Vikan


Vikan - 10.09.1970, Side 41

Vikan - 10.09.1970, Side 41
Savalle KIIENSKOR - KARLMANNASKOR Telpu- og drengjaskór fyrir skólann nýkomnir og væntanlegir í fjölbreyttu úrvali. PÓSTSENOOM UM ALLT LAND SKÖVERZLUN PÉTURS ANDRÉSSONAR Laugavegi 96 - (hjá Stjörnubíói) - Framnesvegi2 - Laugavegi 17 Framhald af bls. 23 ur mínar, eins og hún þyrði ekki að sleppa þeim eitt andartak. — Nú flýtum við okkur heim til mömmu þinnar, sagði ég. — Hún er að leita að þér. Við viss- um ekkert hvað hafði orðið af þér. Gripið um hendur mínar varð ennþá fastara. — Hún læsti mig inni, hvíslaði Lucinda, — Sa- valle.... — Já, ég veit það. Þú segir okkur þetta allt seinna, sagði ég og reyndi að vera róleg. — Ég get ekki sagt það. Hún sagði að ef ég segði þetta nokkr- um manni, þá kæmi eitthvað hræðilegt fyrir mig. . . . Ég vissi að Savalle var brjál- uð. Ef ég hafði ekki verið viss, þá var ég nú búin að fá sannan- ir. En ég var ennþá svo reið, að ég var næstum hrædd við það. Savalle fór í samkvæmi, og Lu- cinda hefði setið þarna ein í myrkrinu, og guð mátti vita hver áhrif það hefði getað haft á barnið. Skyldi henni aldrei hafa dottið í hug að lögreglan gæti verið látin vita? Og að Lucinda segði frá öllu, þegar til hennar næðist? En Savalle myndi ör- ugglega nota sama bragðið, setja upp sakleysissvip og nota leik- arahæfileikana. Það sýndi hve hættuleg hún var og það gerði sitt til að reiðin blossaði í mér. Ég fór með Lucindu inn í eld- hús, gaf henni mjólk og reyndi að ná af henni mestu óhreinind- unum. Hún var ósköp lítil og aum. — Nú skulum við fara og finna mömmu þína og Liam frænda, sagði ég. Við fórum út um aðaldyrnar og stóðum andartak á þrepun- um. Þá sáum við þau koma gangandi frá klúbbnum. Það var vonleysi yfir hreyfingum Tessu og Liam hélt innilega utan um hana. Ég lyfti Lucindu upp og kall- aði til þeirra. Tessa reif sig af Liam og hljóp til okkar, grát- andi og hnjótandi í öðru hverju spori. Luci! Og hún var í örmum móður sinnar. — Hvar var hún? spurði Li- am, þegar hann kom til okkar. Lokuð inni í garðhúsinu, sagði ég. Litlu síðar sat Tessa í hæg indastól frú Mede, með Lucindu í fanginu. Liam kraup á kné fyr- ir framan þær. Luci, sagði hann blíðlega, geturðu sagt okkur hvað skeði? Hún faldi andlitið við öxl móð- ur sinnar. — Nei! hvíslaði hún. - Savalle lokaði hana inni, sagði ég. — Hún hótaði Lucindu að eitthvað hræðilegt kæmi fyr- ir hana, ef hún segði frá því. — Hamingjan hjálpi mér! sagði Liam lágt og reiðilega. — Er hún gersamlega samvizku- laus! Luci, þú skalt ekki vera hrædd. Það kemur ekkert illt fyr- ir þig. Ég lofa þér því. Segðu mér bara hvað skeði. ... Hann þurfti að hafa mikið fyrir því að fá hana til að tala. — Það var þegar ég fór heim úr afmælisboðinu, hvíslaði hún lágt og treglega. — Ég sá að dyrnar í veggnum voru opnar, svo ég gægðist inn. — Já, og þá sástu garðinn okkar, sagði hann. — Fórstu inn til að skoða hann? Lucinda kinkaði kolli. — Þótti þér litla húsið fallegt? spurði Liam varlega. Lucinda kinkaði aftur kolli. — Dyrnar voru opnar svo ég gáði inn. Hún var þar. . . . — Var hún ein? spurði ég. — Nei, Joel Weir var hjá henni. Hann hélt handleggjunum utan um hana — svona. Lucinda vafði örmunum um háls móður sinnar. — Þau voru að tala sam- an og svo fór hún að hlæja. Þurfum við að spyrja hana frekar, sagði ég og mér var illt af viðbjóði. — Já, sagði Liam snöggt. — Hvað skeði svo, Luci? — Hún sá mig og varð hrylli- lega vond. Maðurinn stóð upp og flýtti sér burt, en hún greip mig og dró mig inn í húsið. Hún sagði að ég væri að n . . . njósna, og svo sagði hún margt voðalega ljótt. Hún sagði að það kæmi margt hræðilegt fyrir stelpur sem njósna. Hún sagðist ætla að loka mig inni, svo ég hætti því, og ef ég segði nokkrum manni frá því, þá ætlaði hún að loka mig inni alltaf! — Ég trúi þessu varla! sagði Tessa, lömuð af skelfingu. — Er hún hrein ófreskja? — Já, sagði Liam. Hendur hans skulfu, þegar hann strauk hárið frá augum Lucindu og hann var náfölur. — Ég held að hún hafi ætlað að sleppa Lucindu út, áður en hún fór, en hafi svo gleymt því. — Gleymt! sagði Tessa bitur- lega. — Luci hefði samt setið þarna í myrkrinu langan tíma. Hvernig skyldi hún hafa ætlað sér að skýra þetta fyrir lögregl- unni? — Hún hefði einfaldlega neit- að, eins og hún neitaði að hafa ætlað að drekkja mér, svaraði ég. — Hún hefði talið sjálfri sér trú um að hún væri saklaus og dáleitt aðra til að trúa því sama. Það hefði getað orðið erfitt að sanna nokkuð á hana. — En læstu dyrnar. Ekki hefði Lucinda getað læst þeim sjálf, benti Tessa á. Mér varð hugsað til þess hneykslis og óþæginda fyrir Ni- cholas ,ef lögreglan hefði fund- ið Lucindu. Skyldi Savalle hafa komið það í hug líka og fundizt þetta ágæt hefnd á hann. Tessa fór nú að gráta og hall- aði sér yfir höfuð barnsins. — Gráttu ekki, Tessa mín, sagði Liam og það var nýr við- kvæmnishljómur í rödd hans. — Þetta er nú afstaðið. Við skulum flýta okkur heim með hana. Hann lagði arminn um Tessu og hjálpaði henni til að standa upp. Hann þrýsti henni snöggvast að sér og brosti til Lucindu. —■ Heldurðu að þú getir geng- ið, Luci? Þú getur sagt mér allt um afmælisboðið á leiðinni heim. Þau voru sannarlega fjöl- skylda, öll þrjú, þegar þau gengu burt. Liam hélt ennþá utan um Tessu. Hann leit um öxl og sagði: — Kemur þú ekki með, Serena? Ég kem seinna, svaraði ég. Mér fannst bezt að lofa þeim að vera einum um stund. Ég gekk niður að víkinni og horfði á bátana, sem komu og fóru. Sólbrúnn maður með úfið hár gekk framhjá mér. Öll reiðin, sem búin var að safnast saman í hugskoti mínu, blossaði nú upp á ný. Ég hafði aldrei áður talað við Joel Weir, og mér var sama þótt þetta yrði líka í síðasta sinn, en ég var svo reið að ég varð að fá útrás. — Þér skuluð ekki voga yður að koma oftar til High Trees! öskraði ég til hans. —■ Savalle læsti lítið barn inni í garðhús- inu, vegna þess að barnið sá ykk- ur þar saman. Ef lögreglan fær að vita þetta, þá getur verið að þér þurfið að svara ýmsum óþægilegum spurningum! — Jæja. Hann brosti rólega og frekjulega. — Hvers vegna skyldi lögreglan þurfa að tala við mig? — Þér voruð með henni i garðhúsinu, sagði ég með fyrir- litningu. — Jæja, ekki læsti ég barnið inni. Hve lengi hafið þér verið eigandi High Trees? Hann brosti aftur frekjulega og hélt áfram.... Framhald í næsta blaði. Svo blítt lætur veröld .. Framhald af bls. 21 einnig sömu erinda norskur ferðamannahópur, svo hinn danski leiðsögumaður hafði í mörgu að snúast. Vegna þess að við vorum þarna aðeins tveir saman og stóð- um utan við þennan stóra hóp, spyr hann okkur hverrar þjóðar við séum. „íslendingar,“ svörum við. Þá segir hann okkur frá ferð sinni til íslands og að hann hafi ver- ið gestur á „Naustinu". Lofaði hann mjög þá fyrirgreiðslu, sem hann þar hefði fengið, einnig fór hann lofsorðum um húsið sjálft, sem hann alltaf kallaði „skipið“, og alla tilhögun þess. Lét hann okkur fslendingana í ríkum mæli njóta þessara kynna. Þegar verksmiðjurnar höfðu verið skoðaðar var öllum boðið inn í stóran sal og þar veittur bjór eða gosdrykkir á fyrirtækisins kostnað. Gat þar hver fengið sem hann lysti. Við Ottó settumst tveir við borð dálítið afsíðis. Þangað kem- ur einnig maður og með honum ungur drengur. Þeir taka sér sæti við borðið hjá okkur og við tökum tal saman. Eftir að við höfum kynnt okkur sem íslend inga, býður eldri maðurinn, sem kveðst vera danskur verkfræð- ingur okkur að aka með sér um nágrennið, og svo heim til sín á eftir þar sem við sátum tvo tíma í góðum fagnaði. Nú höfðum við hugsað okkur að gera ofurlitla verzlun fyrir þann gjaldeyri, sem við höfðum meðferðis og var okkur bent á 37. tbi. VIKAN 41

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.