Vikan


Vikan - 25.06.1970, Page 32

Vikan - 25.06.1970, Page 32
Spennandi framhaldssaga Ævintýri á Spáni Eftir Jan Anderson 6. hluti Ég ók niður tii þorpsins meöan Luca sýslaSi með matinn. Ég keypti bensín til að geta verið á ferðinni alla nóttina. Snemma í fyrramálið verð ég kominn nálægt frönsku landamærunum. Það er auðvelt að finna stað til að fara í gegn, án þess að upp um mann komist... „En það getur liðið langur tími áður en nokkur finnur okkur hérna." „Ég heyrði fótatak þeirra aftur. „Þeir eru að koma!" hrökk upp úr mér. „Hlustaðu, Anna." Það heyrðist glamra í hnífapörum og diskum og rétt á eftir þungt fótatak Luca. „Við skulum fá okkur eitthvað í svanginn, Anna. í guðanna bænum, setztu upp og reyndu að koma lagi á taugarnar." Ég þreif í hana og dró hana upp úr rúminu, og í því heyrði ég lykli snúið, og hurðin opnaðist. Luca kom inn með bakka á hæla honum Desmond. Þótt kynlegt sé, var fyrsta hugsun mín sú, að þetta var í fyrsta sinnið, sem ég hafði séð þá báða vaða inn í herbergið í einu. En sú tilfinning, sem yfirgnæfði, var hræðsla. Eg sá Luca leggia bakkann á borðið og var sem ég dáleidd- ist af hreyfingum hans. Desmond lokaði dyrunum og horfði á mig eins og hann biði þess, að ég segði eitthvað. En ég gat ekki bært varirnar. „Luca hefur útbúið dálítinn mat," sagði Desmond. „Kjötsneiðar og eggjaköku." Ég horfði á Luca og ætlaði að segja „Gracias", en orðin vildu ekki koma fram á varirnar. Luca horfði á varir mínar og brosti. „Við erum búnir að ákveða hvað við eigum að gera við ykkur," sagði Desmond röggsamleg. „Luca er ánægður með ykkur." Anna góndi þakksamlega á Luca, og ég vissi, hvað hún hugsaði. En bros og höfuðhneiging Luca var ætluð mér, ekki Önnu. „Hann er búinn að gefa þér nafn," hélt Desmond áfram. , „Hann skrifaði það niður fyrir mig í morgun. Hann kallar þig hina vitru og dökku." Ég gat stunið upp orðunum: „Gracias, Luca.,' „Mér sýnist það líka eiga við," sagði Desmond lágt. „Hvað hefurðu í huga að gera með okkur?" flýtti ég mér að spyrja. „Ertu hrædd við mig?" spurði hann stillilega. „Nei!" Ég hikaði. „Jú, annars Desmond. Ég er hrædd um, að þú getir gert eitthvað slæmt í fljótfærni og reiði. Við Anna getum sagt þetta báðar." Hann kinkaði kolli. „Ég skal vera hreinskilinn eins og þú, Lísa. Ég hafði hugsað mér, að við skyldum halda áfram ferðinni eins og aftalað var. En nú sjáum við, að það er of hættulegt. Hræðslan getur fengið okkur öll til að gera allskyns vitleysur. Og sá sem einu sinni hefur banað manni, er líklegur til að geta gert það aftur. Ég hef tekið eftir því." Hann horfði á okkur Önnu til skiptis. „En þið þurfið ekki að vera hræddar lengur. Við kynntumst sem vinir og getum skilið sem vinir." „Hvað hefurðu í huga?" spurði Anna titrandi vörum. „Það er til nægur matur handa ykkur fyrir morgundaginn. Ég kaupi bílinn þinn, Lísa. Þú getur látið bóka hann á það nafn, sem ég hef gengið undir. Ég borga þér meira en sannvirði, svo þú getur keypt betri bíl." Hann tók upp úr vasa sínum pappírsörk og uppvafða spænska pen- ingaseðla. Þegar hann gekk fram, hörfaði Luca eins og ósjálfrátt nær opnum dyrunum. Ég greip pennann og pappírinn og leit á peningana. Það voru eitt þúsund pesetar. Það var tvöfalt verð bilsins, eins og ég áleit það vera. Ég leit á Desmond. „Hvers ætlastu til af okkur, þegar við komum aftur?" Hann hló. „Ég býst ekki við neinu. Ætlast heldur ekki til neinna lof- orða. Lögreglan má fá að vita allt, sem hún hefur þörf fyrir frá ykkur. Þú hefur heyrt, að ég notaði bílinn?" „Já," viðurkenndi ég. „Við heyrðum það." „Ég ók niður til þorpsins meðan Luca sýslaði með matinn. Ég keypti bensín til að geta verið á ferðinni alla nóttina. Snemma í fyrramálið verð ég kominn nálægt frönsku landamærunum. Það er auðvelt að finna stað til að fara í gegn án þéss að upp um mann komizt. Við Luca vonumst til að verða komnir til Frakklands, þegar sólin rennur upp." Hann brosti. „Þessvegna þori ég að skilja ykkur hér eftir." „Hefurðu í huga að yfirgefa okkur, — og loka okkur inni?" spurði Anna angistarlega. „Hingað kemur aldrei neinn. Þú sagðir það sjálfur." „Þið haftð ekkert að óttast," endurtók hann. „Ég lofaði því. Ég hef mælt mér mót við konu í þorpinu. Hún kemur hingað uppeftir eftir hádegi á morgun að taka til. Ég hef sagt henni, að við Luca komum aftur annað kvöld og að hún eigi að gera herbergin hrein fyrir okkur. Þetta er áreið- leg kona, og þess vegna treysti ég því, að hún komi. Ég læt hana fá lykilinn, þegar ég fer gegnum þorpið. Þið þurfið ekki annað en að láta vita, að þið séuð hér, og hún verður sjálfsagt hissa að sjá ykkur hérna. Hún talar aðeins spænsku. En þið losnið allavega." Hann horfði á peningana á borðinu og hélt áfram: „Þið skuluð leigja ykkur bíl ! þorpinu, og þá getið þið ekið til Cuanca ..." „Og svo? spurði ég og horfði hvasst á hann. „Svo megið þið gera það, sem ykkur finnst réttast." Hann yppti öxl- um. „Við sjáumst sjálfsagt aldrei framar." Þögul tók ég pennan úr hendi hans og skrifaði undir afsal mitt á bílnum til Desmond Tracey. Hann tók við því og mælti. „Það er óþarft fyrir mig að segja, að mér þykir leitt, hvað ég hef gert ykkur miklar hrellingar?" „Ég mundi hafa viljað gefa mikið til, að þetta allt hefði farið öðruvísi," svaraði ég. „Ég segi sama," viðurkenndi Desmond. „En úr þessu verður engu breytt. Það er búið að skrifa lokaorðin á vegginn. Geturðu fyrirgefið mér?" Ekki gat ég gert mér grein fyrir þeim tilfinningum, sem byltust um í mér. Luca hélt dyrunum opnum fyrir Desmond, en ég kom á eftir honum og greip um handlegg hans. „Desmond, farðu ekki!" hvíslaði ég. „Hvað ertu að segja, Lísa? En við getum hitzt í Frakklandi." „Við gætum hitzt ! Frakklandi", bætti ég við. Hann svaraði öllu mýkri röddu en venjulega, að hann teldi það óger- legt. „En ef þú verður kyrr og tekur því, sem að höndum ber?" Hann þrýsti fingur mína vingjarnlega. „Ég get lagt ýmislegt á mig, en skömm þoli ég ekki. Við Spánverjar erum stolt fólk, Lísa. Heldur vildi ég deyja." 32 VIKAN 26- tbl-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.