Vikan


Vikan - 15.10.1970, Blaðsíða 21

Vikan - 15.10.1970, Blaðsíða 21
skipta meginmáli. Þessar ferðir eru sérstak- ar að því leyti að við höfum ekki þess konar beint samband nema við nokkrar stórborgir í nágrannalöndunum. Með þessum ferðum opnast möguleikar til að flytja ferskan fisk frá íslandi þangað suður, og skiptir laxinn þar mestu máli, sökum þess hve dýr hann er, en fleira kemur að sjálfsögðu til greina. Ætti þannig að vera hægt að flytja einu sinni eða tvisvar í viku alveg glænýjan lax og selja hann þarna á markaði. Að vísu vitum við ekki nákvæmlega hve stór þessi markaður getur orðið. Þarf að sjálfsögðu að vinna hann upp. Ég átti þarna tal við mann, sem vinnur hjá stóru fisksölufyrirtæki. Hann kvað þá kaupa lax frá Svíþjóð eins og sakir standa, og er sá lax fluttur til þeirra frystur. En hann hefði verið mjög misjafn að gæð- um, eftir því sem þeir sögðu mér. — Hvað er að segja um aðstæðurnar hér heima, viðvíkjandi þessum útflutningsmögu- leikum? Þær eru sérstæðar. Hér höfum við út- flutningsstað, það er að segja Keflavík, sem ligeur að segja má á miðiu aðallaxveiði- svæði landsins. Tveir þriðju af laxafram- leiðslunni er á þessu svæði, það er að segja í Árnessýslu, Borgarfirði og í næsta nágrenni Reykjavíkur. Þessi hagstæða lega útflutn- ingsstaðar gerir að verkum að hægt er að senda fiskinn þarna suðureftir svo að segja jafnharðan og hann kemur upp úr vatninu. Laxeldisstöðin í Kollafirði gæti hér gegnt þýðingarmiklu hlutverki, en hún kemur væntanlega til með að hafa lax til sölu til nevzlu í framtíðinni. Það er bókstaflega tal- að hægt að taka laxinn beint úr tjörnum eldisstöðvarinnar og flytía hann um borð í flugvélina. Það er að siálfsögðu möguleikar á að fleiri aðilar taki þátt í svona útflutn- ingi þar sem svo stutt er frá aðalveiðisvæð- unum í Árnessýslu og Borgarfirði til út- flutningsstaðar. Markaðsmöguleikarnir eru ekki einungis bundnir við ferska laxinn. Graflaxinn er ágætur og á vaxandi vinsæld- um að fagna hjá þeim, sem hann hafa revnt. Reyktur lax getur einnig komið til greina. — Hvernig yrði háttað dreifingu laxins þegar suður væri komið? — Það sem gert yrði við þennan lax þarna á Mallorca væri að sjálfsögðu að selja hann á hótelin. Mér skildist að í Palma væru nú fjögur stór veitingahús, sem hefðu lax sér- staklega á boðstólum. Kaupendur myndu helzt verða fólk að norðan, frá Norðurlönd- um, Bretlandseyjum og víðar, fólk sem þekkir lax og hefði gaman af að fá hann þarna suður frá líka. Ég veit ekki hvort Spánverjar sjálfir myndu hafa sérstakan áhuga á laxi, þetta er of dýr matur að dómi þeirra flestra. Þeir þekkja líka lítið til þess- arar fisktegundar, en vitaskuld gætu þeir lært að borða hann eins og aðrir. Hverjir yrðu meginkostirnir við þessi viðskipti, ef þau kæmust á? —- Einkum þeir að fiskurinn yrði seldur jafnharðan og hann væri veiddur, svo að ekki þvrfti að frysta hann og geyma í fleiri mánuði eins og nú er gert, til að koma hon- um á markað. Við slíka geymslu er tölu- verður aukakostnaður. — Er þetta fyrsta tilraunin með laxflutn- inga af þessu tagi? — Ég held að þetta hafi verið reynt eitt- hvað smávegis áður, en þá mundi ekki hafa verið um að ræða neitt verulegt magn. Eins og við vitum er verið að gera tilraunir með að flytja út fisk með flugvélum núna. Það væri óskandi að þær tækjust vel, hvort sem um er að ræða lax eða sjófisk. Það ætti að vera hægt að bjóða upp á mjög góða vöru með því að taka fiskinn þannig beint úr bátnum og fljúga með hann svo að segja beint í matvörubúð eða á veitingahús. — Er það ekki Kollafjarðarstöðin fyrst og fremst, sem gefur möguleikana á útflutn- ingnum? — Hún liggur mjög vel við um aðalveiði- tímann. En auðvitað skapar þetta möguleika fyrir fleiri, eins og við drápum á áðan. Kolla- fjarðarstöðin er fyrst og fremst tilraunastöð. Hún hefur raunar tvíþættu verkefni að gegna. Henni er einnig ætlað að framleiða seiði til sölu, til fiskiræktar innanlands. Þar Þessar myndir eru teknar í apríl síðastliðnum, þeg- ar James H. Hoy, aðstoðarfiskimálaráðherra Breta, heimsótti laxeldisstöðina í Kollafirði. í fylgd með honum var Eggert G. Þorsteinsson, sjávarútvegs- málaráðherra og fleiri. sem nú á síðustu árum hafa verið byggðar margar eldisstöðvar, sem hafa kornizt mjög vel á veg með fiskeldi, þá hefur þörfin fyrir framleiðslu Kollafjarðarstöðvarinnar hér á innlendan markað minnkað, og við höfum alls ekki áhuga á því að gera öðrum erfitt fyrir með harðri samkeppni í sambandi við sölu á gönguseiðum. Við mundum þá reyna framleiðslu á neyzlufiski, sem sagt að ala upp laxaseiðin, sleppa þeim í sjóinn þarna hjá okkur, láta þá laxinn koma aftur upp í tjarnirnar úr sjó og selja hann á markað. Við höfum verið að þreifa fyrir okkur með þetta á undanförnum árum og segja má að vel hafi til tekizt, þegar á heildina er litið. En að sjálfsögðu er lax, sem elst upp í Kollafjarðarstöðinni og er settur þar út, háð- ur sveiflum sem eru á uppvaxtarskilyrðun- um í sjónum eins og lax úr ánum, svo að töluverðar sveiflur geta orðið í göngum frá ári til árs. Framhald á bls. 45. 42. tbi. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.