Vikan


Vikan - 25.06.1970, Side 25

Vikan - 25.06.1970, Side 25
 - Það hékk morgunsloppur í baSherberginu, sagSi ungi maSurinn, meS undarlega hásri rödd. - Beltið var þykk silkisnúra. Hún hengdi sig í henni. Ég var viðstaddur, skiljið þér mig? Enginn, nema við tveir, veit að það var ekki sjálfsmorð.... — Ég veit það ekki, sagði hún hikandi. — Ég held að hann sé fullkomlega í standi til að gera það sjálfur, — en það er ekki að hans skapi að ganga í skítverkin. Hann er hinn hái herra og þeir eru vanir að láta aðra vinna fyrir sig. Þeir hafa venjulega nægan mann- afla leigumorðingja ... — Já, auðvitað. Svipur Andrés varð harð- ur. — Það er aðeins spurningin hvort hann hefir slíkum mönnum á að skipa hér í Vín. — Ég held það, en ég er ekki viss. Hvers- vegna spyrjið þér að því? — Það er mjög mikilvægt, Yvonne. Ég reikna með að hann hafi oft séð okkur sam- an. Ef hann kemur auga á mig í nánd við veitingahúsið í kvöld, myndi hann strax þekkja mig og gruna að ég væri á yðar veg- um. Þá væri öll von úti fyrir son yðar. Það er alltof mikil hætta. Það verður að taka hinn kostinn. — Hvaða kost? — Að hann fremji sjálfsmorð. Yvonne hreyfði sig ekki. Hún gat ekki tekið af honum augun. Það var eitthvað dá- leiðandi við augnaráð hans. — Sjálfsmorð ... Hvernig ...? spurði hún. — Ef hann til dæmis finnst hengdur á hótelinu, sagði ungi maðurinn, ótrúlega kuldalega. — Það getur orðið hættulegt, André. Og erfitt... ___ Ekki svo erfitt sem þér haldið. Það þarf aðeins að vera snar í snúningum. Það myndi aldrei falla nokkur grunur á yður. Með því fer líka allt í glundroða! ég á við baktjaldamakkið í Búlgaríu. Stambuloff for- sætiðráðherra gæti þá gengið milli bols og höfuð á Rússaklíkunni, og erkihertoginn gæti sem bezt orðið fursti í Búlgaríu. Barónsfrúin gekk til hans og lagði hend- urnar að brjósti hans. — Ég þekki yður alls ekki fyrir sama mann, André. Granni, liðugi líkaminn þrýsti sér upp að honum. -— Þér eruð reglulegt karl- menni. Stálharður. Mig grunaði þetta ekki. Frá ákveðnu augnabliki. Þér vitið ... Hann þrýsti henni fast að sér. -— Já, sagði hann. — Eins og ég sagði þá, þá vil ég allt gera fyrir yður. Þér spurðuð: — Líka morð? Ég svaraði: — Líka morð! Og þér vissuð að mér var alvara. Að það er bók- staflega ekkert til, sem ég vildi ekki gera fyrir yður. Aðdáun Yvonne var raunhæf. Hún leit upp og horfði í augu hans, og hann sá loforð og uppfyllingu óska sinna í augum hennar. Nú heyri ég þér til, André. Er þín af líkama og sál... Klukkutíma síðar hringdi André Sweden- borg á léttadrenginn og bað hann um að bera niður farangur sinn. Hann greiddi reikning- inn og tók sér vagn að vestur brautarstöðinni og til borgarinnar aftur. Hann náði í sendi- svein við óperuna og fól honum að koma far- angri sínum frá vesturstöðinni til norður- stöðvarinnar. — Ég verð hér eftir tvo tíma og næ í kvitt- unina. Taktu vagn. — Já, náðugi herra. Því næst gekk André Swedenborg til Grand- hótels og lét tilkynna komu sína til herra Rabecque. Hann talaði frönsku. — Nafn mitt er Darville. Nokkrum mínútum síðar gekk hann inn í herbergi Golowins. Ofurstinn sat í djúþum hægindastól. Hann var á skyrtunni, flibbalaus með fæturnar upp á borði og las í Times. -— Bon jours, Monsieur Rabecque, sagði André. Golowin lét blaðið detta án þess að skipta um stellingu. Hann var ekkert undrandi. — Hvað er það, Fjodor Nikolajev.’itch? spurði ofurstinn á rússnesku. — Slæmar fréttir, ofursti. Ljóshærði, ungi maðurinn settist og fól andlitið í höndum sér. — Barónsfrú Galatz er svikari. Málið viðvíkjandi Milly Stubel varð henni ofraun. Hún vildi endilega láta þessa vinkonu sína halda lífi. Hún sagði mér allt af létta og bað mig um hjálp. — Og hvað svo? spurði Golowin snögglega. •—• Ég lagði gildru fyrir barónsfrúna og hún féll samstundis í hana, sagði André, sem í raun og veru hét Fjodor Nikolajewitsch. — Það verður að vera ljóst hvar maður stendur. Ég stakk upp á því að bezta leiðin væri að myrða yður, ofursti. — Og barónsfrúin? — Var strax á sama máli. Golowin stóð upp og náði í sígarettur. — Þarna sjáið þér, Fjodor Nikolajewitsch, hve nauðsynlegt það var að láta yður hafa eftir- lit með frúnni. Ég vissi að hún myndi fyrr eða síðar svíkja mig. Hugsið yður ef hún hefði haft annan mann við hendina! Fjodor Nikolajewitsch leit hugsandi í gaupnir sér. — Hún er ekki Rússi. Það eru til hlutir sem maður gerir aðeins fyrir föður- land sitt! hvað sem er, fyrir neðan allt siða- iögmál... — Þér skuluð ekki vera með slíkar hug- leiðingar, það getið þér gert síðar, þegar þér eruð sjötugur og seztur í helgan stein. Ef þér náið svo háum aldri. Ég efast um það, þegar tekið er tillit til atvinnu yðar. Hvert er svo framhaldið af Galatz málinu? __ Það er ekkert meira að segja, málinu er lokið, sagði Fjodor Nikolajewitsch. — Hvað eigið þér við með því? — Ég sagði henni að ég ætlaði til Grand- hótels, þar sem menn myndu síðar finna hinn svokallaða Monsieur Rabecque hengdan í axlaböndunum sínum. Svo fékk ég hana til að lofa að tala ekki við Milly Stubel, undir nokkrum kringumstæðum, fyrr en ég kæmi til baka. — Það er engin lausn, hvæsti Golowin. — Hvað ætlið þér svo að segja henni? Að Framhald á bls. 43. 26. tbi. VIKAN 25

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.