Vikan


Vikan - 10.09.1970, Side 8

Vikan - 10.09.1970, Side 8
á L XTXX REYMI i Svar til M.Stgr. á SiglufirSi Eins og við höfum bent á áð- ur, þá kemur það oft fyrir að fólk sér fyrir sér í svefni hluti sem það hefur verið að hugsa um er það sofnaði, eða áður; hluti sem eru því ofarlega í huga. Þú gafst því sjálf skýr- ingu, eða ráðningu, á draumi þínum. Og þótt svo sé að draum- spekingar okkar séu ekki tiltak- anlega rómantískir í hugsun, vilja þeir þó meina að þessi draumur sé þér, á einn eða ann- an hátt, fyrirboði þess sem koma skal, og því viljum við leyfa okkar að óska þér (væntanlega) til hamingju. Sjálfur draumur- inn er ákaflega bjartur og fag- ur, svo ekki er ástæða til, þó svo sé oft, að óttast neitt. Svar til Ragnhildar Kristjáns. Sennilega hefur draumurinn þegar komið fram, en hann boð- ar/aði óvelkomna gesti, eða við- sjárverða kunningja, sem þú hef- ur átt í einhverjum vandræðum með, þar sem þeir hafa troðið þér um tær, svo um munaði. Stórt og Ijótt sár Kæri draumráðandi! Mér fannst ég horfa á skip, sem kom upp ána, sem er hér rétt hjá. Ég var með kíki sem ég horfði í, og sá alla sem voru um borð. Allt í einu kom strák- ur hlaupandi; hann haltraði og á hægri handlegg var stórt og Ijótt sár sem náði alveg frá oln- boga og upp að öxl. Sárið var bæði rautt og blóðugt. Hann mátti ekki vera heima hjá sér, svo hann var hér hjá mér. Þeg- ar við ætluðum að fara að sofa, voru engin rúm til. Þökk fyrir birtinguna. Fjalladís. í frásögn þína af draumnum vantar ýmis smáatriði, sem hefðu getað gert okkur auðveld- ara að ráða hann, svo sem lit vatnsins, og nánara útlit skips- ins. En draumurinn er þér fyrir góðu, og boðar þér mikla lífs- hamingju. — Þó sakaði ekki fyr- ir þig að læra eitthvað í staf- setningu. Ég barði hann til óbóta Kæri draumráðandi! Mér fannst ég og unnusta mín sofa um borð í skipi sem ég þekki vel. Þegar ég vaknaði var hún farin og ég fór að leita henn- ar. A endanum fann ég hana í öðrum klefa og þá var hún uppi í rúmi hjá strák sem ég þekki vel. Ég fór að hnakkrífast við unnustu mína, og kenndi hún stráknum um tiltækið. Réðist ég þá á hann og barði hann til óbóta. Kom þá stúlkan með mér af fús- um og frjálsum vilja. Með fyrirfram þakklæti. B.B. Draumur þessi er heldur leiðin- legur og er þér fyrir leiðinleg- um hlutum, sem sé ÖFUND. Það er einn alversti löstur manna, svo þú ættir að muna að höfuðið dugar lengra en hnefarnir. Fyrst gerði hann og svo gerði ég Kæri draumráðandi! Fyrir stuttu dreymdi mig draum sem mig langar til að biðja þig að ráða: Mér fannst ég vera að tala við strákinn sem ég er með og hann sagði: Sjáðu hvað ég gerði! Um leið sýndi hann mér trú- lofunarhring sem hann var með. Síðan sagði hann við mig: — Hvgð gerðir þú? Mér fannst mér verða hverft við og leit á hendina á mér, en sá þá að ég var líka með trú- lofunarhring. Lengri varð draumurinn ekki. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. Ein berdreymin. Sennilegast þykir okkur að þessi draumur hafi boðað þér ein- hverjar áhyggjur, væntanlega út af þessum vini þínum, en það er líka líklegt að þú hafir verið að hugleiða eitthvað í þessa áttina er þú sofnaðir. Eignaðist barn með B Kæri draumráðandi! Mig dreymdi að ég færi ein á ball. Ég gekk inn í salinn og settist á hljómsveitarpallinn. Ég var búinn að sitja þarna nokkra stund, þegar einn hljómsveitar- meðlimurinn (B) kom til mín og fór að tala við mig. Eftir ballið fór ég með honum heim til hans. Svo hitti ég hann nokkur kvöld eftir þetta, og síðar uppgötvaði ég að ég var ófrísk. Ég sagði honum frá því og man svo ekki meira í bili. Svo eignaðist ég barnið og var áfram með B. Ein sem dreymir sjaldan. Að dreyma barn er venjulega fyrir gleði, sérlega ef það er sveinbarn. Stríðshetjuminnismerkið í Amsterdam er einn helzti samkomustaður hippanna þar. Oftast er hópurinn kringum það einkar rólegur, en í þetta sinn bar þjösnalega út af... DAUBI HIPPA 8 VIKAN 37- ‘w-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.