Vikan - 10.09.1970, Qupperneq 17
ekkert skemmtilegur. Hún var eitthvað
óánægð með hann þessa stundina, því að
hann hafði tekið nýja vini fram yfir hana
á barnaleikvellinum.
— Þú skiptir um skoðun, telpa mín. Eftir
nokkur ár verður þú ánægð yfir að eiga
svona háttvísan vin í nágrannahúsinu.
— Hvað þýðir að vera háttvís, afi?
— Það að hann heldur ekki á glasinu í
báðum höndum og sötrar ekki þegar hann
drekkur mjólkina sína.
— En það gerir hann alltaf, ég hef séð
það, sagði Larissa undrandi.
— Hann gerir það kannske núna, en eftir
nokkur ár hættir hann því og gerir það svo
ekki fyrr en hann verður jafn gamall og ég.
Þá fer hann til þess aftur.
— Er þetta rétt, sagði Larissa og ljómaði
nú af ánægju.
— Það er tímabil, milliárin, þú skilur, sem
þessir smámunir eru svo mikils verðir, sagði
afi til skýringar.
Vesalings Margaret. Hún var með hugann
fullan af einskisverðum smámunum og hann
reyndi að haga sér sæmilega, en það var svo
erfitt að muna þetta allt.
Þetta var eins og að verða barn á nýjan
leik. Sitja beinn, drekka fallega, nota munn-
þurrkuna. Margaret gaf honum góðan mat,
þvoði af honum fötin, hugsaði yfirleitt ljóm-
andi vel um hann. En hún gat ekki séð hann
í friði!
Það gat reyndar verið gott að hún hafði
gætur á honum, annars yrði þetta alveg
óbærilegt. Þegar á allt var litið, var þetta
hennar heimili og það var ekki nema eðli-
legt að hún vildi ákveða heimilisvenjur.
Það var erfitt að vera gamall og öllum til
byrði. Hann stundi og það var ekki laust við
að hann kenndi í brjósti um sjálfan sig.
Hann settist þreytulega á garðbekkinn og
Larissa settist hjá honum. Það var ekki nauð-
synlegt að tala, þau virtu alltaf þörf hvors
annars fyrir þögn.
Margaret opnaði dyrnar og hristi dúkinn.
— Eruð þið frá ykkur! hrópaði hún. —
Þið megið ekki sitja á bekknum, hann er
biautur eftir rigninguna, þið getið fengið
lungnabólgu . .
Larissa spratt upp og afi fylgdi dæmi henn-
ar, hægt og seinlega. „Fengið lungnabólgu",
en sú vitleysa. Konan hans hefði aldrei sagt
nokkuð því likt.
Margaret minnti hann reyndar töluvert á
konuna hans. Iðin, passasöm og óþolinmóð.
Sérstakleea þegar maður var veikur. Mar-
garet hafði hjúkrað honum eftir öllum kúnst-
arinnar reglum, þegar hann fékk lungna-
kvef í vetur. Það gat verið að henni þætti
vænt um hann á sinn hátt.
Átti hann annarra kosta völ? Auðvitað
burtséð frá Ken og Madge. Hann hafði einu
sinni komið í nýju íbúðina þeirra og það
var meira en nóg. íbúðin var jafn glæsileg
og dauðhreinsuð og líf þeirra. Enginn garð-
ur, engin börn. Enginn brúklegur stóll eða
nokkur læsileg bók. Enginn ofn, sem hægt
var að orna sér við, aðeins miðstöðvarofn-
ar, sem hann mátti ekki setjast á.
Elliheimili? Margaret hafði stungið einu
sinni upp á því. Staður, þar sem hann þyrfti
að hlusta á aðra sjúklinga allan daginn.
Sjúklinga! Já, elliheimili voru eins ogsjúkra-
hús.
Hann hafði átt sitt eigið heimili. En eftir
að Mabel dó, var svo erfitt að muna eftir
öllu. Það var ekki óeðlilegt að hann væri
hjálparvana án Mabel, eftir fjörutíu ára
hjónaband.
Ef hann hefði fengið meiri tíma til að
átta sig á hlutunum, fengið tækifæri til að
kippa í lag því sem þau voru svo hneyksluð
yfir. Það gátu allir vanizt því að hugsa um
matinn sinn og daglegar þarfir, ef þeir hefðu
tíma til að venjast hlutunum. Og allt uppi-
standið sem Margaret gerði yfir kjötbitan-
um í búrinu.... sagði að hann gæti eitrað
fyrir sér. . . . Hann hafði ekki borðað kjöt-
ið, aðeins gleymt því.
— Ertu nú búinn að hugsa svo ég geti
talað, sagði Larissa og horfði vonaraugum
á afa sinn.
— Já, telpa mín. Hann andvarpaði. —
Eg er búinn að hugsa nógu lengi.
Hún tók í hönd hans og þau gengu fram
og aftur um grasflötina. Hann leit ástúð-
lega á litlu stúlkuna, sem gerði sitt bezta
til að ganga í takt við hann. Það er undra-
vert hvernig lífið heldur áfram, hugsaði
hann.
— Segðu mér sögur af pabba og Ken
frænda, þegar þeir voru litlir. Rödd hennar
var frekar skipandi en biðjandi.
Jæja, sagði hann og hóf svo langa frá-
sögn. Honum fannst hann yngjast upp við
að segja frá liðinni tíð, hann mundi það
líka allt svo miklu betur en það sem skeði
daglega.
Margaret stóð við eldhúsgluggann og
horfði á þau. Gamli maðurinn talaði og Lar-
issa drakk í sig hvert orð. Hvað skyldi það
vera, sem hann var að fylla barnið með?
Það var ekki hægt að ætlast til að barnið
gæti greint á milli þess sem var raunveru-
legt eða hreinn skáldskapur. Gamli maður-
inn var orðinn svo gleyminn. En verst af
öllu var þó að hún apaði eftir honum alla
ósiðina, ja, það var kannske of mikið að
kalla það ósiði. Þeir voru líklega afleiðingar
af sljóleika elliáranna. En hann var ekki
gott fordæmi fyrir telpuna. Þessutan blót-
aði hann oft hressilega og Larissa festi sér
í minni öll þessi undarlegu orð og naut þess
að flíka þeim, þegar tækifæri gafst.
Þetta gat ekki gengið svona lengur.
Og bráðlega kæmi litla barnið og þá hafði
hún þörf fyrir herbergið hans.
Það hefði kannske verið betra, ef hann
hefði verið látinn kyrr heima hjá sér. En
hann hafði verið svo aumur og einmana
eftir að hann missti konuna og virtist ekki
geta hugsað um sjálfan sig hjálparlaust. Og
hann neitaði algerlega að taka stúlku til að
hjálpa sér.
Það voru til mjög snyrtileg elliheimili,
þar sem gamalt fólk gat notið samvista við
jafnaldra sína, talað um plágur sínar og á-
hugamál af hjartans lyst. Það hefði átt að
vera heppilegt fyrir hann að setjast að á
slíkum stað, en eitt sinn þegar hún nefndi
þetta, varð svipur hans þannig að hún hafði
aldrei orðað það aftur.
En hún var orðin dauðþreytt af að hafa
hann á heimilinu. Það hefði litið öðruvísi
út, hefði Ted verið einkasonur hans.
En það var hann ekki. Ken var betur
stæður og hafði miklu meira húsrými. Hann
og Marge bjuggu í gríðarstórri íbúð í Lon-
don, þar sem gamli maðurinn yrði ekki í
vegi fyrir neinum. Og Madge þurfti ekki
sjálf að vinna heimilisstörfin. Hún hafði
stúlkur til þess. Afi gæti haft það gott hjá
þeim.
Auðvitað myndi hann sakna garðsins, en
það var ekki langt að næsta skemmtigarði.
Þar gæti hann ráfað um og gefið öndunum
og horft á fólkið. Hér voru aðeins nokkrir
smáfuglar.
Hún var viss um að hann kæmi til með
að kunna vel við sig í svo þægilegu um-
hverfi og innan um skemmtilegt fólk.
Svo var líka kominn tími til að Ken og
Madge sinntu honum.
Larissa fór í leikskóla um haustið. Afi fór
þá daglega á móti henni og þau rölltu sam-
an heim. Hún talaði þá í sífellu og sagði
honum allt sem hafði skeð yfir daginn.
í fyrstu hlustaði hann vel eftir því sem
hún sagði. Lagði spurningar fyrir hana og
lét hana finna að hann hefði áhuga á því
sem hún var að segja. En svo fór hann æ
oftar að fá „hugsandi andlitið", og það var
eins og hann tæki ekki vel eftir því sem hún
var að segja.
Dag nokkurn kom hann ekki til móts við
hana. í stað hans kom móðir Desmonds og
Framhald á bls. 46
37. tbi. VIKAN 17