Vikan


Vikan - 25.06.1970, Side 48

Vikan - 25.06.1970, Side 48
um og senda hann til viðtak- enda. Loksins var það sagt. — Ég skil, sagði George. Það var einmitt þetta, sem ég vildi vita. Auðvitað skal ég ekki lesa bréfið, ef þér er það á móti skapi. Hann kyssti hana jafn blitt og hann var vanur og hjarta Marjorie söng af gleði. Þeg- ar liún losnaði úr faðmlög- unum hringdi hún og bað um te. Hún fann, að það mundi hressa hana að fá sér tebolla, og George þótti te gott, þótt hann léti aldrei á því bera. Meðan liún var að hella í tebollana, kom óróinn yfir hana aftur. George var hljóð- ur og virtist vera eitthvað skrítinn. -— Elskan mín, mér skjátl- aðist, þegar ég sagðist ekki þurfa að vita meira. Má ég spyrja þig að einu enn? Mér finnst ég mega til. — Það er ekki nema sjálf- sagt, svaraði Marjorie eins rólega og hún gat. — Hvað skrifaðir þú mér mörg uppsagnarbréf frá Eg- yptalandi. Ég fékk eitt og hélt, að þú myndir láta það nægja. ... Heyra má Framhald af bls. 31. æfa upp tónsmíðar Johns. Daga og nætur titraði húsið í E1 Sobrante-skógunum af tónum og hljómum og dag einn bar það árangur. Lítið hljómplötufyrirtæki í Oakland, Fantasy, frétti af þessum „skógarhávaða" og gerði við þá samning um LP- — Þetta er manninum mínum að kenna, hann stökk til hliðar, þeg- ar ég fleygði stóra vasanum í hann! plötu, sem bar nýjasta og endanlega nafn hljómsveit- arinnar, Creedence Clear- water Revival. Plata þessi var sambland af rokki og blues; vörumerki hljómsveit- arinnar. Síðan hafa plöturnar kom- ■ið frá þeim með jöfnu milli- bili og allir þekkja fram- haldið. Næsta plata þeirra var Bayou Country, sem er sennilega mest selda LP- plata sem komið hefur út i Bandarikjunum. Allir hafa áhuga á að vita hvaðan þeir fengu þetta langa nafn sem prýðir hljóm- sveitina. John Fogerty segir það langa en einfalda sögu: Það er töluvert per- sónulegt, segir hann. — Yið höfðum gengið í gegnum margt á þessum tíu árum og ég var nýkominn úr hernum eftir að hafa þjónað þar af fullum krafti í 6 mánuði. Allt var að breytast og orð- ið „revival“ (endurnýjun, upplífgun) var mér mjög of- arlega í huga. Þá vissi ég að hljómsveitin varð að heita eitthvað í þá áttina. Það var á aðfangadags- kvöld árið 1967 að þeir ákváðu nafnið Clearwater (tært vatn). Þá höfðu þeir verið að liorfa á sjónvarp og séð auglýsingu sem hvatti fólk til að gera sitt til að binda endi á mengun i vötn- um og ám landsins. Cree- dence kom svo frá Tom — en hann á góðan, afrískan vin, sem heitir einmitt Cree- dence (trúnaður, sannleik- ur). En þeir létu ekki sitja við orðin tóm, þegar þeir höfðu séð auglýsinguna í sjónvarp- inu. CCR berst af öllu afli gegn mengun — og þeir berjast gegn stríðinu í Indó- Kína. Nokkrum sinnum hafa þeir komið fram á hljóm- leikum sem hafa verið haldn- ir til stuðnings baráttunni gegn stríðinu og nýlega léku þeir á fjöldafundi þar sem ungir Bandaríkjamenn voru hvattir til að neita að gegna herskyldu. En þeir hafa nægan tima fyrir músikina — og fjöl- skyldumar — en allir eru þeir giftir. (Þýtt). Ævintýri á Spáni Framhald af bls. 33. „Ullo, ullo," heyrðist í karlmannsrödd. „Ungfrú Walton. ViljiS þér tala ensku." „Hvað á ég að segja?" „Ég er Tenienta Garcia frá Ríkislögreglunni. Murilli fyrirliði segist hafa fundið ykkur lokaðar inni í herbergi. Við höfum ástæðu til að halda, að maður sem heitir Nunez, sé sekur um þetta. Við höfum verið að leita að honum í umhverfi Miginas. Þér gerðuð okkur mikinn greiða, ef þér vilduð segja okkur, hvar Nunez er niðurkominn." „Ég ætla mér ekki að ákæra neinn," svaraði ég. „Og sama er að segja um ungfrú Clive, sem með mér er." „Lokaði Nunes ykkur inni?" „Hef ég sagt það?" „Þér eruð ekki beint samstarfsfús. Ég verð að tilkynna yður, að á Spáni er glæpsamlegt að aðstoða manneskju, sem lögreglan leitar að. Ég ráðlegg yður því að liggja ekki á neinum upplýsingum um Ramon Nunez. Ég vil fá að vita allt undir eins." „Ég veit ekki, hvernig þessi Ramon Nunez lítur út, þar sem ég hef ekki séð hann. Ég . . . ." „Af hverju eruð þér að Ijúga að mér, ungfrú?" spurði röddin gremju- lega. „Eruð þér unnusta hans? Á ég að segja yður, hvernig fór fyrir síðustu kærustunni hans? Þér vitið það kannske. Hún hét Isabella Damas." Anna hallaði sér fram. „Lísa, hvað ertu eiginlega að segja?" „Ég er bandarískur ríkisborgari," hélt ég áfram. „Ef þér viljið halda áfram að yfirheyra mig, fer ég fram á að fara fyrst til bandaríska sendi- ráðsins í Madrid áður en lengra er haldið." „Lísa," sagði Anna við eyrað á mér. „Segðu honum, að Nunez hafi verið myrtur. Segðu honum, að það var Desmond Damas, sem lokaði okkur inni." „Vertu róleg, Anna," svaraði ég. „Þú mátt ekki trufla mig." „Segðu honum, að Desmond hafi viðurkennt að hafa drepið eigin- konu sína," hélt Anna áfram í bænarrómi. „Og að við höfum séð hann drepa Nunez. Ef þú gerir það ekki, skal ég gera það." „Hvað er um að vera? Hver var að tala?" heyrðist nú í lögreglumann- inum. „Það var ungfrú Clive," svaraði ég. „Hún er orðin hálfrugluð. Anna reyndi að komast að hljóðnemanum. „Lögreglumaður, hún reyn- ir að breiða yfir Desmond Damas. Hún sá Desmond drepa Nunez, og ég sá það líka . . . ." „Huh?" hvein í lögreglumanninum. „Murillo. Sargento, atencion." Runa af spænskum orðum komu nú frá viðtækinu, þegar Murillo reif hljóðnemann úr hönd minni. Hann gaut augunum til mín. „Senorita Clive?" Anna leit á mig og sagði: „Ég get vísað á, hvar Nunez er. Hann er dáinn. Ég sá hann drepinn og Desmond Damas og annar maður til létu bilinn hans með líkinu steypast fyrir klett. Desmond . „Desmond Ortega y Damas? Maður Isabellu Ortega y Damas?" „Já, og ég veit allt um morðið á Isabellu í Barcelona. Hann viður- kenndi að vera morðinginn." „Hvar heldur Damas sig?" spurði lögreglumaðurinn hraðmæltur. „Hann læsti okkur inni í herberginu og tók bílinn okkar. Hann sagð- ist ætla að aka alla nóttina." „Nú, svo hann hefur haft í huga að vera á ferðinni alla nóttina. Ung- frú Anna, þér hafið verið mjög hjálpsöm. En nefndi hann nokkuð, hvert han ætlaði að fara? Segið okkur það fljótt, ungfrú. Það er mjög mikil- vægt. Mann eins og hann þarf að taka fastan undir eins. Hvert ætlaði hann, ungfrú?" „Til Frakklands," svaraði Anna. „Hann sagðist ætla að fara eins ná- lægt landamærunum og mögulegt væri og fara svo yfir með öðrum manni. Þeir eru vopnaðir rifflum. Þeir telja sig verða komna til Frakklands við sólarupprás." „Nefndi hann nokkurn bæ eða þorp? Nefndi hann, hvar hann ætlaði að fara yfir landamærin?" „Nei, það gerði hann ekki. Ég held hann hafi heldur ekki treyst mér. Hann . . . ." „Það gerir ekkert til. Hann tekur sjálfsagt stytzta veginn yfir Guadalaja, fer norður á við gegnum Navarra til Roncesvalles. Bíllinn ætti að vera þar, — já." Það var eins og sá sem í símann talaði, athugaði nú landabréf, og síðan hélt hann áfram: „Allir haga sér kjánalega á flótta, og Damas er engin undantekning. Það ætti að vera hægt að geta sér til um staðinn og tímann. Það er hægt að komast yfir landamærin nálægt Port Orhy milli Orthy og Pled de Port eða vestur af veginum nálægt Roncesvalles. Vestari leiðin liggur sjálfsagt betur við. Ég tók hljóðnemann af Önnu. „Teniente. Þetta er Lísa Walton. Það er satt, að við sáum Nunez 48 VIKAN 26-tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.