Vikan


Vikan - 25.06.1970, Side 34

Vikan - 25.06.1970, Side 34
A EVUKLÆÐUM EINUM I UDEN EN TRÆVL | Hin margumrædda og æsidjarfa metsölubók' á Norð- urlöndum, eftir norska rithöfundinn Jens Björneboe, er nú fáanleg í islenzkri þýðingu. Bókin, sem er bönnuð í heimalandi höfundar, lýsir flestum stigum kynlýfsreynslu ungrar stúlku í mörgum stórborgum meginlandsins á frjálslegri, opinskárri og teprulaus- ari hátt en tiðkast, og hefur nú þegar verið kvik- mynduð. Bókin verður aðeins seld til áskrifenda, á meðan hið takmarkaða upplag endist, og geta þeir sem óska að eignast hana, gerzt áskrifendur með því að útfylla greinilega meðfylgjandi pöntunarseðil og senda hann ásamt áskriftargjaldinu i ábyrgðarbréfi í Giro-reikn- ing númer 65 við Útvegsbanka Islands í Reykjavik og öllum útibúum hans. Ef bókin hefur ekki borizt yður innan þriggja vikna frá pöntun, þá látið vinsámlegast Giro-þjónustu Útvegs- bankans strax vita. ÚTGEFAND1 -----------------------------------------------------------J Gíró-reikningur númer 65 i Útvegsbanka Islands: Ég undirrit óska að gerast áskrifandi að bókinni I A EVUKLÆÐUM EINUM, og sendi hór með greiðsl- I una kr. 400.00. Bókin sendist mór burðargjaldsfrítt. * Nafn ............................................. | Heimili....................................... I____________________________________________________________! ATHUGIÐ Ef þú ert að byggja eða þarft að bæta og jafnvel ef þú vilt breyta, þá teljum við það hagkvæmt að líta við hjá okkur, því að sjón er sögu ríkari gagnvart vöruúrvali. Gott verð. STJÖRNUSPfl*^ Hrútsmerkið (21. marz — 20. aprfl): Þú hefur í mörg horn að líta og unir lífinu vel. Einhver ólga kemst á hugsun þína, sem stendur í nánu sambandi við atvinnuna. Þú ert ákveðinn sem féiagi í einhverju félagi, en ráðlegast að fara ekki. Nautsmerkið (21. apríl — 21. mal): Kunningi þinn biður þig að leysa vanda sinn sem þér tekst vel. Þú átt i fjárhagsörðugleikum, forð- astu allt, sem hægt er að kalla svindl, það eru ekki heppilegir tímar fyrir slíkt. Þér er ami að einhverju. Tvlburamerkið (22. maí — 21. júnf); Unglingur i fjölskyldunni gerir glappaskot og þarfn- ast uppörvunar þinnar. Þú kynnist eldri konu, sem á við erfið kjör að stríða. Vinur þinn kemur með góða hugmynd, ykkur til fjáröflunar, grípið gæsina. Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí): Þú hefur áhyggjur af einhverjum tveim persónum, sem standa i nánum fjölskyldutengslum við þig. Þú gerir mikla og góða verzlun. Likur eru á þátttöku þinni í mjög stóru samkvæmi eða skemmtiferð. Ljónsmerkið (24. júll — 23. ágúst): Þú þarft sennilega að umgangast og skipta þér nokkuð af fólki, sem þér fellur ekki allskostar við. Beztu tómstundaiðkanir eru útivera og íþróttir. — Veittu þér nokkuð, sem þig hefur lengi langað til. láf* Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september); Ungmenni verða á vegi þínum og muntu skjóta yfir þau skjólshúsi. Vinur þinn, sem lengi hefur dvalizt fjarri þér, kemur með gleðileg tíðindi. Sending, sem þú hefur átt von á lengi kemur nú, nánast óvænt. Vogarmerkið (24. september — 23. október): Líf þitt er fullt af atorku og gleði. Þú umgengst mest ungt fólk og nýtur þess lika mjög vel. Ein- hverjir erfiðleikar standa í sambandi við nýjan starfsfélaga. Þú heyrir mjög skemmtilega sögu m. m. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Félagi þinn einn, hefur opnað augu sin fyrir verð- leikum þínum og vill nú allt fyrir þig gera til að þér verði sem mest úr þeim. Þú færð atvinnutilboð frá gömlum yfirboðara þinum. Ferðalag á næstunni. 3* Bogamannsmerkið (23. nóvember — 21. des.): Þú hefur orðið fyrir áhrifum, sem hafa vakið þig til umhugsunar um hluti, er þú hefur ekki hug- leitt áður. Það væri mjög þroskandi fyrir þig ef þú viðaðir að þér frekari fróðleik um þetta efni. Steingeitarmerkið (22. desember — 20 janúar); Þér er ráðlegast að standa ekki í neinum stórfelld- um viðskiptum, þvi líkur eru á að það verði þú, sem gerir verri verzlunina. Þú verður þátttakandi í fjölmennum hátíðahöldum og skemmtir þér vel. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar): Þú verður félaga þínum til aðstoðar þessa dagana og er það vel. Vegna trassaskapar einhvers sam- starfsmanns þíns kemur það á þig að leysa úr nokkrum flækjum. Þú færð heimsókn eldri félaga. jfcfc Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Dagarnir verða að ýmsu leyti eins og þú hafðir áformað. Þó skeöur nokkuð, sem kemur þér mjög á óvart. Þú eyðir einhverju af frítima þinum við útiskemmtanir. Gömul kona biður þig um hjálp. 34 VIKAN 2S- tw-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.