Vikan - 25.06.1970, Blaðsíða 46
Sprengjan átti að eyðileggja
stóra, ísraelska Boeing-flugvél.
Hundrað farþegar hennar hefðu
farizt ef við hefðum framkvæmt
skipun skæruliðaforingjans Óm-
ars. í hótelherberginu í Amman
sýndi hann okkur nákvæmlega
hvernig við ættum að tilreiða
sprengjuna og setja hana á sinn
stað. Sprengjan var lítil fyrir-
ferðar, úr grænu deigi og með
hvellhettu og úrverki, þannig að
hægt var að ákveða sprengitím-
ann nákvæmlega.
Fúlmennskan 1 afstöðu Ómars
var enn óhugnanlegri fyrir þá
sök að hann lét sig ekki hið
minnsta skipta þótt farþegarnir
hundrað létu lífið saklausir. —
Eyðilegging flugvélarinnar ásamt
farþegum og áhöfn átti aðeins
að vera til að sýna og sanna að
við værum skæruliðunum hlið-
hollir. Fyrst eftir það yrðu okk-
ur fengin mikilvægari verkefni.
— Það verður að vera Boeing
707 frá ísraelska El-Al flugfé-
laginu. Því það gæti auðvitað
hugsazt að þið væruð ísraelskir
njósnarar, sem hefðuð það verk-
efni að laumast inn í raðir okk-
ar, sagði Ómar.
•—■ El-Al á nokkrar gamlar
Karavellur, hélt hann áfram. —
En ísraelsmönnunum væri rétt
sama þótt einhver þeirra væri
sprengd, ef þeir gætu í staðinn
komið sínum mönnum inn í
innsta hring hjá okkur. Þess
vegna treystum við ykkur ekki
nema þið sprengið Boeing.
Hann sýndi okkur síðan hvar
við ættum að koma sprengjunni
fyrir. Það átti að festa hana und-
ir annan vænginn, nálægt út-
blástursopi. Hún varð að springa
upp, inn í vænginn. Til að festa
sprengjuna þurfti ekki annað en
sterkt teip.
— Þið verðið að taka stykk-
in með ykkur til Lundúna og
setja sprengjuna saman þar,
sagði Ómar. Trefor spurði hvort
við gætum ekki í staðinn feng-
ið sprengjuhlutana hjá einhverj-
um trúnaðarmanni Araba í
Lundúnum. Það gæti sem sé
hugsazt að tollverðirnir fyndu
sprengjuna í farangri okkar.
— Fulltrúa okkar í Lundún-
um hittið þið þegar þið hafið
sprengt Boeing-vélina, sagði
Ómar. — Þá og ekki fyrr. Þang-
að til getið þið aðeins náð sam-
bandi við okkur í Jórdaníu eða
Egyptalandi.
Skömmu síðar sátum við
mikla ráðstefnu með fjölda
skæruliða í sama herbergi á
Fíladelfíu-hóteli.
Einn viðstaddra skæruliða
sagði að í Lundúnum væru tvö
samkunduhús Gyðinga. Þau ætti
að sprengja í loft upp.
Kannski var það hið gyðing-
lega ætterni föður míns, sem
gerði það að verkum að þetta
varð mér ofmikið. Sg þaut upp
af stólnum og sagði:
— Þetta er einum of mikið,
Trefor! Nú fer ég beint heim!
46 VIKAN 26- tbl-
Verkir, þreyta í baki ?
DOSI beltin hata eytt
þrautum margra.
ReyniS þau.
EMEDIAH.F
LAUFÁSVEGI 12 - Síml 16510
Á næsta andartaki stóð einn
skæruliðinn upp, dró upp
skammbyssu og gekk til mín. Ég
hélt að hann myndi skjóta mig
þar á staðnum.
Ég hörfaði undan.
— Það er allt í lagi með hann,
sagði Trefor í flýti við Ómar. —
Hann er bara dálítið spenntur.
Hann fór síðan með mig út í
horn og sagði að ég skyldi ekki
hegða mér eins og bölvað fífl.
Ég gæti eyðilagt þetta allt sam-
an.
— Ég geri ekkert af þessu,
sagði ég.
— Þú skiptir um skoðun þeg-
ar þú færð peninginn, sagði
hann.
Ég hugsaði sem svo að ég yrði
að halda mér í skefjum smátíma
í viðbót. En ég hafði ekki leng-
ur áhuga á peningunum, þótt um
milljónir punda væri að ræða.
Það hljómar kannski undar-
lega að Arabarnir skyldu ekki
taka reiðikast mitt alvarlegar.
En þeir voru mjög áfram um að
fá okkur Trefor í þjónustu sína.
Arabískir skemmdarverkamenn
eiga erfitt um vik í Evrópu, þar
eð þeir eru auðþekktir frá
Evrópumönnum.
Eftir fundinn sagði ég Trefor
að ég væri ekki lengur með í
þessu. Hann varð öskureiður og
við slógumst. En hann tók það
ekki heldur mjög alvarlega; hélt
bara að ég væri svona slæmur
á taugum.
En ég vissi hvað ég ætlaði að
gera. Jafnskjótt og til Englands
kom gerði ég lögreglunni við-
vart. Hún var tortryggin fyrst,
en trúði mér um síðir og gerði
Scotland Yard viðvart. Trefor
Williams var handtekinn aðeins
nokkrum klukkutimum áður en
fyrirhugað hafði verið að við
limdum sprengjuna neðan í Bo-
eing-flugvélina. Rétturinn
dæmdi hann í tíu ára fangelsi.
Eins og vitað er, hefur upp-
ljóstrun min ekki hrætt aðra frá
að sprengja ísraelskar flugvélar.
Átökin milli ísraels og Araba
halda áfram með sömu fyrirlitn-
ingunni fyrir mannslífum og ég
hef sjálfur heyrt dæmi til.
Þótt svo að ég hafi verið í
lífshættu frá því að ég gerði lög-
reglunni viðvart, þá sé ég ekki
eftir því. En hræddur verð ég
unz ég hef fundið einhvern nýj-
an stað til að búa á, stað þar
sem ég er vel falinn.
Eða þangað til Arabarnir fá
hefnd sína fyrir að ég kom upp
um fyrirætlanir þeirra....
☆
Lán í óláni
Framhald af bls. 13.
Nú skyldi enginn halda, að
George væri skemmtilegri
yfir horðum en eiginmenn
eru yfirleitt. Langt frá því.
Hann var allur í póstinum
og morgunblöðunum þá
stundina. Það var með öðr-
um orðum ekki til þess að
njóta skemmtilegra morgun-
viðræðna, að Marjorie lagði
það á sig að fara snemma á
fætur til þess að borða með
honum. Tilgangurinn átti sér
dýpri rætur, svo djúpar, að
Marjorie, sem alls ekki hafði
rannsakað sjálfa sig itarlega,
gat ekki gert sér grein fyrir
því sjálf.
En afjeiðing þess var sú,
að Marjorie las blöðin nokk-
urn veginn reglulega. Ilvað
átti hún annað að gera með-
an George var niðursokkinn
í sitt blað? Hún var ekki
lengi að lesa hréfin sín.
Auðvitað var það yfir
morgunverðinum, sem Mar-
jorie uppgötvaði, að stór-
hætta vofði yfir henni.
Hún las í hlaði, að itaíska
björgunarfélagið „Bixio“
væri að húa út leiðangur til
þess að bjarga „Carniola“ af
hotni Neapelflóans. Þarna
var til milljónafjórðungs
punda að vinna, og þegar
vetrarstormarnir væru liðn-
ir Iijá væru góðar horfur á,
að björgunin mundi takast.
Þess var getið til fróðleiks,
að gullið lægi neðst í klefan-
um, sem póstsekkirnir væru
í. Björgunarmennirnir til-
kynntu siðar, að köfurunum
Iiefði tekizt að komast inn i
póstklefann og náð þaðan
nokkrum póstpokum. Lik-
lega væri hægt að ná öllum
póstinum á fáeinum dögum,
og af þvi að áritanirnar væru
læsilegar á því sem komið
var upp, mundu bréfin verða
send til réttra viðtakenda.
Marjorie kæfði niðri i sér
angistarvein og bögglaði
blaðinu saman. Andlit henn-
ar varð náhvitt.
George setti frá sér kaffi-
bollann svo hart að small í.
— Hvað er að þér, elskan
mín? spurði hann og spx-att
á fætur.
— Ekki neitt, sagði Mar-
jorie óðamála. — Ekki neitt.
Ætlarðu ekki að drekka út
úr hollanum þínum? Jæja,
ertu húinn. Æ, þú verður að
flýta þér, annars vei'ðurðu
of seinn. Flýttu þér nú! -—
Vertu sæll og blessaður!
o—o
Þegar George var kominn
út úr húsinu og upp í bifreið-
ina senx beið hans fyrir xxt-
an, reyndi Marjorie af
fremsta megni að vinna hug
á lii’æðslunni, sem hafði
giápið hana, og lita skyn-
samlega á málið. Hún vildi
fyrir engan mun, að George
fengi bréfið sæla, en hún gat
ekki fundið neitt ráð til þess
að afstýra því. Hún mundi
sér til mikillar gremjxx, að
hún hafði áritað hréfið á
skrifstofxxna en ekki heim.
Þess vegna var henni ómögu-
legt að komast yfir hréfið og
eyðileggja það áður en það
bærist lxonum í hendur. Mar-
joi-ie þekkti Higgins, skrif-
stofumanninn hjá George,
alltof vel til þess að láta sér
detta i liug að hægt væri að
fá hann til þess að afhenda
henni bréf, senx áritað væri
lil Georges Brand.
Hún vildi fyrir eixgan mun,
að George læsi bréfið. Þegar
húxx ski-ifaði það á gistihús-
inu í Kairo hafði hún sann-
arlega ekki gefið sér tima til
að yfirvega oi’ð síix. Enn
hljómuðu fyi’ir eyrum henn-
ar setningar úr þessu ólukkxi
bréfi. Kvöldið sem liún skrif-
aði þær, hafði henni fund-
izt þær orð í tíma tölxið. En
nú fann hún hversu órélt-
nxæt þessi orð voru. George
mundi taka þau sér mjög
nærri. Og setjum svo, að
liann nxissti alla ást til henn-
ar eftir að hann hefði lesið
hréfið. Það fór skelfingar-
hrollur xmi hana. Æ, hún
vildi gera hvað sem vera
skyldi, til þess að nxissa ekki
ástir Georges.