Vikan


Vikan - 25.06.1970, Page 19

Vikan - 25.06.1970, Page 19
„Heldur vildi ég lifa fyrir mál- staðinn en láta lífið fyrir hann.“ „Er það upp- bygging þjóð- félagsins að sitja eins og sandpoki niður í alþingi?" í dag. Hver gæti stutt annan eins viðbjóð?“ Andstæð skoðun kemur frard í þessari skýringu, sem stúlka ein gaf: „Verði kommúnisminn ekki stöðvaður í Asíu flæðir hann yfir heiminn á augabragði og það er skylda Bandaríkjamanna sem forystuþjóðar lýðræðis- ins í heiminum að vernda okkur og alla frá þeim óþverra." 8. Hafðir þú trú á þeim umbótum sem áttu sér stað í Tékkóslóvakíu og voru orsök þess að innrásin var gerð þar sumarið 1968? JÁ NEI ÓÁKVEÐIÐ 84 28 3 Meirihlutinn af því fólki sem við spurðum kvaðst hafa haft trú á umbótum Dubcecs og einn lét í ljós þá skoðun sína að „ . . . þarna virtist gamli draumur- inn um réttlátan heim vera að rætast.“ Langflestir töldu þessar umbætur hafa verið merka tilraun til að koma á „sósíalisma með mannlegu yfir- bragði“ eins og félagi Dubcec kallaði það, en senni- lega er nokkuð til í því sem einn sagði: „Vissulega hafði ég trú á umbótunum, en mér fannst þær ger- ast heldur snöggt.“ Annar sagði: „Mer var aldrei ljóst í hverju þær umbætur voru fólgnar." 9. a) Myndir þú vilja fórna lífi þínu fyrir lýðræð- ið svipað og Jan Palach? JÁ NEI ÓÁKVEÐIÐ 16 89 10 b) Trúir þú á lýðræði? JÁ NEI ÓÁKVEÐIÐ 84 24 7 Unga fólkið efast nokkuð um að Jan Palach hafi í raun og veru fórnað sér fyrir lýðræðið, og það efast líka nokkuð um það hvort það trúir á lýðræði — eða hvort lýðræði sé til í þeirri mynd sem það helzt ætti að vera. Einn segist ekki trúa á „ . . . borgaralegt lýðræði eða það lýðræðisfyrirkomulag sem fyrir- finnst á Vesturlöndum, þar sem peningar en ekki at- kvæði ráða, og sá sem fórnar sér fyrir það er hlægi- legur í mínum augum.“ Annar segist trúa á „lýðvit" og spyr svo: „Hver var Jan Palach?“ Onnur svör voru á þessa leið: „Já, ég trúi á lýð- ræði. og gæti hugsað mér að fórna mér fyrir það, en þó ekki með því að kveikja í mér, en ef til vill með því að falla við hlið Bandaríkjamanna í Víet-Nam.“ „Nei, ég vildi ekki fórna mér fyrir það og ég trúi ekki á orðið lýðræði." „Heldur vildi ég lifa fyrir málstaðinn en láta lífið fyrir hann. Vissulega trúi ég á lýðræði." Fæstir gengu hins vegar jafnlangt og Vestmanna- eyingurinn sem sagði: „É'g trúi á lýðræði í öllum myndum og myndi fórna mér fyrir það ef það gæti orðið til þess að Vestmannaeyjar yrðu sjálfstætt ríki.“ „Hver veit nema þær þjóðfélagslegu aðstæður skap- ist að ég legði í slíkt? “ „Þessi brjálaði Tékki fórnaði sér ekki fyrir lýð- ræðið og að auki trúi ég ekki á það (lýðræðið).“ „Ég ætla bara að vona að ég eigi ekki eftir að verða fyrir sömu reynslu og Ján Palach. . . .“ „Nei, ég myndi ekki vilja fórna mér fyrir lýðræðið. Frekar myndi ég gera eins og Galileo og segja: — O, hún snýst nú samt, og labba síðan út á götu. Já, vissu- lega trúi ég á lýðræði, en ekkí samt allt það sem í dag er kallað lýðræði, til dæmis íslenzkt lýðræði sem er misnotað af valdhöfum og alþingi!" 10. Vilt þú taka virkan þátt í uppbyggingu þjóðfé- lagsins (þingstörf, etc.)? JÁ NEI ÓÁKVEÐIÐ 92 21 2 Það sem í rauninni var átt við með þessari spurn- ingu var hvort fólk vildi taka á sig einhver ábyrgðar- störf, eins og þingstörf og þar fr'am eftir götunum. ‘ Konur hafa haft sig mjög í frammi undanfarið og jafnvel gengið um götur borgarinnar í rauðum mussu- sokkum; krefjast þær þess að á þær verði ekki litið eingöngu sem „útungunarvélar" og matseljur, heldur verur sem séu á sama vitsmunastigi og hið svokall- kalla „sterka kyn“. En ekki eru allar stúlkur sam- mála þessu. Ein svaraði þannig: „Nei, ekki sem kven- maður, heldur sem væntanleg húsmóðir og móðir barnanna minna. Ég álít þjóðfélaginu mesta þægð í því að eignast vel upp alin og menntuð börn sem komandi þjóðfélagsþegna." Einn byltingarsinninn skýrði afstöðu sína á þennan hátt: „Ég vil taka virkan þátt í uppbyggingu réttláts þjóðfélags, en óréttlátt þjóðfélag ríf ég niður.“ Annar svaraði á þennan hátt: „Ég vil breyta þjóðfélaginu en ekki gerast tannhjól í vélinni sem malar arð handa yfirstéttinni. Er það „uppbygging“ þjóðfélagsins að sitja eins og sandpoki niðri í Alþingi, mér er spurn?“ Sá þriðji sagðist ekki vilja verða „einn af þessum leiðinlegu“, og sá fjórði lét okkur hafa sína meiningu -— sem er reyndar sú er við byrjuðum spjallið í kring- um þessa spurningu á: „Hver einasti þjóðfélagsþegn tekur virkan þátt í uppbyggingu þjóðfélagsins, bæði þingmaður og verkamaður svo spurningin er út í hött.“ 11. a) Telur þú að foreldrar þínir skilji þig full- komlega? JÁ NEI ÓÁKVEÐIÐ 58 52 5 b) Ertu ánægð(ur) með sambúð ykkar? JÁ NEI ÓÁKVEÐIÐ 92 20 3 Þó tölur bendi til þess þá töldu fæstir foreldra sína skilja sig fullkomlega, en tóku jafnframt fram að þau skildu foreldrana ekki heldur fullkomlega. Einn sagð- ist þó ekki vænta neins „ . . . skilnings úr þeirri átt, en sambúðin er vel þolanleg.“ Eitt svar fengum við, mjög óvenjulegt: „Ég tel að þau skilji mig mjög vel miðað við flest fullorðið fólk og ég er mjög ánægður með sambúðina, enda tel ég að maður eigi að standa og sitja eins og foreldrar manns vilja.“ 12. Væri aukið frjálsræði unglinga á þínum aldri gott uppeldisatriði? JÁ NEI ÓÁKVEÐIÐ 42 50 50 Eftir öllu að dæma vill æskan láta halda aftur af sér. Meirihlutinn vildi meina að frjálsræðið væri þeg- ar orðið nóg, eins og sjá má af eftirfarandi svörum: „Hvaða frjálsræði er það sem alltaf er verið að tala um og unglingarnir hafa ekki?“ „Ég tel að frjálsræði unglinga hér á landi sé vart hægt að auka.“ „Frjálsræðið er orðið nóg og aukning þess myndi aðeins leiða til ills — siðferðilegrar úrkynjunar." Þó voru ekki allir á sama máli: „Ég tel muninn á þjóðfélagsaðstæðum nú og á upp- vaxtarárurr. foreldrakynslóðarinnar of mikinn til að foreldrar geti veitt börnum sínum það uppeldi sem dygði til að takast á við framtíðina. Heppilegast er 26. tbl. VIKAN 19

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.