Vikan - 25.06.1970, Page 27
bakafl-
ir
réidr
Fínn kjötbakstur
750 gr kálfakiötshakk
250 gr svínahakk
3 msk. brauðmylsna
1 dl mjólk
1 egg
100 gr. skinka
1—2 tsk. salt
1/3 tsk. pipar
V2—1 tsk. salvía eða rosmarin
ca. 2 dl kalt vatn
2 eggjarauður
2 dl rjómi (rjómabland)
4 tómatar
100 gr rifinn ostur.
Látið brauðmylsnuna blotna upp í
mjólkinni. Kjötið sett saman við,
skinkan fíntskorin, heila eggið og
kryddið. Hrærið þessu vel saman.
Bætið vatninu í. Þá eggjarauðurnar
og að síðustu rjóminn. Farsið á að
vera laust í sér. Sett í smurt form.
Bakað í 225° heitum ofni í ca. V2
klst. Breiðið þá tómatsneiðar yfir og
rifna ostinn og steikið áfram við
250° í ca. 20 mínútur til viðbótar.
Hrátt grænmetissalat og steiktar
kartöflur hæfa vel með þessum rétti.
Púrrubakstur
1 stór púrra eða 2 minni
1—2 sneiðar flesk á mann.
Púrran soðin í léttsöltu vatni og
látið renna vel af þeim. Fleskið
skorið í smábita og steikt. Búið til
þykka hvíta sósu úr smjörlíki, hveiti
og rjómablandi. Kryddið með salti
og pipar. Rifnum osti bætt í áð síð-
ustu. Gott er að hafa vel útilátið af
ostinum. Tekið af hitanum og eggja-
rauðu bætt í. Púrran sett í eldfast
smurt form og sósunni hellt yfir.
Látið bakast í ofninum í 10—15 mín-
útur. Þá er fleskið sett utan með og
látið aftur inn í ofninn dálitla stund.
Brauð borið með.
Ostasufflé
3 msk. smjör
% tsk. salt
4 msk. hveiti
3 dl mjólk
3 egg
200 gr ostur
2 msk. rifinn ostur.
Búið til uppbakaðan jafning úr
smjöri, hveiti og mjólk. Eggjarauð-
unum hrært útí einni og einni í einu,
ásamt salti. Osturinn skorinn í litla
bita og þeim blandað saman við.
Hvíturnar stífþeyttar og þeim bland-
að gætilega saman við. Sett í smurt
eldfast form og 2 msk. af rifnum
osti stráð yfir. Bakað í ca. 50 mín-
útur við 200°. Berið fram brauð með
ásamt grænmeti.
26. tbi. vikan 27