Vikan


Vikan - 15.10.1970, Side 29

Vikan - 15.10.1970, Side 29
Hún settist á þilfariS, en ég fór úr jakkanum og breiddi yfir hana, svo aS henni yrSi ekki kalt. SíSan lagSist ég viS hliSina á henni. ViS skildum hvort annaS betur en nokkru sinni fyrr... Þegar varir okkar mættust, skaut manninum upp viS hliS Þóru... ÞAÐ VAR A MIÐJU sumri árið 1947. Þannig hóf vinur minn, norski rithöfundurinn, sögu sína. Ég var ekki búinn að ná mér aftur til fulls eftir fjögurra ára vist í stríðsfangabúðum. Læknir minn og skrifstofustjóri hjá stóru útgerð- arfyrirtæki tóku mig að sér, þegar ég var í þann veginn að gefast upp. Þeir komu mér á skip, sem var á förum til Miðjarðarhafs. Þetta var þriggja mánaða ferðalag og mundi verða mér með öllu að kostn- aðarlausu. Sólskin, hiti, blátt haf og veizlumatur. Allt hlaut þetta að auka magn rauðu blóðkornanna, sem áð- ur voru komin niður fyrir fimmtíu hundraðshluta. Ég rakst fyrst á þennan einkenni- lega ferðafélaga minn á skrifstofu útgerðarinnar, þegar ég sótti far- seðlana þangað. Það var mikið að gera þar um daginn og mannfjöldi stóð fyrir framan afgreiðsluborðið. Það var nýbúið að leggja farseðil og vegabréf í lófa minn, þegar ég kom auga á hann. Þetta var ungur maður, hávaxinn og sterkbyggður, en óvenjulega fölleitur. Hann lyfti hendinni gegn mér, og ég fann (s- kaldan gust koma við hreyfinguna. — Þetta er skrítinn náungi, sagði ég hlæjandi. Afgreiðslumaðurinn kinkaði kolli EINN SA SMÁSAGA EFTIR ÖLVIND BULSTAD. vingjarnlega, en vissi bersýnilega ekki við hvað ég átti. Leigubifreið beið mín fyrir utan, og mig furðaði alls ekki á því, þótt ég sæi manninn þar aftur. Hann fylgdi mér með augunum inn í bíl- inn. Og þá sendi ég honum tóninn, því að þessi svörtu, stingandi augu hans voru farin að gera mér tals- vert gramt í geði. Klásen skipstjóri var góður vinur föður míns. Hann tók á móti mér eins og hann hefði verið rækilega fræddur um heilsufar mitt. Alúð hans var miklu meiri en eðlilegt gat talizt. Ég ætlaðist alls ekki til, að farið væri með mig eins og sjúkan vesaling. Hins vegar var ó- sköp notalegt að láta stjana við sig. Við miðdegisverðarborðið rak mig strax ! rogastanz. Þar var Þóra. Það kom upp úr kafinu, að hún var frænka skipstjórans. Fyrir tæpu misseri höfðu miklir kærleikar tek- izt með okkur Þóru. Við vorum meira að segja farin að líta á hús- gögn og gera áætlun um íbúð. En þá voru skyndilega þau orð sögð, sem aldrei skyldu verið hafa, og áhrif þeirra aukin um helming með nokkrum bréfum. Ég neita því harð- lega, að innihald bréfanna gefi minnstu hugmynd um mitt rétta inn- ræti. Þarna var ég lentur í laglegri klípu. Það er alltaf óþægilegt að hitta fólk, sem maður hefur gert rangt til. Þó getur alltaf svo farið, að vináttan bjargist og jafnvel ást- in sjálf líka, ef tilfinningar við- komandi aðila hafa þá ekki breytzt f hreint og beint hatur. Var ég búinn að segja frá því, að Klásen skipstjóri býr yfir ótæm- andi sjóði af sögum og sögnum? Jæja, því er nú samt þannig varið. Og frásögn hans er í engu áfátt. Öll tilbrigði af Hollendingnum fljúgandi og fjölskyldu hans blönd- uðust Ijóslifandi inn í lýsingar hans, sem voru þrungnar ævintýralegri hugmyndaauðgi. Það var á við heil- an sjónleik, þegar hann gekk um gólf í salnum og sagði frá. Og hon- um var það að þakka, að við Þóra nálguðumst hvort annað á nýjan leik. Okkur fannst eins og friður hefði verið saminn á milli okkar. Eigi að síður fundum við glöggt, að eitthvað vantaði. En við gerðum okkur ekki fyllilega Ijóst hvað það væri. Að minnsta kosti jókst blóð- þrýstingur minn ört. Hvort rauðu blóðkornunum fjölgaði að sama skapi, skal ósagt látið. Framhald á bls. 39.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.