Vikan


Vikan - 25.06.1970, Qupperneq 36

Vikan - 25.06.1970, Qupperneq 36
KENT Með hinum þekkta Micronite filter er eftirspurðasta ameríska filter sígarettan! Draumur um son Framhald af bls. 11. — Nei, öskraði Napoleon bak við læstar dyrnar. Nei, nei og nei. Og við hvert nei fylltist Joséphine sterkari fullvissu. Það var einungis hann, sem húnhafði elskað allan tímann. Aðeins hann. Að lokum leið yfir hana af geðshræringu. En börn henn- ar tvö frá fyrra hjónabandi, með Beauharnais greifa, sáu örvænt- ingu móðurinnar og hrópuðu mjóróma. — Napoleon pabbi, Napoleon pabbi! Nú deyr mamma, hvað eigum við að gera? Hjálpaðu okkur, góði pabbi! Þá opnaði hinn barngóði, ít- alskættaði Napoleon dyrnar og bar meðvitundarlausa móður 36 VIKAN 26-tbI- barnanna tveggja inn í rúm. Joséphine þorði ekki að vakna, fyTr en næsta morgun. — Ó, Napoleon, hvíslaði hún þá, og dimmblá augun voru gljá- andi af tárum og hamingju. Stutt, ljóst silkihárið límdist við ennið. —- Ég er aðeins veslings greifabarn frá byltingunni. Ég hef aldrei trúað á hamingjuna, af því að ég hef misst alltof marga af ástvinum mínum. Fyrst nú þegar það er of seint, veit ég hvað lífið getur verið. Tárin streymdu nú niður kinn- arnar eins og dýrmætar perlur. Og Napoleon kyssti þau burt. Jú, hún var eftir sem áður lagleg. Og í kvöldljósi, í daufri birtunni frá ljósastikunum var hún blátt áfram fögur. Josép- hine hallaði sér fram að spegl- inum og horfði í hin dimmbláu, spyrjandi augu sín. Enginn get- irr þó séð á mér, að ég sé fjöru- tíu og þriggja ára? Það er eng- in hrukka á hálsinum á mér, og margar ungar stúlkur gætu öf- undað mig af þessum brjóstum og þessum herðum. Hún brosti við mynd sinni í speglinum. Karlmenn horfa á eftir mér enn sem komið er, og það er ég, Joséphine, sem þeir hafa áhuga á, ekki keisaradrottningin, eig- inkona Napoleons. Augun störðu leyndardómsfull á hana undan bogadregnum augnalokunum. Fíngerðar augna brúnirnar báru dálítinn vott um kaldhæðni. Kæruleysislegt bros lék um varir velskapaðs munns- ins. Skuggarnir undir háum kinnbeinunum settu þóttafullan svip á andlitið. — Ert þú ég? hvíslaði Josép- hine. — Ert þú ég, þú ókunna andlit í speglinum, eða ert þú hennar hátign, keisaradrottning heimsveldisins? ■— Hið ókunna andlit kinkaði kolli til hennar, alvarlega. — Þér hafið dálítið mikilvægt mál að tala um við hann. Klukkan er langt gengin í tólf, frú, þér verðið að undir- búa yður. Joséphine var meistari hinnar erfiðu listar að mála sig. Það stafaði að nokkru leyti af því, að hún þekkti andlit sitt álíka vel og hinn trúaði þekkir Faðir- vorið sitt, að nokkru leyti af því, að hún hafði fundið upp það snjallræði, að þrískipta speglinum á snyrtiborðinu, þann ig að hún gat alltaf horft á sig frá öllum hliðum. Augun voru mikilvægust og þau tóku mestan tíma. Blýgrár, daufur litur yfir bogadregin augnalokin alveg út í augna- krókana. Yfir það bar hún fjólu- bláan skugga, sem hvarf á ská út á gagnaugun. Ljósblátt flau- elsband við hársvörðinn. Og að lokum hið langmikilvægasta — hún varð að hugsa um eitthvað skemmtilegt, það mundi gefa henni líf og lit. Keisaradrottningin gekk ánægð ,að gylltu svanarúminu sínu. Hinn keisaralegi örn hvessti sjónum niður á hana frá egglaga múrverkinu, sem bar gullísaum- að forhengi uppi. — Já, gláptu bara, sagði Joséphine. — Mér hefur aldrei geðiast að þér. Þú lítur út eins og þú vildir helzt læsa klónum í mig og fljúga leiðar þinnar með miff. En það er aðeins okk- ar á milli. Keisaradrottningin kom sér þægilega fyrir í mjúku rúminu. Hún ætti að finna sér eitthvað að lesa. Það hafði ævinlega góð áhrif á Napoleon, þegar hann kom að henni með bók í hönd. Falleg ljóðmæli sómdu sér vel. Joséphine tók í bjöllustrenginn. — Babette, sæktu litlu bók- ina „Söngurinn um Roland“ í herbergið mitt og vín og kökur og tvö glös. En fljótt, fljótt. Og Babetta, réttu mér litla, gula glasið á snyrtiborðinu, þetta með nassissu-ilmvatninu! Klukkan sló eitt, veiklulegt högg, og það varð erfiðara og erfiðara fyrir Joséphine að hafa hugann við bardaga Rolands riddara í Ronceval. Ákjósanleg vígstaðan varð æ verri. Roland mölbraut sverðið sitt góða, Dur- endal. og hann lét hornið sitt, hið töfraða Oliphant, blásaneyð- aróp örvæntingarinnar út yfir fjöll og firnindi. Joséphine lét Roland detta niður í silkiteppin, drevpti á víninu og starði til lofts. Veslings Napoleon, sem varð að vinna svona lengi á hveriu kvöldi. Hann hafði mik- ið dálæti á þessari litlu íbúð hér á loftinu. Hún hafði látið útbúa hana hans vegna, eftir hans höfði. Gyllt gips með rómverska

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.