Vikan


Vikan - 25.06.1970, Qupperneq 43

Vikan - 25.06.1970, Qupperneq 43
Loksins. Loksins eftir allt tekkið: Pira- System gefur yður kost á að lífga uppá híbýli yðar. Ljósar viðartegundir eru sem óðast að komast í tízku. Framúr- skarandi í barnaherbergi. Skrifborð úr Ijósri eik. Uppistöðurnar svartar eða Ijósgráar eftir vali. Smekklegt, nýtt, margir uppröðunarmöguleikar. Hvorki skrúfa né nagli í vegg. Ekkert annað hillukerfi hefur þessa kosti. Því ekki að velja ódýrustu lausnina, þegar hún er um leið sú fallegasta. Lífgið uppá skammdegisdrungann með Ijósum viði. Skiptið stofunni með Pira- vegg. Frístandandi. Eða upp við vegg. Bezta lausnin í skrifstofuna. Höfum skápa, sem falla inní. Bæði ( dökku og Ijósu. Komið og skoSiS úrvaliS og möguleikana hjá okkur. Pira fæst ekki annarsstaðar. PIRA Frábær lausn í húsbóndaherbergið EINKAUMBOÐ FYRIR PIRA-SYSTEM Á ÍSLANDI / HUSooSKIP Ármúla 5 - Sími 84415 - 84416 •— Framliðinn aðdáandi, afi minn sálugi, yðar hátign. Keisarahjónin óku saman heim tii Malmaison eftir langa veizl- una. Keisarinn hló og talaði og var í óvenjulega góðu skapi. Joséphine barðist í örvæntingu við að hafa stjórn á sér. En Na- poleon tók ekki eftir neinu. Hann talaði um herferðir og konungs- ríki, um sendiráðherra og heims- viðskipti, um land, sem átti að hverfa, og land, sem átti að vera til. Joséphine veifaði og brosti af gömlum vana til fólks, sem stóð meðfram vagninum og hrópaði: „Lifi keisarinn“. Af- brýðisemin lá eins og kæfandi hringur um háls hennar. Um kvöldið gengu keisara- hjónin sér til skemmtunar í garðinum umhverfis Malmaison. — Joséphine litla, hvílíkt meistaraverk hefur þú búið til hérna, hrópaði keisarinn. Gagn- stætt venju sinni hafði hann drukkið mörg glös af víni með kvöldverðinum og var í ljóm- andi skapi. — Þessi garður er hreint listaverk. Blómin þín, listskynjun þín, allt andrúms- loftið, sem hvílir yfir höllinni þinni — það er fullkomnað, Joséphine, sannarlega fullkomn- að! Þú hefur vissulega gert Tui- lerie að bústað keisara, vina mín. Hvert einasta herbergi, hver salur ber hönd keisarans vitni. Þú hefur framúrskarandi fegurðarskyn, Joséphine. Óska- draumur fyrir keisara! Joséphine var lítil, auðmjúk og grönn, og andlit hennar var fagurt og fíngert og hæfði keis- aradrottningu. En allt í einu varð henni allri lokið. — Napoleon, þú ert skepna! hrópaði hún. — Þú ert blygðun- arlaus! Það var undarlega kyrrt um- hverfis þau. Napoleon nam stað- ar undir blómstrandi gullregns- tré. — Frú, má ég biðja um skýr- ingu á hinni vanstilltu fram- komu yðar? — Það var einhver, sem hló inni hjá þér í nótt. Þú hafðir konu hjá þér! — Ég held, að þú sért þreytt, Joséphine. Hún gat ekki séð andlit hans í skugganum. En það var heldur ekki nauðsynlegt. — Eg held, að þú þarfnist hvildar. En ég kom til þín í nótt til að segja þér, að ég ætti von á barni. Ég er næstum viss, já, ég veit það. Ég ber erfðaprinsinn undir hjarta mínu! Napoleon bar konu sína alla hina löngu leið eftir rósagarðin- um og upp tröppurnar. Barns- hafandi keisaradrottning mátti ekki ganga eitt einasta skref. Hann lagði hana á gyllta svana- rúmið hennar og hringdi á her- bergisþernuna. Það átti að hjálpa keisaradrottningunni til að kom- ast í hvíld fyrir nóttina. Hann kvssti hendur hennar og hvísl- aði að henni orðum, sem hún hafði gleymt að hann kynni. Og hún sofnaði með sætum leik sig- ursins í hjarta. Loksins hafði henni tekizt það. Loksins! Joséphine vaknaði klukkan fimm um morguninn. Vissan var hræðileg. - Ó, yðar hátign, kjökraði Babette. — Við, sem vorum svo öruggar! Ekki segja hans hátign frá neinu, frú. Það heppnast bara næst, þér eruð áreiðanlega ekki of gamlar. Sofið nú, sofnið aft- ur, frú! Já, ef til vill mundi það raun- ar heppnast næst. Það voru að vísu til konur, sem höfðu alið börn, þegar þær voru fimmtíu og eins árs. Það hlýtur að heppn- ast, þegar ástin er svona mikil. Góða, himneska móðir, lát ekki hina miklu ást mína halda áfram að vera ófrjósama! Joséphine var of þreytt til að gráta. Hún sofnaði með hjartað fullt af von og ást. Og hana dreymdi fegursta draum sinn. Drauminn um son. Hennar keisaralega tign Framhald af bls. 25. Golowin sé dauður? Þá hleypur hún strax til Millyar Stubel! — Nei. — Að Golowin sé lifandi? Að morðið hafi misheppnast? Hún svíkur okkur! En Fjodor Nikolajewitsch hristi höfuðið. Hann var hugsandi á svipinn. — Það hékk morgunsloppur í baðherberginu hennar, sagði hann og röddin var undarlega hrjúf. — Mjög fallegur, grænn sloppur, ofursti. Beltið var digur snúra. Barónsfrúin hengdi sig í snúrunni. Ég var viðstaddur, herra ofursti, — skiljið þér mig? Enginn veit nema við tveir, að það var ekki sjálfsmorð ... Milly settist við sauma, til að róa taugarnar. Klukkan var sex. Fjórir klukkutímar eftir ... Hún sat við opinn glugga. Mildur vindur bar með sér blómailm frá skemmtigarðinum, og hljóm frá lúðrasveit hersins, sem var að leika í Kurhaus garð- inum. Aneschka var að hugsa um kvöldmatinn í eldhúsinu. Milly hafði beðið hana að hafa hann til klukkan sjö, hún vildi vera viss um að þjónustufólkið væri farið úr íbúðinni klukkan níu. Rétt eftir klukkan sex var dyrabjöllunni hringt. Milly hrökk við, það gat verið bréf frá Yv- onne. Hún spratt á fætur. En þá heyrði hún glaðlega rödd Giannis í anddyrinu, og rétt á eftir kom hann þjótandi inn með útbreiddan faðminn og ljómandi augu. — Ástin mín ... kallaði hann glaður, — settu niður í töskuna þína! Við förum með lestinni eft- ir tvo tíma. Við förum til Gmund- en. Milly varð svo undrandi að hún kom ekki upp nokkru orði. Hann faðmaði hana og kyssti og fór svo að segja frá. Samtal hans og Yermoloff var stöðvað, Búlgarinn varð að fara í mesta flýti til Feneyja til að hitta sendimann frá Sofíu. — Allt gengur Ijómandi........ hugsaðu þér, Stambulof hefir komið fram með tillögu í þing- inu um að þú fáir ríkisborgara- rétt. Hann hugsar um allt. Strax og ég hefi verið kosinn, getum við gift okkur. Það er eiginlega alveg öruggt að ég verð kosinn. Það virtist ekki vera nein mót- staða, sagði hann, jafnvel ekki hjá þeim sem voru hliðhollir Rússum. — Þeir láta ekkert heyra í sér, en auðvitað er þetta leyndarmál ennþá. Stambuloff hefir látið það síast út að hann sé með prinsinn af Coburg í huga. Og ef Rússar hafa ekkert á móti Ferdinand Coburg, þá geta þeir ekki haft neitt á móti mér. Við erum báðir Austurríkismenn. Milly beit á jaxlinn. Gianni var svo fullur af trúnaðartrausti, 26 tbl VIIvAN 43

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.