Vikan


Vikan - 25.06.1970, Qupperneq 29

Vikan - 25.06.1970, Qupperneq 29
Allur akstur bannaður og kona stjórnar. Litla eyjan Sark, fyrir utan Normandístrendur er reglulegur forngripur. Lénsskipuiagið ríkir þar ennþá, og það er eins og tíminn bafi staðið kyrr í aldaraðir. Hinir 500 íbúar eyjarinnar verða ennþá að greiða tíund kvendrottnara eyjarinnar, Sibyl Hathaway, sem er orðin 85 ára gömul, og hún stjórnar eftir gamalli hefð ... ið hingað, ég tek aðeins á móti í dagstofu minni. • Þessa afstöðu tók hún til setu- liðsins allt stríðið. Hún var jafn ákveðin gagnvart Þjóðverjum og hún hafði ætíð verið gagnvart Englendingum. Hún er nefnilega á þeirri skoðun að Sark heyri alls ekki undir brezku krúnuna. Vilhjálmur bastarður var frá Normandi, og Sark heyrði því til. Vilhjálmur sigraði Englendinga í hinni frægu orrustu við Hastings árið 1066 og lagði undir sig land- ið. En það stóð ekki lengi. ENGIR SKATTAR Eyjarnar í sundinu hafa mikil hlunnindi, samanborið við önn- ur samveldislönd Breta. Eyja- skeggjar greiða ekki skatt. Og eyjarnar hafa sjálfstjórn. Samt hafa , eyjaskeggjar sömu hlunn- indi og aðrir þegnar Bretaveld- is. Á eyjunum eru töluð tvö tungumál, bæði enska og franska. Á Sark eru 18 stórbýli. Þegar Sibyl Hathaway hótaði að segja af sér, yfirlýsti einn af stór- bændunum að þá myndi hann lýsa sína jörð fríríki. En af því varð þó ekki. „The Dame“ bauð þá Guern- sey að taka að sér stjórnina á Sark. Hún viðurkennir að aldur- inn sé að færast yfir hana, en lét sig hafa það að halda áfram sinni stjórn, þótt hún sé orðin 85 ára gömul. Sark er eiginlega skipt í tvo hluta, Litla Sark og Stóra Sark, sem er tengt saman af eiði, þar sem öldur Atlantshafsins gnauða stöðugt á klettunum. Við lítið sund á vesturströnd- inni er staður, sem kallaður er Brechou; þar var einu sinni að- setur danskra víkinga. Víking- arnir komu ótrúlega víða við. Sark er mjög óaðgengileg til lendingar. Klettótt ströndin og hættuleg blindsker hafa orðið mörgu skipinu að grandi, enda höfðu eyjaskeggjar oft töluverð- ar tekjur af strandgóssi. Áður voru tvær smáhafnir á eynni, en nú er komin ágætis höfn í La Maseline Harbour. Það var her- toginn af Edinborg sem vígði hana árið 1949. Eyjaskeggjar gort.a af því að höfnin hafi kost- að 52 þúsund pund. Þá upphæð fengu þeir með því að skatt- leggja áfengi. Þessi klettaey er dásamlegur staður, og á Bretlandi þykir það eftirsóknarvert að upplifa vor- daga á Sark. Haustið getur líka verið skemmtilegt. Það er að- eins um háveturinn, þegar vetr- arstormarnir æða, að ekki er eft- irsóknarvert að vera þar. Nú er lífið farið að taka ýms- um breytingum á Sark. „The Dame“ hefur orðið að beygja sig fyrir nýja tímanum, það er jafn- vel komið kvikmyndahús á stað- inn. Tekjur af ferðamönnum eru heldur ekki til að fúlsa við, þar frekar en annars staðar. Þetta er annað af tveim vélfarartækjum á eynni. Stórbóndinn Carré á það, en hitt á sú gamla sjálf. Áður höfðu eyjaskeggjar töluverðar tekjur af strandgóssi, en í góðu veðri eru strendurnar friðsælar. Hestvagnar eru þau farartæki sem ferðamönnum er boðið upp á. Hér bíða nokkrir ökumenn eftir ferðamönnum. 26. tbi. VIICAN 29

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.