Vikan


Vikan - 28.01.1971, Blaðsíða 4

Vikan - 28.01.1971, Blaðsíða 4
Knattspyrnu- handbókin óskabók stráka a öllnm aldri Fæst hjá næsta bóksala HILMIR HF. SKIPHOLTI 33 PÖSTHÖLF 533 SÍMI 35320 REYKJAVÍK 4 VIKAN 4 »1. pósturinn Stórhneyksluð Kæra Vika! Ég er stórhneyksluð út af blaði, sem ég nýlega fékk að sjá fyrir til- viljun, og ég sendi þér þessar línur bæði vegna þess að ég get ekki orða bundist, og eins hins að mér finnst siðferðileg skylda hverrar heiðvirðrar manneskju að mótmæla slíkum ósóma. Blaðið sem ég á við er skóla- blað menntaskóla nokkurs hér f borg. Þegar frá upphafi hefur far- ið vafasamt orð af þessum skóla,- það hefur ekki gengið á öðru en skólalífið í honum hafi verið orð- að við klám, eiturlyf og annan kommúnistaóþverra. En nú tekur fyrst útyfir allt. Ég ætla ekki að rekja fyrir þér í smáatriðum efni þessa „blaðs", ef hægt er að kalla snepil þennan því nafni. Eitt af því sem mér þótti svívirðilegast er að eitt fegursta ævintýri sem þekkist er þarna af- skræmt á svo sóðalegan hátt að maður getur orðið veikur á að lesa það. Ég er viss um að jafnvel í löndum, þar sem þessi viðbjóður hefur vaðið mest uppi, eins og i Svíþjóð, hefði svona nokkuð jafn- vel varðað við lög. Það er hart að láta þennan lýð, sem hvorki kann að hirða hár sitt eða föt og er kannski kvikur af lús og kláða- maur eyðileggj’a fyrir sér þessar perlur, sem manni var mestur un- aður að í bernsku, eða hvernig haldið þið að það sé að geta aldrei lesið ævintýrið án þess að manni detti um leið þessi hryllingur í hug? Annað er það að auglýsingar virðulegra verzlunarfyrirtækja eru afskræmdar á svo sóðalegan hátt að ég ætla ekki að reyna að lýsa því frekar. Ég get ekki séð annað en þetta sé stórkostlega ærumeið- andi fyrir hlutaðeigandi fyrirtæki, en það er eins og allt líðist nú á dögum, allt er fínt og menningar- legt, bara ef það er nógu sóðalegt og mikið klám. Einnig eru í blað- inu nokkrar afskræmislegar skrípa- myndir af forseta Bandaríkjanna, leiðtoga þess stórveldis, sem í fjölda ára hefur staðið vörð um frelsið og mannréttindin í heimin- um og hindrað að okkar land hyrfi í gin kommúnismans. Það er nokk- uð sem enginn virðist muna eftir nú orðið. En ég er svo gömul að ég man þegar óður kommúnista- lýður reyndi að ráðast inn í aí- þingishúsið og gerði sitt bezta til að limlesta þingmenn með grjót- kasti. Þá var altalað að rússneskir njósnarar hefðu stjórnað árásinni. Ef til vill er þó enn ótalið það, sem svívirðilegast er af öllu við blað þessa unga fólks, sem þykist vera að mennta sig, að á útsíðu er mynd af skaðbrenndu barni, sem á að koma því inn hjá fólki, að það séu Bandaríkin sem eigi sök á stríðinu í Vietnam. En allt óbrjálað fólk veit þó, að þetta er að snúa staðreyndunum við. Suður- Víetnam var friðsælt og ham- ingjusamt land, kannski ekki ó- svipað og ísland, þegar kommún- istar frá Norður-Víetnam eða Kína fóru að lauma þangað inn hrvðiu- verkamönnum sem einskis svifust, sprengdu í loft upp mannvirki og hræddu fólkið til undirgefni með ógurlegum pyndingum. Þetta ó- gæfusama land væri fyrir lcngu glatað í klær kommúnismans, arf- taka nasismans, ef Bandaríkin hefðu ekki sent hersveitir til hjálp- ar. Piltarnir frá Bandar'kium 'm. sem sumir eru kannski meira að segja af íslenzkum ættum, hætta þarna lífi sínu fyrir frelsi ori ham- ingju alls heimsins. Og til að bíta höfuðið af skömm- inni er prestur, sem líklega er jafnframt kennari við skólann, ábyrgðarmaður „blaðsins"! Næst verður það líklega biskupinn! En þessi hörmulega vegavilltu ungmenni eru ekki ein í sökinni. Það hafa börnin, sem fyrir þeim er haft. Fyrir skömmu gekk í langan tíma í einu af kvikmyndahúsum borgarinnar ógeðsleg klámmynd, sem sýnd var undir því yfirskyni að hún væri fræðslumynd. Aðeins tvær eða þrjár hugrakkar og ein- arðar manneskjur höfðu kjark til að mótmæla ósómanum. En voru mótmælin tekin til greina? Nei, ónei. Yfirvöldin harðneituðu að gera eitthvað í málinu, og allt var gert til að sem flestir, og þá eink- um óþroskaðir unglingar, kæmu og nytu „fræðslunnar". I þetta sinn var það kvikmynd. Næst fá- um við líklega að sjá þetta í formi „fræðsluleikrits" í Þjóðleikhúsinu eða Iðnó! Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir meina sér leyfist það, kvað sálmaskáldið. Og fyrst yfirvöldin sjálf leggja blessun sina yfir arg- asta klám og siðleysi, hvers er þá að vænta af hálfrugluðum krökkum milli tektar og tvitugs? Ein yfir þrítugt.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.