Vikan


Vikan - 03.12.1970, Qupperneq 40

Vikan - 03.12.1970, Qupperneq 40
maður verið öruggari um að reksturinn beri sig. Þetta hefur haft sín áhrif hvað mér viðvík- ur. — Hvert sækir þú helzt þín munstur? — Munstrin, já. Oft hef ég séð þau þegar ég hef verið að leika mér með efnin, þegar ég hef frjálsar hendur um sköpun. Um helgar til dæmis, þegar tími er aflögu, finn ég munstrin út á svo margan hátt, ekki einungis í silfri, heldur og í pappír til dæmis og öllu mögulegu. Sumt dettur mér kannski í hug fyrir- varalaust, sé eitthvað, kannski mynd í blaði, og þá minnir það mig á eitthvað annað, sem gefur hugmynd til einhverrar sköpun- ar eða tilrauna. Svo er það þetta, þegar ég er búinn að búa til ákveðið form, eða ákveðna gerð af hlutum í ákveðinn tíma, þá sækir að mér þreyta. Ég vil þá breyta til. Þá kemur oft að mér að búa til öfgakennda hluti, en þeir breyt- ast nú oftast eitthvað í meðför- unum. Þetta er eins konar leik- ur; ég er að leita að einhverju, orðinn óánægður með það sem ég er með og sé svo eitthvað, upptendrast, fæ hugmyndir, fullt af hugmyndum, svo að á endan- um verður kannski allt annað úr þessu en það, sem ég upphaf- lsga sá. Þú sækir mótíf í forna list, fornnorræna til dæmis? Já, það er greinilegt. Ég hef til dæmis teiknað í men vík- inga að berjast. Ég bý þá til þannig, að hreyfingarnar verði klunnalegar og grófgerðar, og ég vil jafnvel fá fram í þeim eitt- hvað barnalegt, eins og þetta væri búið til af óskóluðum manni, að hluturinn verði ekki fágaður. — Er ekki oft vandi, þegar þannig hlutir eru gerðir, að ákveða hvenær skal hætta eða halda áfram? — Stundum er það. Ég hef oft séð hjá piltunum, sem eru að læra hjá mér, betri hluti en ég sjálfur er með. En það skrýtna er að þeir koma ekki alltaf auga á það sjálfir. Og ég hef verið að segja þeim: Strákar, það að vera sérstæður, eða hvað sem það er kallað, það byggist mest á því að koma auga á það. Eru þér einhver mótíf kærari en önnur? Nei, það myndi ég ekki segja. Þetta er þannig að ég hrífst. Sú hrifning líður hjá með tímanum, þó ekki meira en svo að ég get alltaf borið virðingu fyrir hlutnum. En ég get ekki alltaf numið staðar við sama hlutinn og verið jafnhrifinn af honum. Hefurðu sótt fyrirmyndir í nútímalist? Ég málaði sjálfur mikið áð- ur fyrr, fékk sem smástrákur í skóla verðlaun fyrir pastelmynd- ir. Og ég mála raunar stundum enn. — Hvað telurðu að maður í þinni listgrein þurfi að hafa til Hálsmen. að bera, til að geta í raun og sannleika kallast listamaður? — Ég held að forsendurnar hljóti að vera leitandi og rann- sakandi hugur. Listamaður þarf að kynna sér bókstaflega hvað- eina. Hann má ekki vera það einstrengingslegur að álíta ein- hverja stefnu bezta, eða ein- hvern stíl. Hann verður að vera rannsakandi, ekki of fastheldinn á sínar góðu hugmyndir, það bindur hann og þá hættir hann að mínu áliti að vera listamað- ur. Á því er oft talsverð hætta. ■—- Þú ert mikill áhugamaður um guðspeki. Hafa þau fræði ekki haft mikil áhrif á mótun listar þinnar? * — Ég kynntist guðspekinni smástrákur og fór snemma að lesa um þau' mál. Þau hafa gef- ið mér geysimikið, sökum þess hve mikla vídd þau skapa. Ásamt áhuga mínum á listmálun og teikningu, sem ég líka hef haft frá barnsaldri, hafa guðspeki- fræðin átt mestan þátt í minni mótun. Þar er svo vítt til veggja, af svo miklu að taka. Annars er það svo í þessari grein sem fleirum, að það er starfið, þjálfunin, sem mestu ræður um árangurinn. Núna finnst mér ég hafa miklu meiri yfirsýn yfir formsköpun en ég hafði, sem bæði kemur til af langri þjálfun og af því að ég hef ánægju af þessu. Og ég breyti til hvenær sem ég finn hjá mér þörf til þess. Og mögu- leikarnir í gull- og silfursmíð- inni eru alveg geysilegir. Hvaða málmur lætur þér bezt? Ég myndi segja að ég væri fyrst og fremst silfursmiður, því að ég hef fengið litla æfingu og litla kennslu í meðferð gulls, en mig myndi langa mikið til að sökkva mér í það. Það kostar mikinn pening, en ég kem mjög líklega til með að gera Það seinna, ef ég fæ tækifæri til. Eitt af því sem flestum hættir til er að verða of háðir hefðum; þannig er eins og fólki almennt, Hálsmen, brennt og lóðað. og jafnvel kennurum, finnist að hver málmur eigi að fá ein- hverja ákveðna meðferð. Sem betur fer er þetta að breytast. Það hleypir stórauknu lífi í starfið að finna sig óbundinn, en það verður ekki fyrr en maður hefur sjálfur losað sig við þetta hefðbundna. Þótt enginn annar hefti mann, getur maður séð fyrir því sjálfur. — Hver er meginmunurinn á gulli og silfri sem efnivið? — Það er erfitt að skilgreina til fullnustu. Gullsmíði er fínni vinna, gullið er miklu viðkvæm- ara, finnst mér, þarf önnur tök, miklu meiri nærgætni. Þar á ég ekki einungis við þessa venju- legu gullsmíði, heldur engu síð- ur og kannski alveg sérstaklega í sambandi við brennslu. Það er gaman að búa til hlut án þess að nota það sem við köllum slag- lóð, að setja hlutinn saman þann- ig að formin fljóti saman. Þetta er einstaklega erfitt með gull, en leikur einn með silfur. —- Hefur þér dottið í hug að gera skartgripi úr öðrum málm- um sem kallaðir eru óæðri, járni til dæmis? — Svo sannarlega hefur mér dottið það í hug. Til gamans get ég getið þess að eitt sinn kemur til mín járnsmiður og spyr um manséttuhnappa. Ég sýni honum manséttuhnappa, sem ég hafði þá smíðað, og voru alveg svart- ir, og svo hafði ég grafið upp úr þeim aðeins, þannig að það glitr- ÞAÐ aði í alsporið; það var sem sagt alfarið, grafið með al. Hann vel- ur þessa hnappa og ég segi sem svo: það er nú bara alveg eins og þetta sé járn. Já, segir hann, það var einmitt það, sem ég rak augun í. -— Járnið býr yfir mikl- um möguleikum og það er sá málmur sem ég held að ég vildi helzt smíða úr núna, ef ég hefði tíma til. — I sambandi við járn koma mér í hug vopn, en í þeim má oft sjá mjög falleg form, í sverð- um, spjótum, bogum og öxum til dæmis. Hefurðu notað þau eitt- hvað í gripagerð? — Jú, þau eru alveg sérstak- lega falleg. Ég hef notað þessi form stundum í skartgripi og fleira, spaða til dæmis, axar- form og fleiri. Þessi form skír- skota til mín og ég á ábyggilega eftir að fást við þau meira, jafn- vel í silfri og jafnvel í gulli. Það er mjög skemmtilegt viðfangs- efni. Til dæmis get ég sagt þér, að þegar ég fór á Fornminja- safnið ekki alls fyrir löngu og ætlaði að fara að skoða það í heild, þá komst ég aldrei lengra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.