Vikan


Vikan - 25.06.1970, Blaðsíða 49

Vikan - 25.06.1970, Blaðsíða 49
drepinn. En ungfrú Clive getur svarið, að Nunez skaut fyrst á Damas og manninn, sem með Damas var. Þeir skutu ekki aftur. Þeir reyndu að ná manninum lifandi. En til þess urðu þeir að ber|ast. -Nunez var með hníf og stakk með honum." Stunginn hvað eftir annað eins og Isabella Damas? Og í reiðikasti, kannske?" sagði lögreglumaðurinn kaldlega. „Ég......." ,,Ég tók yður ekki rétt, senoríta. Þér reynduð ekki að breiða yfir Nunez heldur Damas. Þess vegna skrökvuðuð þér að mér. Þér voruð unnusta hans, ekki satt?" ,,Nei, það var ég ekki" kallaði ég upp. ,,Og ég skrökva ekki. Ég sagði þeim, að ég gæti ekki lýst útliti Nunez. Það er líka rétt, því fjarlægðin var svo mikil." ,,Þér megið ekki tefja í tímann fyrir mér, Senoríta Walton. Við ræðum betur saman seinna ." Hann hætti að tala enskuna og skipti yfir á spænsku, og Murillo tók hljóðnemann af mér. ,,Si, Teniente. Por de pronto. Si, Teniente. Si Hann lagði hljóð- nemann á sinn stað og horfði á mig alvarlegum augum. „Komið með." Hann opnaði dyrnar, tók undir handlegg mér og fylgdi mér til borð- stofunnar. Er hann lét mig setjast í næsta stól, brosti hann lítillega. „Queguapita eres, senorita." Hann hristi höfuðið. „Amor." Einum af vörðunum var gefið merki um að gæta mín, og þvf næst kallaði hann skipun til konunnar frá þorpinu. Hún reis snöggt upp og hvarf fram í eldhúsið. Fljótlega varð loftið þrungið af nýbrenndum kaffibaunum, og vörðurinn bauð mér vindling, sem ég þáði þakksamlega. Rfkislögreglan er þá ekki eins harðhnjóskuleg og hún Iftur út fyrir að vera, hugsaði ég með sjálfri mér. Konan kom nú með bclla af sterku kaffi og talaði einhver ósköp, þar sem ég skildi aðeins orðin Desmond og „simpatico", sem á spænsku er samnefnari yfir það, sem er virðulegt og ekta. Vörðurinn fékk nú aðra skipun frá Murillo, og því næst ók hann með Onnu til strandarinnar, og ég vissi, að hún mundi benda á staðinn þar sem bíll Nunez hafði farið fram af klettinum. Ég heyrði bílinn koma aftur, og Anna kom inn í herbergið. Hún fékk þó leyfi til að ganga frjáls. „Lísa, við neyddumst til að segja þeim það. Þú heyrðir líka, að Des- mond viðurkenndi, að það væri nauðsynlegt. Hann tók ekki af okkur nein loforð, því hann vissi, að lögreglan ætti eftir að þvinga okkur til að tala." Ég anzaði henni ekki. En augu hennar voru full samúðar, og hún þrýsti hönd mína, er hún hélt áfram: „Lögreglufyrirliðinn sagði, að við ættum að aka til Madrid með þeim. Ég ætla að sækja dótið mitt. Á ég að taka þitt með?" „Mér er alveg sama, hvað þú gerir," svaraði ég hljómlausri röddu og gekk móti bílnum, en hún stöðvaði mig. „Lísa, bíddu!" Hún hikaði eins og hún væri að finna réttu orðin. „Það er vitað, hvar þeir Desmond og Luca eru. Það hefur sézt til þeirra úr kopta, sem leitaði að þeim. Lögreglumaðurinn sagði, að þeir væru ein- hversstaðar fyrir austan Porte, og veginum hafi verið lokað. Þeir hljóta að verða handteknir fljótlega, Lísa." „Geturðu .verið ánægð með það," sagði ég kaldlega, „og það á þenn- an hátt? Málið kemst fyrir dómstólana og við sjálfsagt dregnar fyrir rétt sem vitni. Þú verður fljót að gleyma þessu öllu f Frakklandi." Ég brosti nöturlega og hélt áfram að bílnum, þar sem Murillo tók for- vitinn á móti mér. Hann opnaði hurðina og vísaði mér á sætið. „Senoríta Walton," heyrðist rödd ríkislögreglumannsins. „Já." „Ég vil gjarna gleyma ónákvæmni okkar áðan, þar sem við höfum nú fundið flóttamennina í dal nálægt Pied de Port nokkra kílómetra fyrir austan Roncevalles. Ég bíð þessa stundina eftir beiðni um að taka ykkur fastar. Hafið þér nokkuð fram að færa fram yfir það, sem senorita Clive hefur sagt?" „Ungfrú Clive hefur látið yður f té allar þær upplýsingar, sem þér þarfnizt. Ég het ekkert að segja, fyrr en ég hef talað við sendiherra Bandaríkjanna f Madrid.' „Þér skuluð fá tækifæri til þess. Það verður keyrt með yður til Madrid nú þennan morgun." „Er ég handtekin, Teniente?" Hann hló lágt. „Senoríta, Ríkislögreglan er mannleg. Við erum Spán- verjar, við höfum vissan veikleika fyrir kvenfólki með sterkar tilfinning- ar. Nei, þér eruð ekki tekin föst. En ég vona, að þér staðfestið upplýsing- ar senorítu Clive viðkomandi elskhuga yðar, Desmond Ortega y Damas. Hann ." „Hann var alls ekki elskhugi minn!" svaraði ég reiðilega. „Ekki það?" Hann virtist undrandi. „En þér höfðuð mikla samúð með honum, ekki satt? Það er ekki nema eðlilegt, að ung stúlka verði hrifin af manni eins og Damas, fallegum manni og af góðum ættum." „Ég er heldur ekkert hrifin af honum, ef þér viljið vita það. En hann var mjög vinsamlegur og hjálplegur okkur Clive," svaraði ég biturlega. „Já, ég hafði samúð með honum. En það er ekki sama og ást. Hvernig ætti ég að geta elskað, — morðingja?" „Ég skil," sagði hann þýðum rómi. „Damas-ættin hefur ævinlega verið stolt. Hún lifir í fortíðinn' og er mjög vönd að virðingu sinni. Það var þess vegna, að Desmond Damas framdi morðið, — ekki satt?" „Jú," viðurkenndi ég lágt. „Við réttarhöldin verða þessir hlutir teknir til athugunar. Nunez var ekki af neinum góðum ættum, en átti áhrifamikla vini, svo ég get ekki lofað yður, . " Röddin brast. „Afsakið, senoríta. Það kemur orðsending að norðan." Ég beið, og ónotalegur geigur settist að mér. Svo heyrði ég aftur rödd ríkislögreglumannsins: „Senoríta Walton. Ég vil gjarnan fræða yður á, að ég hef nýlega fengið tilkynningu um, að flóttamennirnir tveir voru teknir fastir í dalnum við Abalar fyrir vestan Roncesvalles í Pyreneafjöll- unum. I átökunum voru þrír lögreglumenn drepnir og einn særður. Þeir Desmond Damas og Luca Cordoba, þjónn hans ,neituðu að gefast upp og féllu því fyrir riffilskotum." Ég fann, að Murillo tók hljóðnemann frá mér og tók að tala við starfs- félaga sinn á spænsku rólegri röddu, en hann hafði ekki vingjarnleg aug- un af mér . Og allt ! einu var sem ég sæi andlit Desmonds Damas fyrir framan mig. Hann hafði sagðt við mig: Ég hef valdið þér mikilli hræðslu. Ég vildi gefa mikið til, að allt hefði farið öðruvísi. . Flúðu ekki, hafði ég beðið hann. En nú var hann flúinn, og stolt hans og sóma- tilfinning hafði komið honum til að gefast ekki upp baráttulaust. Hefðirðu bara gefizt upp mótþróalaust, Desmond, hugsaði ég áfram. Ef þú hefðir getað sætt þig við að taka út refsingu þína . . . „Ég get þolað margt, en ekki skömm," hafði hann viðurkennt fyrir mér. „Við erum stolt fólk. Mér þykir fyrir þv[„ Lisa, en ég vil heldur deyja." Ég fann til tómleika eins og ég hefði glatað einhverju, þegar ég hugsaði til Desmonds. En ég vissi líka, að þessar tilfinningar mundu ekki vara til eilífðar. Þær máttu ekki sitja lengi í mér. Ég vildi ekki halda þeim við. í París ætlaði ég að reyna að gleyma Desmond Damas, drekka heldur í mig áhrifin frá málverkum hinna miklu meistara í listasöfnun- um. Já, í París varð ég að leita gleymskunnar E N D I R . FRÁ RAFHA RAFHA eldavél, gerð 2650, með föstum hellum, 30 ára reynsla. — ÓDÝRASTA RAFMAGNSELDAVÉLIN á markaðinum. — Heim- keyrsla og Rafha ábyrgð. VIÐ ÓÐINSTORG - SÍMI 10322 26. tbi. VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.