Vikan


Vikan - 10.09.1970, Síða 3

Vikan - 10.09.1970, Síða 3
37. tölublað - 10. september 1970 - 32. árgangur VIKAN í ÞESSARI VIKU Rúmt ár er nú liSið síðan Manson og hyski hans myrtu leikkonuna Sharon Tate og fleira fólk vestur í Kaliforníu, og réttarhöldin yfir morðingjunum hafa orðið til að rifja upp þann atburð á ný. I grein í þessari Viku er fjallað um ýmis áður óþekkt atriði, sem fram hafa komið i sambandi við rannsókn málsins. Amsterdam var á sínum tíma heimsins mesta útgerðarborg og eitt sinn bauð Danakonungur borgarbúum ísland til kaups, en þeir vildu ekki þiggja. Enn í dag er Amsterdam merkur staður fyrir margra hluta sakir, og í þessu blaði segir blaðamaður Vikunnar frá því sem fyrir hann bar í heimsókn þangað. í síðustu Viku hófst greinaflokkur um Tancred Ibsen, barnabarn tveggja mestu skálda Norðmanna, flugkappa, striðshetju og kvikmyndahöfund. I þessu blaði segir frá tilraunum Tancreds til að fá gerða kvikmynd um Leif heppna í Hollywood og brautryðjendastarfi hans í kvikmyndagerð í Noregi á árunum milli stríða. í NÆSTU VIKU Palladómar Lúpusar um þingmennina okkar blessaða njóta greinilega mikilla vinsælda hjá lesendum, og í næstu viku kemur röðin að Jóhanni Hafstein, núverandi forsætisráðherra og einum helsta forustu- manni Sjálfstæðisflokksins. Ofblæði hefur löngum verið erfitt viðfangs, og sérstaklega skætt hefur það reynst ættum konunga og keisara. í næstu Viku verður sagt frá tilraunum og lyfjum sem gefa von um að loksins geti þeir, sem þjást af þessum sjúkdómi, fengið bót meina sinna. „Flóttaleiðirnar eru óendanlega margar. Svefntöflur eru ein þeirra, áfengið önnur. Sjórinn eða bílaumferðin." Þessar setn- ingar eru úr upphafi smásögu eftir hinn kunna rithöfund Ingibjörgu Jónsdóttur. Sagan birtist í næsta blaði og ber heitið Lögtaksmenn koma á laugardagsmorgnum. FORSfÐAN Á henni eru að þessu sinni þau frægu hjón Sharon Tate og Roman Polanski, en frá þeim er sagt í þessu blaði og því næsta. | í FULLRI ALVORU VEGAVILLT MANNÚÐ Nú fyrir fáeinum vikum gerðist sá atburður niðri í Hljómskálagarði að maður á fertugsaldri sýndi stúlkubarni kynferðislega áleitni, og réð heppni ein að honum tókst ekki að fá vilja sínum framgengt. Maðurinn var handtekinn fáum dög- um siðar, einnig fyrir heppni, og kom þá í Ijós að hann hafði hvað eftir annað gerst sekur um afbrot áður, þar á meðal „ónáttúru", eins og það var orðað i sjónvarpinu. En eftir því sem helst varð skilið á fréttum hafði mannskepna þessi aldrei hlotið refsingu að ráði fyrir tiltæki sín. Kynferðisglæpir gegn börnum eru enn viður- styggilegri en morð, og börn sem fyrir slíkum hryllingi verða biða þess sjaldnast fullar bætur. En samkvæmt skoðun islenzkra yfirvalda er ekki ástæða til að taka harðar á þesskonar glæpum en hnupli úr búð. Ef íslenskir kynglæpamenn fá yfir- leitt nokkra refsingu er þar aðeins um að ræða fangelsis- eða hælisvist i fáeina mánuði; að þvi búnu eru þeir fleygir og færir á ný til að þjóna ónáttúru sinni, hvað þeir virðast að jafnaði ekki láta dragast úr hömlu. Undanfarna áratugi hefur viðast hvar i vest- rænum löndum gætt hneigðar í þá átt að sýna glæpamönnum aukna vægð, leggja niður dauða- refsingu og svo framvegis. Þetta kvað gert í mannúðarskyni. Mannúð er oftast nær góðra gjalda verð, en í þessu sambandi virðist gæta hjá mörgum verulegs misskilnings á þvi hugtaki. Ef til vill má segja að viss harðneskja sé í því fólgin að taka af lífi til dæmis kynglæparrann eða loka hann inni ævilangt ,en hverskonar mannúð er það þá gagnvart hinum almenna borgara og börnum hans að sleppa sliku skrimsli á þau æ ofan i æ? Drjúgur hluti þess fjár, sem islenskir borgarar greiða í skatta, fer i kostnað við löggæzlu. Svo lengi sem yfirvöldin láta ekki af slappleika sín- um í viðskiptum við afbrotalýðinn er ekki hægt að segja að borgararnir fái það sem þeim ber fyrir peningana sina, það er að segja lágmarks- vernd gegn afbrotalýðnum og jafnvel ekki ógeðs- legustu fyrirbrigðunum úr þeim hópi. Við slikt verður ekki unað. Geri yfirvöldin skki skyldu sina í þessu efni, er full ástæða til að borgararnir sjálfir myndi samtök er geri nauðsynlegar ráð- stafanir til að tryggja þeim og börnum þeirra lág- marksvernd. Hér er ekki verið að mæla með ó- nauðsynlegri hörku gagnvart afbrotamönnum. En gagnvart þeim verstu úr þeirra hópi verður skil- yrðislaust að gera þær ráðstafanir, að þeir geri ekki fleira illt af sér en orðið er. dþ. VIKAN Útgeíandl; Hllmir hf. Ritstjóri: Gylíi Gröndal. Blaöamenn: Dagur Þorleiísson, Matthildur Edwald og Ömar Valdimarsson. Útlitsteikning: Hall- dóra Halldórsdóttir. Auglýsingastjóri: Sigriöur Ól- afsdóttir. — Ritstjórn, auglýsingar, afgreiösla og dreifing: Skipholti 33. Simar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verö i lausasölu kr. 50,00. Áskriftarverð er 475 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjóröungslega, 900 kr. fyrir 26 tölublöö misserislega. — Áskriftargjaldiö greiðlst fyrirfram. Gjaldd. eru: Nóv., febrúar, mai og ágúst. 37. tbi. VIK'AN 3

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.