Vikan - 10.09.1970, Page 4
Á grannvitrum grœðir mangar-
inn mest.
SIÐAN
SÍÐAST
íslenzkur málsháttur
Hver hreppir
kórónuna?
Það var skozka stúlkan Be-
linda—Jane Anderson sem vann
í fegurðarkeppninni. Hún fékk
peninga, kórónu á höfuðið og þær
sem töpuðu horfðu á hana öfund-
araugum. Þetta var alveg eins og
í hverri annarri fegurðarsam-
keppni, að því undanskildu að
keppendur voru aðeins 2—7 ára,
enda voru það mæðgurnar sem
voru taugaspenntar og otuðu
dætrum sínum fram fyrir dómar-
ana, sem áttu að velja fallegasta
stúlkubarnið á Bretlandseyjum.
Ekki er ráð nema í tíma sé tekið.
Sonur John Wayne yfirgefur pabba
Þeir feðgar eru víst ekki á einu
máli .Patrick Wayne er orðinn
þreyttur á að leika í kvikmynd-
um með föður sínum, en það hef-
ir hann gert átta sinnum. — Ég
er orðinn leiður á að standa allt-
af í skugga föður míns, segir pilt-
urinn. Patrick hefir árangurs-
laust reynt að fá hlutverk í kú-
rekamyndum í Bandaríkjunum,
það er að segja á eigin spýtur.
Snobbaöurhundur
Hundurinn á myndinni heitir
Punainen og er finnskur að ætt-
erni, en býr nú í Sovét. Medalí-
urnar fékk hann flestar í Finn-
landi, en eftir að Rússum tókst
að klófesta hann fyrir töluvert
magn af kavíar og vodka, hefur
hann og fengið nokkrar medalí-
ur austur þar. Allt er þetta fyrir
einskæra útlitsfegurð kvikindis-
ins.
Nú er hann kominn til Róm og
ætlar að reyna sig í Spaghetti-
kúrekamyndum. Það getur verið
að ítalir verði fegnir að geta sett
nafnið Wayne í auglýsingar, þótt
það sé ekki John Wayne.
EKKI KAUPA MAT ÞEGAR
ÞÚ ERT SVANGUR!
— Forðist kjörbúðina eins og
heitan eldinn þegar þér eruð
svangur, ráðleggur þýskt tímarit
lesendum sínum. Rannnsóknir í
Þýskalandi hafa leitt í ljós, að
svangir viðskiptavinir kaupa
fjórðungi meira í matinn en
saddir.
Annað sem ber að vara sig á
þegar keypt er í matinn er að
snerta ekki við vörunni, því að
önnur rannsókn hefur leitt í ljós
að hafi viðskiptavinurinn einu
sinni tekið vöruna í hönd sér, þá
kaupir hann hana í fimmtíu til-
fellum af hverjum hundrað,
hvort sem hann þarf hennar við
eða ekki. Verzlunarmenn hafa
áttað sig á þessu, því að þeir hafa
margir fyrir sið að stilla út þeim
vörum, sem þeim er mest í mun
að losna við, á sérstaklega áber-
andi og tælandi hátt.
Bezta ráðið við þessum hrekkj-
um matvöruverzlananna kvað
vera að gera nákvæman inn-
kaupalista löngu fyrirfram, og
halda sig við hann hvað sem í
skerst. Og sem sagt: aldrei að
fara til að kaupa í matinn nema
borða sig vel saddan fyrst.
Grátur er ófríðum konum
til bjargar, en eyðileggur
þœr fallegu.
Oscar Wilde.
4 VIKAN 37- tw.