafni Basti í egypzka sendiráðinu. Við fengum um síðir viðtals- tíma í sendiráðinu. Williams sagði að við ættum að selja Ar- öbum þyrlur. Ég stakk upp á að kannski gætum við selt þeim iðnaðarvélar og var sannfærður um að við værum ekki að gera annað en sem væri leyfilegt, að minnsta kosti að vissu marki. í sendiráðinu kynnti Trefor mig sem fyrrverandi sjóliðsfor- ingja og sagðist sjálfur hafa ver- ið höfuðsmaður í brezku upp- lýsingaþjónustunni. En hann minntist hvorki á þyrlur né iðn- aðarvélar. Þess í stað sagðist hann vilja ná sambandi við A1 Fata, stærstu arabísku skæru- liðasamtökin, og það væri áríð- andi sökum þess að skriðdrekar og fleiri vopn færu til ísrael innan þriggja vikna. Nú tók við óralangt röfl við hermálafulltrúann og svo var sent símskeyti til Kaíró. Ég botnaði ekki neitt í neinu en þóttist þó heyra að fjallað væri um tili’aun til að sprengja eitt- hvert farartæki. Þegar við komum út úr sendi- ráðinu sagði ég við Trefor að ef hann héldi að ég vildi láta blanda mér í svona starfsemi, þá hefði hann á röngu að standa. Ég sagðist ætla að segja Scotland Yard frá þessu. Hann kallaði mig „bölvaðan hræsnara" og sagði að ég skyldi fara til lögreglunnar ef mér sýndist. — En gleymdu ekki 'að segja frá peningaskápnum sem þú stalst, bætti hann við. —• Fyrir það gætirðu fengið fimm ár! Þessi hótun dugði til að ég lofaði að fara ekki til lögregl- unnar, en hélt fast við að ég vildi ekki flækja mér í neitt með Ar- öbunum. Að nokkrum dögum liðnum fékk ég orðsendingu frá Trefor þess efnis, að við ættum að fara til sendiráðsins aftur. Ég skil ekki hvers vegna ég fór með honum í það skiptið. Ég skil það ekki hvernig sem ég brýt heilann. Vissulega var Tre- for vel máli farinn, en ég get ekki beinlínis sagt að hann hafi talið mér hughvarf. En kannski var það gróðavon- in sem tældi mig. .. . Á leiðinni frá Crowthorne til Lundúna sagði Trefor að við ættum að fara til Kaíró og Amman til að ræða áætlanir við Araba. í sendiráðinu kom mað- ur til tals við okkur og sagði að hann vissi um tilboð okkar — það var meira en ég vissi — og að hann og félagar hans hefðu áhuga. Af pólitískum ástæðum get- um við ekki blandað okkur í þetta, sagði hann, — en ég get vísað ykkur á ákveðið fólk. Yf- irmenn mínir líta svo á, að bezt sé að þið farið til Kaíró og kom- ið ykkur upp samböndum þar. Framhald á bls. 45. 26. tbi. VIKAN 15

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.