Vikan - 10.09.1970, Síða 45
B Ú S L w 0 Ð
HVÍLDARSTÓLL
NÝ GERÐ
Á SNÚNINGSFÆTI
MEÐ RUGGU.
BUSLOÐ
HUSGAGNAVERZLUN
VIÐ NÓATÚN — S(MI 18520
landi og Frakklandi, en hafði
neitað öllum samningum fyrir
næsta sumar til að geta helgað
það Tancredunum sínum tveim-
ur. Þau vörðu sumarfríinu með
foreldrum Tancreds í „Villa Ib-
sen“ í Norður-Ítalíu, og var það
í fyrsta sinn í mörg ár sem þau
tóku sér frí.
Tancred Ibsen var það stöðugt
mikið áhugamál að koma á fót
norskri kvikmyndagerð, og þær
fyrirætlanir tóku smám saman á
sig fastara form- Það var árið
1925, sem hann sneri heim aftur
frá Bandaríkjunum. Þá voru
mörg ár síðan bæði Danir og
Svíar voru farnir að framleiða
kvikmyndir á heimsmarkað. En
Norðmenn voru ekki komnir af
stað í þeirri grein svo heitið
gæti. Fáeinar tilraunir höfðu
verið gerðar til að gera góðar
kvikmyndir, en með heldur
hæpnum árangri.
Það er athugandi í þessu sam-
bandi að það var kvikmyndun
norsks skáldverks, sem varð upp-
hafið að gullöld Svía í kvik-
myndagerð kringum fyrri heims-
styrjöld. Þetta skáldverk var
kvæðið um Þorgeir í Vík
(Terje Vigen). Þegar sú mynd
var sýnd í Noregi 1917 varð að-
sóknin gífurleg, og nú fyrst við-
urkenndu flestir Norðmenn að
einnig kvikmyndir gætu verið
list. Hinn kvikmyndaði Þorgeir
í Vík komst allar götur til Kína
og Japan, og alls staðar urðu
menn fyrir miklum áhrifum af
örlögum hins norska fiskimanns.
En frægðin féll auðvitað Svíum
fyrst og fremst í skaut, þar eð
þeir höfðu gert myndina.
Síðasti Víkingurinn
Einnig í Danmörku höfðu
menn smekk fyrir norsku stór-
skáldunum. Nordisk Films Kom-
pagnie í Kaupmannahöfn réði
Tancred Ibsen til að kvikmynda
Síðasta Víkinginn eftir Johan
Bojer. Að loknum samningum
við félagið fór Tancred til Lo-
foten til að undirbúa myndatök-
una og skrifa handritið. En þeg-
ar á átti að herða varð ekkert
úr frekari framkvæmdum, og
eftir því sem Ibsen frétti síðar
var skýringin sem hér segir:
Framkvæmdastjóri kvik-
myndafyrirtækisins var nokkuð
sniðugur kaupsýslumaður, og
hafði tryggt sér hlutabréfin í
Nordisk Film þegar þau voru í
mjög lágu verði. Þegar hann
gerði kunnugt að hann hefði
fengið Tancred Ibsen til að
kvikmynda bók Johans Bojers,
hækkuðu hlutabréfin í verði, og
framkvæmdastjórinn seldi þau
með góðum hagnaði. Þar með
var rokinn út í veður og vind
áhugi hans á kvikmyndagerð, og
ekkert varð úr neinu. Verðið á
hlutabréfunum hrapaði aftur. Ib-
sen höfðaði mál gegn félaginu
fyrir samningsrof, og voru hon-
um dæmdar skaðabætur. En eft-
ir það var hann, öllum á óvart,
ráðinn aftur til að taka mynd-
ina. Þá stigu hlutabréfin aftur,
og hver haldið þið að hafi þá
rétt áður verið búinn að tryggja
sér meirihluta þeirra? Sami
framkvæmdastjórinn og fyrr! Og
vitaskuld hætti hann aftur við
myndargerðina og í þetta sinn
fyrir fullt og allt. Ein af ástæð-
unum til þess var raunar sú að
um þetta leyti var farið að róa
á vélbátum frá Lofoten og
ómögulegt var að öngla saman
nógu mörgum bátum af þeirri
gerð, sem hugsanlegt var að
mætti dubba upp sem víkinga-
skip.
Noregsmyndin mikla
Að öllu þessu stappi loknu
flutti Tancred til Oslóar og hóf
gerð myndar, sem í senn átti að
vera norsk og fjalla um Noreg.
Daninn George Schneevoigt var
ráðinn yfirkvikmyndatökumaður
við gerð myndar þessarar, sem
var fyrsta meiriháttar norska
heimildarkvikmyndin og var ein-
faldlega látin heita „Norges-
filmen“. Hún var í sex hlutum
og fjallaði um Noreg frá suðri
til norðurs, um ströndina, skóg-
ana, fjöllin, borgirnar. Fyrirhug-
að var að myndin yrði send út
til að laða að ferðamenn. En
Tancred fékk engan stuðning til
þessarar framkvæmdar.
Frumsýningin fór fram í Vic-
toria Teater í Osló 1927. Aðsókn-
in var prýðileg og undirtektir
eftir því, og Tancred var þá þeg-
ar kominn langt á leið með und-
irbúninginn að gerð annarrar
myndar, sem skírð var „Laila“,
var gerð eftir sögu eftir J. A.
Friis prófessor og gerðist á Finn-
mörk. Ibsen var þegar byrjaður
á handritinu en ekki búinn að
tryggja sér réttinn til að kvik-
mynda söguna, þegar honum
barst frétt um að faðir hans væri
látinn í Þýzkalandi. Hann varð
þá að gera hlé á verkinu og
bregða sér erlendis. En þegar
hann kom aftur heim, var
Schneevoigt búinn að tryggja sér
kvikmyndarréttinn, fullgera
handritið, dubba sig upp sem
filmhöfund og byrjaður að kvik-
mynda sjálfur.
— Hvað sem um þetta háttalag
má segja verður því ekki neitað
að Schneevoigt vann þetta vel,
segir Ibsen. — „Laila“ varð sígilt
verk.
Þöglu kvikmyndirnar höfðu
mikil áhrif á fólk. Þegar heims-
kreppan mikla skall á og jafnvel
stöndugustu fyrirtæki fóru á
höfuðið, leituðu menn í vaxandi
mæli á náðir blekkingaheimsins.
Þeim mun meir sem hinn raun-
verulegi heimur var plagaður af
verkföllum, ókyrrð og neyð,
þeim mun fleiri streymdu í bíó-
in þar sem önnur og betri
veröld, byggð fögrum körlum og
konum, lausum við peninga-
áhyggjur, bauð fólk velkomið.
Hann vildi taka fyrstu
talkvikmyndina
í lok þriðja áratugsins lagði
talkvikmyndin undir sig heim-
inn. Eftir það þurfti ekki fram-
ar að hafa menn við hliðina á
hvíta tjaldinu til að herma áhorf-
endum orð leikaranna. Þá var
líka hætt að hafa píanista niðri
í hljómgryfju til að reyna að
gefa hinum ýmsu atriðum mynd-
arinnar tilætlaða stemningu, og
sömuleiðis mann á bak við dúk-
inn til að mölva undirskálar og
glös, hleypa púðurskotum af
skamfnbyssu eða berja í borð.
Tancred Ibsen vildi gera fyrstu
norsku talkvikmyndina. En hann
fékk ekki sérlega góðar undir-
tektir. Framleiðsla Norðmanna á
þöglu kvikmyndunum hafði
ekki gengið sérstaklega vel og
því töldu margir það hreinan
glannaskap að reyna að fram-
leiða talkvikmyndir.
— Það var efalaust rétt, ekki
sízt þegar haft er í huga að þá
fengu kvikmyndaframleiðendur
enga aðstoð frá ríki eða bæjar-
og sveitarfélögum. Ef einhver
vildi gera kvikmynd, var það að
öllu leyti hans einkamál. Þar að
auki voru allar tæknilegar að-
stæður til kvikmyndagerðar í
hæsta máta frumstæðar í Nor-
egi í þá daga, segir Ibsen.
Ibsen varð að taka á öllu sínu
til að fá menn til liðs við sig og
veðsetti mestan hluta hugsanlegs
gróða til að afla fjár til „Den
store barnedápen“. Leikritið
hafði gengið við góða aðsókn í
Þjóðleikhúsinu, þar sem meðal
annarra léku í því Hauk Aabel,
Einar Sissener, Agnete Schib-
sted-Hansson, Tore Segelcke,
Unni Thorkildsen og Julie Lam-
pe. Öll lýstu sig fús til að taka
þátt í kvikmyndun þessarar
verkamannakómedíu Oskars
Braatens, sem gerist um alda-
mótin, og verða þannig frum-
herjar á fleiri en einn veg. Hér
var sem sé í fyrsta sinn reynt
að koma veruleikanum úr verk-
smiðjunum inn í kvikmyndasal-
inn.
— Ég fór til Stokkhólms og
heimsótti Svensk Filmindustri.
Og þar hafði ég úm síðir upp
úr krafsinu járnbrautarvagn með
lömpum og öllu, ásamt tveimur
verkfræðingum sérhæfðum í að
framleiða kvikmyndahljóð, en á
þess háttar menn var í þá daga
litið sem sannkallaða galdra-
karla, segir Tancred Ibsen. —
Þeir skellihlógu þegar þeir sáu
hvernig vinnuskilyrðin voru í
Noregi, en þeir unnu af dyggð og
trúmennsku. í Cirkus Verdens-
teater voru öll innanhússatriðin
mynduð á átta sinnum sex metra
gólffleti. Önnur atriði voru tek-
in í Hjula-verksmiðjunum, en
þar var þá verkfall. En verka-
37. tbi. VIKAN 45